Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1992, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.07.1992, Blaðsíða 21
Þá hringdum við í Jóhannes og hann kom strax. Við sögðum honum hvað væri að brjót- ast innra með okkur. Hann tók Biblíuna fletti upp í 10. kap. Rómverjabréfsins og las 8.-13. v. Það nægði og óvissunni var eytt, að minnsta kosti í það skiftið. Síðan báðum við saman. Þetta er gott dæmi um það hversu fljótur hann var að bregða við þegar sál var í nauð. Við höfðum heldur ekki verið lengi með í hópnum í Betaníu þegar Jóhannes og Stein- unn buðu okkur inn á sitt kærleiksríka heimili. Það varð sem vermireitur fyrir okkur meðan við stigum fyrstu skref trúarinnar á Jesú. Að lokum vil ég svo minnast þess að hann var mikill og einlægur kristniboðsvinur. Hann elskaði kristniboðsmálefnið og vann því allt sem hann gat. Það má raunar segja að hann hafi, eins og áður er að vikið, verið ólaunaður starfsmaður Kristniboðssambandsins mest alla tíð. Guð blessi ástvinum hans og vinum minn- ingarnar um hann. Baldvin Steindórsson B0 Sérhver kristinn maður... salnum um kvöldið og stjórnaði henni Skúli Svavarsson. Sigurjón Gunnarsson mælti inn- gangsorð og bað bæn. Ragnheiður Guðmundsdóttir flutti vitnisburð. Hún las Jes. 41,10 og kvað það öllu öðru betra að eiga þá fullvissu að þau hjónin færu ekki ein út heldur væri Drottinn með þeim. Sr. Olafur Skúlason biskup flutti ávarp. Hann sagði að með starfi sínu hvetti Kristniboðssam- bandið íslenska kirkju til að forðast „nærsýni“ og líta yfir höf og álfur. Hann taldi starf leik- mannahreyfinga innan kirkjunnar vera ntjög til hvatningar. Biskup árnaði ungu kristniboðunum blessunar Guðs.- Laufey Geirlaugsdóttir söng einsöng. Hugleiðingu flutti í lokin Katrín Þ. Guð- laugsdóttir. Hún las Hebr. 13,8, um Jesúm sem er í gær og dag hinn sami og um aldir. Ræddi hún m.a. um guðdóm Jesú og um kærleika hans. Einnig vitnaði hún í Sálm. 147,15: „Hann sendir orð sitt til jarðar, boð hans hleypur með hraða,“ og talaði um gleðina sem fyllti hjarta hennar og manns hennar er sonur þeirra og fjölskylda hans væru nú vígð til að fara með orð Drottins. Margt manna var á samkomunni og þurfti að bera inn aukastóla. Söngur var þróttmikill. Kaffiveitingar voru að lokinni samkomunni. Gjafir bárust kristniboðinu bæði í Dómkirkjunni og á samkomunni og námu samskot rúmum 123 þúsund krónum. Báðar samverustundirnar voru hátíðlegar og góður boðskapur fluttur. Þau Ragnheiður og Karl Jónas og börn þeirra Asta María og Gísli Davíð leggja væntanlega af stað til Eþíópíu í lok júlí. ALMENNA MÓTIÐ í VATNASKÓGI „Leitið fyrst ríkis hans“ Almenna mótið verður í ár haldið 26.-28. júní, í Vatna- skógi eins og venja er. Yfirskrift mótsins verður: „Leitið fyrst rík- is hans“ en flestar yfirskriftir samveranna tengjast Guðs ríki á einhvern hátt. Fyrsta samverustundin verður á föstudagskvöld kl. 21.30 með yfirskriftinni: „Guðs ríki er í nánd.“ Biblíulestur fyrir hádegi á laugardegi hefst kl. 10.00 með sömu yfirskrift og mótið sjálft. Tilhögun samverustunda seinni hluta laugardags hefur verið breytt lítillega frá því sem verið hefur undanfarin ár. Boðið verð- ur upp á valstundir kl. 16.00 þar sem fólk getur valið um mismun- andi efni til að fræðast um. Kl. 19.30 verður svo fjölskyldusam- vera og verður hún utandyra ef veður leyfír. Ætlunin er að hún standi til kl. 20.30, en að altarisganga og vitnisburðarstund hefjist klukkustund síðar. A sunnudag verður guðsþjónusta kl. 10.30, kristniboðssam- koma kl. 14.00 og mótsslit í kjölfarið og ætti dagskrá mótsins að Ijúka um kl. 17.00 á sunnudeginum. Lesendur blaðsins eru hvattir til að biðja fyrir mótinu. Vænt- um þess að Guð tali til okkar og vinni sitt verk í hjörtum og lífi þeirra sem koma í Vatnaskóg þessa daga. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á mótið, nema þeir sem vilja sofa í svefnskálum staðarins eða þurfa ferð með rútu. Mótsgestir þurfa að greiða lítilsháttar mótsgjald, væntanlega um 600 kr. fyrir 12 ára og eldri. I því felst aðgangur að tjaldstæði, svo og að þjón- ustu á staðnum, en mótsgjaldið er notað til að greiða fyrir leigu á staðnum meðan á mótinu stendur. Nánari upplýsingar um mótið eru veittar kl. 8-16 á Aðalskrif- stofu KFUM og KFUK og SÍK við Holtaveg, sími 678899 „Arsmaður“ í Kenýu Edda Björk Skúladóttir í Reykjavík verður sjálfboðaliði í norska barnaskólanum í Nairóbí, höfuðborg Kenýu, í eitt ár frá næstkom- andi hausti. Hún mun sinna þar ýmsum störfum en einkum þeim er snerta félagsmál nemenda í heimavistinni. Edda er dóttir Kjell- rúnar og Skúla Svavarssonar kristniboða. Hún var sjálf þrjú ár í heimavist í þessum skóla og þekkir því vel allar aðstæður. Þrjú börn Valdísar og Kjartans Jónssonar eru meðal nemenda í skólan- um. Edda gerir ráð fyrir að leggja af stað til Afríku í ágúst. Bænir kristniboðsvina fylgja henni. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.