Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 14
/ hópi vina. Það sem er efst í hugo þeirra hjóna er þakk- lœti til þess fólks, sem gaf sig ó tal við þau fyrsta dag- inn í kirkjunni, bauð þau vel- komin og hélt sambandi og vinóttu við þau allan tímann. stóðu fyrir áðurnefndum biblíules- hópi. Þau völdust síðar til starfa í öldungaráði (sóknarnefnd) kirkjunnar. Fólk í öldungaráði er valið af sóknarbörn- unum sjálfum og er tekið með formlegum hætti inn í hlutverkið, með blessun prestsins, frammi fyrir söfnuðinum. Starf í öldungaráð- inu er mikið ábyrgðarstarf, því hver hefur sitt verksvið; einn ber ábyrgð á að heimsækja sóknarbörn reglulega, annar að fylgjast með nýjum einstaklingum sem leggja leið sína í kirkjuna o.s.frv. I heild er söfnuðurinn mjög vakandi yfir sameiginlegri velferð. Sóknarbörnin eiga sér ólíkan bakgrunn, eru úr ýmsum stéttum hins breska þjóðfélags. Þetta er lifandi irúað fólk. Margir á aldrinum milli þrítugs og fimmtugs áttu sitt afturhvarf fyrir tilstilli samkomuherferða Billy Graham, og hafði fundið sér samastað í þessari kirkju. Þegar kom fram á sumar efndi kirkjan til námskeiðahalds fyrir börn og foreldrum þeirra var einnig boðin þátttaka. Námskeiðið hafði verið vandlega undirbúið mörgum mán- uðum fyrr, einkanlega f bæn. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, fjölmargir tóku þátt í námskeiðinu og margir foreldrar koma nú reglulega til kirkju, sem ekki höfðu gert það áður. Segja má, að tími vakningar og endur- nýjunar gangi yfir þessa kirkju(deild), sem er einskonar angi út úr skosku kirkjunni. I nokkru er hún þó frábrugðin þeirri ís- lensku. Það sýndi sig reyndar ekki fyrr en 14 BJAPAAI langt var liðið á dvöl íslendinganna í West Kirby. Þá kom í ljós, að innan þessarar kirkju tíðkast að fullorðnir hljóta niðurdýfingarskírn. Var við þetta tækifæri tekin í notkun laug til þessa. Það að viðhafa niðurdýfingarskírn virð- ist alls ekki vera neitt áhersluatriði í söfnuðin- um, heldur er verið að koma til móts við óskir og þarfir þessa fólks sem er sprottið úr æði misjöfnum farvegi, oftar án nokkurs kristilegs bakgrunns - fólks sem jafnvel aldrei tók barnaskírn. Ferming sóknarbarna ber ekki yfir sér sama hátíðarblæ og þekkist hérlendis, þó er síður en svo dregið úr mikilvægi þessarar skírnarstað- festingar. Mesti munurinn er sá, að hið óhóf- lega gjafatilstand þekkist ekki. Páskadagsmorgunn er í hugum Sigríðar og Leifs sá stærsti og mesti í kirkjuárinu. Þá var steininum velt frá gröf Jesú, gröf hans sem er hornsteinn kirkjunnar, hornsteinn alls okkar starfs. Leiðin inn í guðsríkið hafði verið opn- uð. Hið ytra form helgihaldsins á páskadags- morgun í United Reformed Church olli þeim dálitlum vonbrigðum. Lítið var gert til að minnast dagsins sérstaklega. Börnin fóru til barnastundar eins og aðra sunnudaga, sömu sálmarnir voru sungnir og tíðkast alla jafna, og samskot voru tekin eins og venjulega. Ræða prestsins byggðist engu að síður á þess- um mesta hornsteini kirkjunnar. Eftir athöfnina hafði kona á orði, að þessi messa hefði verið betri en árið á undan, og ef- laust yrði hún enn markvissari að ári. Safnað- arlífið er því í stöðugri mótun, og ef til vill ná „íslenskir straumar“ að styrkja innviðina í ná- inni framtíð, eftir veru Leifs og Sigríðar í West Kirby. En náðarstraumar leika um kirkjusóknina og víst er að kærleikur og sam- kennd einkenna allt safnaðarlífið. Það sem er efst í huga þeirra hjóna er þakklæti til þess fólks, sem gaf sig á tal við þau fyrsta daginn í kirkjunni, bauð þau velkomin og hélt sambandi og vináttu við þau allan tímann, bauð fram tíma sinn, hjálpar- hönd, húsbúnað og jafnvel bíla til láns, ekki til að sýnast af yfirborðsmennsku, heldur af innstu rótum kærleika til meðbróður. Og börnin eignuðust góða vini og félaga, bæði í skóla og innan kirkjustarfsins. Eftir heimkomuna í byrjun september berast bréf til þeirra allra, með innilegum kveðjum og góðvild í þeirra garð. Þau Leifur og Sigríður vilja með þessari upprifjun á einstæðum tíma í Englandi minna okkur, lesendur Bjarma, á hversu mikilvægt það er í kristilegu starfi að taka þannig við hverjum og einum nýjum kirkju- og sam- komugesti, að hann finni fyrir sambærilegri umhyggju og þau urðu aðnjótandi í West Kirby. GHI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.