Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1992, Side 13

Bjarmi - 01.07.1992, Side 13
mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, hefur hann endurlífgað oss með Kristi... Þetta er ekki yður að þakka. Pað er Guðs gjöf. Ekki byggt á verk- um, enginn skal geta miklast af því.“ Páll heldur því fram að góðu verkin séu á vissan hátt til- gangur lífsins fyrir trúaðan einstakling. „Vér erum smíð Guðs, skapaðir í KristiJesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau. “ (Ef. 2.) Kristinn einstaklingur er endurleyst Guðs bam, ný sköpun, skapaður til góðra verka, verka er bíða hans fyrirbúin af Guði. Það er því vandalaust að finna góð verkefni, góð verk að vinna fyrir Drottin. Enginn getur sagt: „Það er ekkert verk að vinna handa mér.“ Öll Guðs börn hafa fengið góð verk að vinna í víngarði Drott- ins sem sérstaklega eru ætluð þeim. Þessi góð verk skulu öll vera náunganum til góðs. „Engin góð verk eru til nema þau, sem Guð hefur boðið, eins og engin synd er til nema sú, sem Guð hefur bannað.“ (Lúther) Af þessu er ljóst að ekki þarf að ríkja nein óvissa um það, hvað gera skal. „Þótt ég sé öllum óháður, hef ég gjört sjálfan mig að þræli allra, til þess að ávinna sem flesta,“ skrifar Páll. (I. Kor. 9.19) Lúther skýrir þetta þannig: „Kristinn maður er frjáls drottnari allra hluta og engum undirgefinn. Kristinn maður er ánauðugur þræll allra hluta og hverjum manni undirgefinn.“ Frjáls í Jesú Kristi, rétt- lættur frammi fyrir Guði. En þótt hann sé nú frjáls ber honum að gerast þjónn af frjálsum og fúsum vilja, þjónn náunga síns, breyta við hann eins og Guð hefur breytt við hann sjálfan í Kristi. Hugarfar Krists Köllun kristins manns er að ávinna sem flesta og þjóna náunga sínum í kærleika. „Verið með sama liugarfari sem Jesús Kristur var. Hann var í Guðs mynd. En hannfór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. “ (Fil. 2.5-8) Kristur lagði allt í sölurnar fyrir náungann. Hann sem var sonur Guðs tók á sig þjóns mynd, gjörðist þjónn allra, líka óvina sinna og leið dauða á krossi til þess að bjarga sem flestum. Hugarfar Krists eignast aðeins sá sem lifir í daglegu samfélagi við hann, lætur orð hans búa í hjarta sér og móta líf sitt og gjörðir. Sé lífinu lifað í nærveru Krists sprettur fram kærleikurog löngun til Guðs og vilji til að þjóna náunganum. Eins og náunginn líður neyð og þarfnast hjálpar okkar, eins höfum við liðið neyð fyrir Guði og þurft á náð hans og miskunn að halda. Guð hefur hjálpað okkur ókeypis fyrir Krist Jesú, eins ber okkur að hjálpa náunga okkar ókeypis. Náungi okkar er hver sá sem þarfá hjálp okkar og að- stoð að halda nœr ogfjær. Kristinn maður á að vera fús til að hjálpa og þjóna bæði með tíma sín- um og eignum.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.