Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 7
Ein af frumskyldum músiíma er aó vitja Mekku, helgasta staóar múslíma. kristinna voru og eru ritaðar á. Margt af því er Múhameð segir um kristinn og gyó- inglegan átrúnað er því rangt eða mis- skilningur, vilja bæöi kristnir menn og gyðingar halda fram. Því eru múslímar að sjálfsögðu ekki sammála. Fyrir múslímum hefur Kóraninn í raun svipaóa stöóu ogjesús hjá hinum kristnu. Hann er opinberun Guðs ájörðinni, hann er guðdómlegur, guódómleg hugsun og lögmál Guós sem birtist mönnum í rituðu orói. Það gefur því aó skilja að hann er óskeikull og allt sem hann segir er guð- dómlegt orð Guðs. Múhameð birti þetta guódómlega orð Guðs, sá síóasti í óslitinni röð spámanna allt frá Abraham, Móse og Jesú. Vissulega hafði Guð talað til mann- kyns í gegnum þá, en aðeins á takmarkaó- an hátt. En Múhameð sagóist vera hinsti spámaóurinn og að Kóraninn væri hin full- komna opinberun hins fullkomna vilja Guós. Ekkert myndi framar bætast vió. Engir fleiri spámenn myndu koma. Mú- hameö var innsigli spámannanna, „khatm al-anbiya“. Þanniggaf Múhameð í skyn að trú hans ætti sér í raun fornar rætur, þó vissulega megi halda því fram að hann hafi fyrst og fremst misskilió og mistúlkaó margt af því er hann heyrði um kenningu gyðinga og kristinna manna. Alla vega ef Kóraninn er borinn saman við Biblíuna. En Múhameð kenndi að hans kenning væri fullkomnun alls þess er á undan hafði komið. Biblían væri því í raun byggð á mis- skilningi en ekki Kóraninn. Trúarskyldur Islam, nafn þeirra trúarbragöa er Mú- hameð grundvallaði, þýðir „undirgefni“, undirgefni undir vilja Guðs eins og fyrr segir. Múslími heitir sá sem er undirgef- inn undir vald Allah. Það er frumskylda múslíma að biója fimm sinnum á dag í átt til hins helga Ka'bah steins í Mekku. Fyrst vildi Mú- hameð að fylgendur hans sneru sér til Jer- úsalem í bæn, en breytti því til aó undir- strika sjálfstæði átrúnaðarins gagnvart kristnum og gyðingum. Sérhver múslími á að fasta í hinum helga mánuði ramadan frá sólarupprás til sólseturs. Og hann á aö reyna að kom- ast til Mekku í pílagrímsferð alla vega einu sinni á ævinni. Fyrst bauð Mú- hammeð reyndar fylgjendum sínum að fasta að hætti gyðinga, en hætti því eftir að sló í brýnu milli þeirra og hans er gyð- ingar stríddu honum á því að hann þekkti ekki kenningu þeirra nægilegavel. Múslími á aó gefa sig heils hugar að trúnni og hafa yfir trúarjátninguna opin- berlega í votta viðurvist: „Enginn guö er til nema Guó og Múhammeð er spámaður hans.“ Allir áttu að gefa ölmusu, „zakat“, og með ölmusunni átti þjóðfélagið að ala önn fyrir fátækum. Þessar fimm skyldur eru kallaðar „súlur islams“, þ.e. fastan, píl- grímsferðin, játningin, ölmusan og bænin. Maóurinn, bæði karl og kona, standa andspænis Guði sem þjónar hans í heim- inum. Guð skapaði fyrsta manninn, Adam, úr leir og blés honum lífsandann. Guð sagói manninum nafn allra hluta. Maðurinn er þannig ekki skapaður í Guós mynd eins og kristin trú kennir, og maðurinn er ekki samverkamaður Guðs sem í Biblíunni. I sköpunarsögu Biblíun- ar lætur Guð manninn gefa öllum dýrum nafn, en sá sem gaf nafn hafði vald yfir því er hann nefndi. Samkvæmt Kóranin- um er það Guð sem nefnir og hefur vald- ið. Maðurinn er í réttu sambandi vió Guð sinn þegar hann verkar sem þræll Guðs í heiminum, „abd Allah”. Að vera sannur maður er að vera sannur þræll Guós. Samkvæmt Kóraninum og islamskri hefó líta múslímar þannig á aó karl og kona eigi að uppfylla hvort annaó í sam- félaginu. Þeim er þannig ætlað hvort sitt hlutverk og þau eiga ekki aó vera í sam- keppni um sömu þjóðfélagsstöðu og ábyrgð. Hlutverk konunnar er að varð- veita og annast fjölskylduna og heimilið, ala upp börnin og búa þeim góðan stað heima. Karlmaðurinn á aftur á móti að vinna úti og uppfylla efnahagslegar þarfir fjölskyldunnar. Hann á aó „skaffa“, svo notuð sé góð íslensk líking. Kynlífió er heilagt þó að hjónavígsla sé ekki heilagt sakramenti. Fjölkvæni er leyfilegt undir vissum kringumstæðum ef allir aðilar eru sammála og ef komið er fram af fullum rétti gagnart öllum konunum sem hlut eiga að máli. Allt kynlíf, sem ekki fellur að hinu hefóbundna hlutverki fjölskyldunnar og karls og konu, er bannað. Því fylgja strangar refsingar að brjóta þau bönn. Hórdómur (framhjáhald), kynvilla (sam- kynhneigó) og allt lauslæti er dauðasök. Aherslan á mismunandi hlutverk kynj- anna er undirstrikuð með aógreiningu þeirra á opinberum vettvangi og meó því aö konur bera blæju. Islam krefst þess að konur séu hógværlega klæddar og að þær hylji „skartgripi" sína öórum en eigin- manni sínum. Skartgripir kvenna eru lík- ami þeirra og hár, samkvæmt hefðinni. Þórhallur Heimisson er prestur í Hafnarfjardarkirkju. Sérhver múslími á ad fasta í hinum helga mánuói ramaáan frá sólarupprás til solseturs Og hann á að reyna að komast til Mekku í puagrímsferö alía vega einu sinni á cevinni. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.