Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 29
 hegðun sinni. Reynslan sýnirað siðblind- ingi breytist ekki. Meðferð skilar ekki ár- angri. Oft verða einkennin verri meó ár- unum. Stundum koma þau ekki fram fýrr en á miðjum aldri. Menn hafa velt fyrir sér hver sé orsök siðblindu. Sumir hallast að því að um sé að ræóa truflun á heilastarfsemi. Fleiri álíta þó að uppeldið skipti meginmáli. Sérhvert barn þarf að vita hverjum það tilheyrir, hver elskar það og hver setur því mörk. Vanti eitthvaó af þessu er hætta á að persónuleikinn þroskist ekki eðlilega. Upplausn fjölskyldunnar, kærleiksleysi og agaskortur nútímans eykur hættuna á sióblindu. Fjölmiólar, einkum sjónvarp, veita sióblindingjum tækifæri til að koma sjálfum sér á framfæri og þeir verða auó- veldlega fyrirmyndir ungs fólks. Það bæt- ir ekki úr skák. Sióblinda í kristnu samfélagi Það kann aó virðast óhugsandi að sió- blinda geti haft áhrif á kristna söfnuði og kristileg félög. Hugsunarhátturinn þar er gerólíkur heimi sióblindingjans. Allir eru góóir, þolinmóðir og hlýðnir. En þetta er einmitt það sem gefur sióblindingja laus- an tauminn. Ef einhver fer að hegða sér annarlega er hætta á aö enginn bregðist við, menn vilja ekki ætla náunganum neitt illt, eru tilbúnir að þjást og draga ekki vald leiðtoga í efa. Kristið samfélag laðar aó sér þá sem eru óöruggir með sjálfa sig og vilja gjarna láta segja sér fyr- ir verkum. Þaó opnar leið þeim sem nær- ast á athygli og undirgefni annarra. Það er hverjum söfnuói nauðsynlegt að varðveita rétta kenningu og hegða sér í samræmi við hana. Siðblindum leiótoga getur reynst auóvelt að boða rétta kenn- ingu en sá sem hefur ekki leyft kenning- unni að móta líf sitt getur ekki leitt og stutt söfnuðinn í kristilegu líferni. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur siðblindur leiðtogi ekki áhuga á að uppbyggja söfn- uðinn heldur að koma sjálfum sér á framfæri. Hann boðar ekki lögmál og fagnaðarerindi á réttan hátt heldur lög- málsþrælkun og tilfinningavingl. Hann aðskilur orð Guðs og anda og setur and- ann skör ofar. Þar er þó ekki um að ræða anda Guós heldur illa skilgreindan anda sem virðist eiga upphaf sitt hjá prédikar- anum. Þannig kemur hann eigin áhrifum °g skoðunum á framfæri undir yfirskini guóhræóslunnar. Heilbrigóur og þrosk- aóur söfnuður hleypir sióblindingja ekki í valdaaóstöðu. Reynsla kynslóðanna gegnir þar mikilvægu hlutverki. Það tekur tíma fýrir söfnuði að þroskast. Þess vegna er nýjum og reynslulitlum trúar- hreyfingum hættast við að veróa sió- blindingja að bráð. Hvað á sá sem lendir í klóm siðblind- ingja að gera? Raimo Mákelá gefur nokkur ráð í bók sinni: • Attaðu þig á því aó viðkomandi er sið- blindur. Þaó er ekki alltaf auóvelt í ná- vígi. • Aflaóu þér frekari upplýsinga, til dæm- is með því að lesa bækur. ■ Ræddu málið við einhvern sem hefur þekkingu á því. Þú þarft líka stuóning í þessum aóstæóum, sálgæslu eða meó- ferð. • Athugaðu hvort aðrir hafa lent í því sama og þú. Venjulega á sióblindingi sér mörg fórnarlömb. • Rannsakaðu sjálfa(n) þig. Er auðvelt að slá þér gullhamra? Hefurðu þörf fýrir aó dást að einhverjum? Hefurðu þörf fýrir að beygja þig undir aðra? Allt þetta ýtir undir að siðblindingi nái tök- um á þér. • Túlkaóu Biblíuna rétt. Hún gengur ekki út frá að þú sért undirgefin(n) sióblind- ingja í nafni kærleika og auðmýktar. • Láttu ekki óttann, sem hann reynir að koma að hjá þér, ná tökum á þér og láttu hann ekki vita aö þú sért hrædd(ur). • Láttu ekki þunglyndi og sektarkennd ná tökum á þér þó að hann ásaki þig og íþyngi þér. • Láttu hann vita af reiði þinni þó aó þér finnist það hvorki gott né „kristilegt". ■ Sýndu honum hörku ef þér er það unnt. Það er engum til góðs að þú lát- ir undan siðblindingja, hvorki þér, honum né öóru fólki. • Treystu honum ekki. Það sem þú trúir honum fýrir getur hann notað gegn þér. ■ Biddu ekki mikið fýrir honum og síst í einrúmi. Þetta kann að viróast kald- ranalegt en í þessu tilviki getur fýrir- bænin ýft upp sárin sem hann hefur veitt þér. Fáðu heldur einhvern sem er ósnortinn af honum til að biðja fýrir honum. Þú getur líka beóið með ein- hverjum sem þekkir málió til hlítar. • Skrifaðu strax hjá þér hvað hann segir og gerir. Það hjálpar þér að muna hvað gerðist í raun og veru og þannig áttu auðveldara meó aó leggja það að baki þér. Auk þess getur það haft þýóingu ef málió endar í réttarsal. • Stundum er best aó þegja. Það kemur í veg fýrir rifrildi sem engu skilar. • Talaðu ekki við hann undir fjögur augu. Talaóu helst ekki vió hann í síma og skrifaóu honum ekki bréf. Allt sem kemur frá þér getur hann rangfært og notað sértil framdráttar. • Ekki hitta hann til að ræða málin eða gera upp. Það skilar sjaldnast nokkru en þú verður þreytt(ur) og uppgefin(n) og flækist þar aó auki enn fastar í netið. • Reyndu ekki að koma til móts við þrá hans eftir völdum og virðingu. Hann veróur ekki ánægður. Hann fær aldrei nóg. ■ Reyndu ekki aó breyta honum. Guó getur gert kraftaverk en þú skalt ekki gera ráó fýrir að svo verði. Þá verðuróu sennilega fýrir miklum vonbrigðum því að fæstir breytast. • Ekki taka við „fýrirgefningu" hans vegna alls þess illa sem hann segir að þú hafir gert en þú hefur í raun aldrei gert. • Ef þú getur ekki staðið gegn honum þá skaltu flýja. • Foróaðu öðrum frá honum ef þú getur. ■ Ef hjónaband þitt vió hann (hana) ger- ir líf þitt og barna þinna að helvíti á jörðu þá skaltu skilja. ■ Láttu ekki hatur ná valdi á lífi þínu. Reyndu ekki að hefna þín. Reyndu að fýrirgefa honum, það hjálpar þér aó verða frjáls. Láttu Guð um hefndina (Róm 12:19). Getur siðblindingi verið endurfæddur, kristinn maóur? Þeirri spurningu getur í raun Guð einn svarað. Það er ekki okkar mannanna að dæma hjörtun. Sá sem gerir það setur sjálfan sig í Guðs stað og hegóar sér þannig eins og siðblindingi. Hitt vitum við að það er aðeins ein leið til Guðs, Jesús Kristur. „Efvér segjum: ’Vér höfum ekki synd/ þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fýrirgefur oss synd- irnar og hreinsar oss af öllu ranglæti" (I. Jóh. 1:8-9). Þessa leió verður siðblinding- inn að fara eins og aðrir. I vissum skilningi erum við öll siðblind frammi fýrir Guði. Við erum upptekin af sjálfum okkur, ófús aó viðurkenna ábyrgð okkar og sekt. Það er í sannleika kraftaverk að vió skulum fá að kallast Guðs börn. Þaö breytir því þó ekki aó sumir eru sióblindir í öórum skilningi og valda samborgurum sínum ómældum þjáningum. Það verður aó taka alvarlega, ekki síst í kristnu samfélagi. Haraldur Jóhanrtsson er lceknir. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.