Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.11.1994, Blaðsíða 21
um við að láta af stolti og hroka og biðja Guð um að fyrirgefa okkur og fjarlægja það. Iðrun- in ryður andanum leið að hjarta okkar. Fyrir- gefning og kærleikur Jesú streymir til okkar. Þá myndast þetta sérstaka samband milli okk- ar og hans. Við getum fundið fyrir því hve heitt Jesús elskar okkur og hve sérstök og dýr- mæt við erum í augum hans. Við getum glaðst sem brúður er gleðst yfir kærleika brúð- gumans. Við erum heitbundin honum. í himn- inum verðum við svo eitt með honum. Engin synd mun þar skilja okkur að né ná að eyði- leggja það kærleikssamband sem við eigum við hann. Þegar við lifum á þennan hátt fær kærleikur Jesú að streyma frá okkur til annarra. Ávöxtur andans vex fram í lífi okkar því meir sem heilagur andi á í okkur. „Biðjið og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkom- inn“ (Jh. 16.24). Jesús er í þessum köflum guðspjallsins (14-16) að tala um brottför sína og komu andans. Fögnuður okkar verður full- kominn þegar Jesús verður það dýrmætasta sem við eigum, en ekki þegar við eignumst nýtt sófasett, nýjan bíl eða getum skellt okkur í utanlandsferð. Biðjum svo við öðlumst. Biðjum um að heilagur andi nái betri tökum á okkur, að hann fái meira og meira rými á kostnað syndarinnar og okkar synduga eðlis. Biðjum hann um að fylla okkur. Biðjum hann um að láta ávöxtinn vaxa fram. Verum viðbúin því að greiða kostnaðinn, svo að fögnuður okkar verði full- kominn. Sendið kveðjur Það er gleður vini op samherja á fjarlægum slóðum að fá kveðju að heiman. Islensku kristniboðarnir í Eþíópíu og Kenýu eru þakklátir fyrir kort eða bréf sem þeim berast frá kristniboðsvinum. Bjarmi vill hvetja lesendur til að minnast þessa. Nú nálgast jólin og því birtist hér póstfang kristniboð- anna í Afríku. Stundum eru bréf lengi á leiðinni. Því er hyggi- legt að skrifa sem fyrst svo að kveðjan komist til skila fyrir há- tíðina. Benedikt Jasonarson Margrét Hróbjartsdóttir Norwegian Lutheran Mission P. O. Box 5540 Addis Abeba Ethiopia, Africa Bjarni Gíslason Elísabet Jónsdóttir Norwegian Lutheran Mission P. O. Box 5540 Addis Abeba Ethiopia, Africa Guðlaugur Gíslason Birna G. Jónsdóttir EECMY Station Konso Arba Minch Ethiopia, Africa Guðlaugur Gunnarsson Valgerður Gísladóttir SWS/EECMY P. O. Box 67 Arba Minch Ethiopia, Africa Haraldur Ólafsson Norwegian Lutheran Mission Resort Place P. O. Box 43 Awasa Ethiopia, Africa Helgi Hróbjartsson EECMY Station P. O. Box 2 Neghelle, Borena Ethiopia, Africa Jóhannes Ólafsson Kari B0 Ólafsson Norwegian Lulheran Mission Resort Place P. O. Box 43 Awasa Ethiopia, Africa Karl J. Gíslason Ragnheiður Guðmundsdóttir NCA P. O. Box 81 Goba Ethiopia, Africa Kjartan Jónsson Valdís Magnúsdóttir Chepareria NLM P. O. Box 240 Kapenguria Kenya, Africa Kristín Bjarnadóttir Norwegian Community School P. O. Box 24991 Nairobi Kenya, Africa BJAPAAI 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.