Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 18
Elsa Jacobsen. Gajda var ffró Key Affer við landamœri Súd- ons. Hún hafði komið hingað fyrst vegna þess að bróðir hennar varð ffyrir voðaskoti og var lagður inn ó sjúkra- húsið. 18 BJAPMI Svipmynd fró Arba Minch, Eþíópíu Kom yfir 09 hjolpo oss! Gajda var komin aftur. Ég hafði ekki séð hana í fimm ár. Hún hafði starfað á sjúkrahúsi kristniboðsstöðvarinnar um tveggja ára skeið. Einn daginn kom hún ekki til vinnu. Hún hafði farið á brott án þess að kveðja. Seinna fréttum við að hún væri með barni. Ég hafði veitt því athygli um tíma að hún hafði verið döpur í bragði. Þegar ég spurði hvað amaði að henni vildi hún ekki svara mér. Gajda var frá Key Afer við landamæri Súd- ans. Hún hafði komið hingað fyrst vegna þess að bróðir hennar varð fyrir voðaskoti og var lagður inn á sjúkrahúsið. Kúlan hafði farið gegnum magann og vinstri mjöðmina. Þegar við sáum hann bjóst enginn við að hann lifði af. Hann lá lengi á sjúkrahúsinu og var skorinn upp mörgum sinnum. Hann komst á fætur, haltraði svolítið og fór að ganga í skóla. í frítímanum hjálpaði hann til á sjúkrahúsinu og var túlkur sjúklinganna sem kunnu ekki ríTcismálið, amharísku. Guð vinnur kraftaverk með ýmsu móti. Móðir hans kom með honum. Hún var sér- stæð kona, greind og háttprúð þótt hún hefði aldrei gengið í skóla. Tólf börn hafði hún alið en sex þeirra dóu ung. Eike var eini sonurinn sem hún átti eftir. Þegar hún var hér sat hún dag og nótt við rúm hans. Svo fóru systurnar Gajda og Galtí að koma til þess að vera hjá bróðurnum. Móðir þeirra fór og kom með jöfnu millibili. Systurnar fengu vinnu á sjúkrahúsinu. Öll heyrðu þau fagnaðarerindið, gengu á námskeið í kristnum fræðum og voru skírð. Nú var Gajda semsé komin aftur. Það urðu fagnaðarfundir. Við ræddum mikið saman. Og nú gef ég henni orðið: - Ástæðan til þess að ég varð að fara um árið var sú að ég hafði fallið í synd, einu sinni þegar ég var heima hjá móður minni. Ég varð þunguð og var afskaplega óhamingjusöm. Ég hugsaði mikið en talaði ekki um þetta við nokkurn mann. Mér var nauðugur einn kostur að fara heim til fólksins míns enda þótt ég vissi vel hvað biði mín þar. Faðir minn hafði selt mig þegar ég var stálpuð telpa. Ég átti að giftast manninum þegar ég yrði fullorðin. Ég vissi að maðurinn hafði byrjað að borga fyrir mig. Faðir minn hafði fengið tíu krúsir af hunangi og átti líka að fá geitur og kindur. Þegar væntanlegur brúðgumi er byrjaður að borga tilheyrir stúlk- an honum og hann getur tekið hana sér fyrir konu þegar honum þóknast. Samt má hún vera með öðrum karlmönnum svo lengi sem hann hefur ekki sótt hana. Komi barn undir verður að stytta því aldur, annað hvort í móðurlífi eða strax eftir fæðingu. Ég vissi því að þetta mundi gerast þegar ég kæmi aftur heim. Dag nokkurn var ég úti á akri með móður minni. Þá kom hópur ungra manna og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.