Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 26
Hvaó er spádómsgáfa ? Guðlaugur Gunnarsson Spádómsgáfa eða spádómsoró er sér- stakur hæfileiki sem Guð gefur þar sem heilagur andi opinberar einhvern boóskap sem hann vill koma til skila við tiltekinn söfnuó eða hóp trúaðra eða ein- stakling á ákveðnum stað og tíma. Boð- skapurinn á við aóstæður þeirra sem hann er ætlaður, en á ekki endilega vió um aðra eða getur verið þeim óskiljanleg- ur. Þetta er því ekki eins og spádómar Biblíunnar sem eiga erindi við alla kristna menn alstaðar á öllum tímum. Spádómsgáfa getur ýmist verið föst þjónustu þar sem trúaður einstaklingur fær aftur og aftur spámannlegan boð- skap og ber hann fram í söfnuðinum, eða um getur verið aó ræða einstök tilvik þar sem andinn opinberast í spádómsorói. Spádómsgáfan getur einnig birst í predikun, er Guó gefur sérstakan boó- skap inn í ákveónar aðstæóur safnaóar- ins. Af og til koma spádómsorð samtím- is tungutali og útlagningu. Oft er útlagn- ing tungutals spámannlegur boðskapur. Guð getur opinberaó spádómsorð hverjum þeim trúuðum manni sem lifir í réttu sambandi við hann og er opinn fyr- ir því (1. Kor. 14,31). Kristnir menn eru hvattir til að sækjast eftir þessari náóar- gjöf vegna þess að hún verður söfnuðin- um til uppbyggingar, áminningar og huggunar (1. Kor. 14,1, 3 og 39) og ger- irjesú dýrlegan (Op. 19,10c). Spádóms- gáfan er ekki neikvæð eða rífur niður eins og spámenn Gamla testamentisins þurftu stundum að gera (Jer. 1,10). Hvernig er spádómsgáfa notuð? Sá er sækist eftir spádómsgáfunni og ber fram spádóm hefur þörf fýrir mikla auó- mýkt. Spádóm þarf ávallt aó bera fram af kærleika (1. Kor. 14,1). Spádómsorð getur komið til einhvers meðan hann íhugar ritninguna eða er á bæn, eða sem sýn, draumur, innblásin hugsun eða „innri rödd“, stundum á svipaóan hátt og útlegging tungna, fáein orð í byrjun sem bætist við um leió og farið er að segja þau, eða sem heil hugsun. Biðjum Guð um að gefa samfélaginu sem við erum í þessa gjöf. Verum opin og fús aó taka við gjöfinni sjálf. Sumir finna smurningu andans til að flytja spádóm sem líkamleg einkenni, oft kring um munn- inn, t.d. þurrk, náladofa eða eins og ofur- litla bólgutilfinningu. Sá sem hlýtur þessa gjöf lærir að þekkja hvernig Guð knýr hann til aó flytja boðskapinn. Oft viróist spá- dómur koma fram vió bæn (Post. 13,2) eða sameiginlega tilbeiðslu safnaðarins (aódáun á Guói), 1. Kor. 13,23. Ef Guð opinberar okkur spádómsorð eigum vió aó vera óhrædd aó bera þau fram. Sá sem flytur spádóm hefur fulla stjórn á sjálfum sér (1. Kor. 14,32). Spádóm má bera fram meó einu eða fleiri tjáning- arformum, t.d. tala upphátt eða lágum rómi, í beinni ræðu eða nánast eins og í Ijóði, í söng eða með látbragði. Sá sem flytur spádóm forðast að nota gífuryrói eóa háreysti. Hann varast mikla tilfinn- ingasemi og talar ekki meó annarlegri röddu. Þó ber ekki aó vantreysta slíkum flutningi sem hreinlega getur stafað af því aó viókomandi er taugaóstyrkur. Gott er að byrja að nota náóargjafir í minni hópi þartil menn hafa öðlast meiri reynslu. Á samkomu er sjálfsagt að hafa samráð við stjórnandann um hvenær henti aó koma boðskapnum að. Sam- komustjóri eða prestur sem leiðir guðs- þjónustu kynnir þá að hér sé um spádóm að ræóa. Stundum byrjar sá sem flytur spádóm á að segja: „Svo segir Drottinn ...,“ en oft er líka gott að nota óform- legra orðalag eins og: „Mér finnst heilag- ur andi segja okkur/þér ....” Oróalag spá- dóms er stundum eins og úr Biblíunni eóa jafnvel aó hluta bein tilvitnun í hana. Hvaó ber aó varast? Spádóm þarf ekki nauðsynlega að flytja samstundis, það getur beóið hentugs tíma. Hægt er að skrifa hann niður og lesa upp. Stundum er beðið um frekari staðfestingu frá Drottni ef hann er óljós. Vörumst þó aó óhlýðnast og þegja. Stundum er spádómurinn mjög stuttur (sbr. Haggaí 1,13) og þá ber að gæta þess að bæta engu við „frá eigin brjósti“. Spámaóur tekur við boðskap frá anda Guós, en andi hans sjálfs og eigin hugs- anir geta litað og smitað þaó sem hann kemur fram með, oft óafvitandi en stundum af óskhyggju. „Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í mol- um“ (1. Kor 13.9). Rétt er ávallt að prófa spádómsorð, athuga hvort þau séu í samræmi við boðskap Biblíunnar og það sem Guð hefur verið að gera. Yfirleitt gera flestir vióstaddir sér grein fyrir hvort spádómurerfrá Guði eða af mannlegum hvötum. Ekki ætti aó leyfa þeim að flytja spádóm sem ekki er fús til að láta prófa hann. Biðjum Guð að gefa söfnuóinum líka náðargjöfina að greina anda. Höfum í huga aó Jesús varaði við falsspámönn- um. Þau fáu skipti sem spádómur segir fýrir um framtíðina þarf á svipaðan hátt að fara með mikilli gætni þegar hann er fluttur (sjá 5. Mós. 18,20-22). Við meg- um ekki ofmeta þessagjöfné heldurvan- meta eóa fýrirlíta hana (1. Þess. 5,10). Guðlaugur Gunnarsson er guðfrceðingur og kerfisfrceðingur. 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.