Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.05.2002, Blaðsíða 15
Hvað er það besta sem kristniboðsstarfið hefur fcert Konsómönnum? Ætli það sé ekki stórkostlegast að máttur Satans yfir lífi fólks er brotinn á bak aftur. Fólk hefur stigið yfir frá myrkrinu til Ijóss- ins. Fólk hefur heyrt fagnaðarerindið um Jesú og það hefur breytt lífi þess. Þetta er hinn andlegi ávöxtur sem skiptir mestu. En margt annað hefur oróió okkur til blessunar. Skóli kristniboðsins hefur gegnt lykilhlutverki í þróun héraðsins. Aður fyrr gátu utanaðkomandi héraðs- stjórar notað aðstöðu sína og kúgað fólkið. Þeir voru heldur ekki hrifnir af skólastarfinu og vöruðu fólkvið því. En í dag eru flestir starfsmenn ríkisins í Kon- sóhéraói menntaðir á kristniboðsskólan- um og þessari kúgun er lokið. Nú er betur hugað að tungumálinu okkar. Vió fáum Nýja testamentið á kon- sómáli alveg á næstunni. Vegna þess eig- um við núna okkar eigið ritmál. Heilsu- gæsla kristniboósins og kirkjunnar í Kon- só hefur breytt miklu fýrir okkur. An þess væri þjóóflokkurinn mun fámennari en hann er í dag. Unga fólkió vekur vonir Horfr þú björtum augum til framtíðarinnar? Eg get nú ekki sagt að auóvelt sé að vera bjartsýnn. Loftslagið í Konsó viróist hafa breyst á síóustu áratugum og úrkoma minnkaó. Þar með er uppskeran minni en fólkinu hefur fjölgað. Önnur tækifæri til atvinnu eru fá. Kirkjan og yfirvöld eru aó leita leiða til að leysa þennan vanda, en þaó getur verið erfitt og tekið langan tíma. Margt menntað fólk kýs aó flytja annað þar sem það getur unnið launaða vinnu og snýr ekki heim til að sinna ökrunum og skepnunum. En hvað með kirkjuna? A hún bjarta framtíð fyrir sér? Þessir erfióleikar hafa áhrif á starf kirkj- unnar, og ef fólk flyst þarf kirkjan að fýlgja á eftir þeim, flytja meó þeim. Við höfum margt aó gleójast yfir, t.d. áhuga og einlægni unga fólksins og eftirvænt- ingu þess eftir aó fá Nýja testamentið á konsómáli. En við þurfum líka aó glíma vió spennu og deilur. A tíma kommúnismans voru margir af forsvarsmönnum kirkjunnar fangelsaðir og sumir teknir af lífi. Kirkjunni var gert mjög erfitt fyrir. Þá ríkti kærleikur og eining. En nú virðist sem gamla fólkió skilji ekki unga fólkió og öfugt. Ungir menn hljóta guðfræóimenntun en þeim er ekki hleypt að f starfi kirkjunnar. Sumir hafa flust til Evrópu og Ameríku. Við erum fátæk og höfum ekki bolmagn til að launa marga starfsmenn. Mennt- að fólk vill laun, líka þeir sem menntaó- ir eru til starfa innan kirkjunnar. Þá er starf í einhverjum bænum meira spenn- andi en að vera heima. Sums staðar snúast deilurnar um völd. Fólk sem er upptekið í deilum tapar hugsjóninni og gleymir jafnvel að meginhlutverk kirkj- unnar er aó boóa fagnaðarerindið og benda ájesú. Þrátt fyrir deilurnar finnst mér margt mjög jákvætt að gerast, einkum meðal unga fólksins. Það er bjartsýnt og fullt eftirvæntingar sem er stórkostlegt þegar menn hafa í huga vonleysi fátæktarinnar sem blasir við. Viitu eitthvað segja að lokum við okkur Islend- inga sem höfúm staðið að baki starfnu í Konsó í tœþa háifa öld? Fyrst og fremst vil ég tjá þakklæti fyrir aó við fengum að kynnast Jesú Kristi, kær- leika hans og mætti. Þaó er sárt að kristniboóarnir og fjárstuðningurinn flyst til nýrra svæða, margt er ógert í Konsó. Við þurfum enn stuðning ykkar. Bæði fyr- irbæn og ráðgjöf. Við þurfum að setjast niður saman og reyna að finna lausn í sameiningu á vandamálum okkar. Við þurfum hjálp til aó horfa á aóalatrióin og það sem skiptir mestu. Vió þurfum að ræóa saman um hvernig kærleikur Guós getur náó tökum á okkur á nýjan hátt. Er þá enn þá þörffýrir kristniboð í Eþíóþíu? Já, við þurfum bæði stuðning ykkar áframhaldandi í Konsó — og svo eru enn þjóóflokkar sem eru á sama stigi og við vorum í Konsó fýrir 50 árum. Við þurfum að fara þangað í sameiningu og boóa þeim trúna, flytja þeim frelsi, mátt og kærleika Guðs íjesú Kristi. Ragnar Cunnarsson er starfsmaður SIK. Það er sárt að kristniboðarnir og fjárstuðning- urinn flyst til nýrra svceða, margt er ógert í Konsó. Við þurfum enn stuðningykkar. Bceði fyrirbcen og ráðgjöf. Við þurfum að setjast nið- ur saman og reyna að finna lausn í sameiningu á vandamáfum okkar. 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.