Heima er bezt - 01.06.1951, Side 4

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 4
100 Heima er bezt Nr. 4 burðir morgunsins höfðu gjört mig hálf ringlaða og ég var eirð- arlaus og titrandi. Nú grreip gráturinn mig. En hann sagði við mig: Vertu óhrædd, mamma, við sálgum þessum Þjóðverjum á nokkrum dögum og svo er þetta búið. — En hvorki honum eða mér eða nokkrum mun hafa dottið það í hug þennan morgun, að nú væri að hefjast 5 ára lát- laus barátta." Eitthvað á þessa leið mælti Jónína. Eftir 16 daga fékk hún þær fréttir, að sonur hennar væri á lífi og héldi vörð við brú, sem ætti að sprengja. Tæpum hálfum þriðja mánuði síðar kom sú fregn, að hann væri kominn til Mora í Svíþjóð. Það hafði gengið vel að sprengja brúna, en síðan hafði hann ásamt nokkrum öðr- um Norðmönnum flúið und- an Þjóðverjum og komizt inn fyrir landamæri Svíþjóðar, án þess að gjöra sér grein fyr- ir því. Svíar tóku þá til fanga og sendu þá síðar Þjóð- verjum í Noregi. Þetta var sem sé í stríðsbyrjun. Þjóðverjar létu þá lausa eftir að hafa tekið af þeim strengileg loforð um að taka engan þátt í ófriðnum eða blanda sér á nokkurn hátt í þau málefni, sem viðkomu Þjóð- verjum og Norðmönnum, sem sagt vera algjörlega hlutlausir. Yngri sonur hennar var of ung- ur til þess að vera tekinn í her- þjónustu, en hann tók hins veg- ar drjúgan þátt í þeirri baráttu Norðmanna, sem háð var leyni- lega. Þau loforð, sem Björn, son- ur Jónínu, hafði gefið Þjóðverj- um um hlutleysi, voru ekki lengi haldin. Hann mat meira þær skyldur, sem hann áleit að hann hefði gagnvðart föðurlandinu, þótt stefnt væri þá út í tvísýnu um leikslok. Ég sagði við frú Jónínu Sæ- borg: „Hvernig var sálarástand þitt meðan öllu þessu fór fram?“ „Það var hræðilegt að byrja með,“ sagði hún. „Þessi lamandi óvissa ætlaði alveg að gjöra út af við mig og biðin eftir að fá fréttir af syni mínum, að vita langan tíma ekkert, hvort hann væri lífs eða liðinn. Ég eirði hvergi, hrökk við, hve lítið hljóð sem ég heyrði, titraði og missti það, sem ég hafði í höndunum, ef dyrabj öllunni var hringt,misti matarlyst, gat ekki sofið. Sem sagt ægilegt ástand. En svo eftir nokkra mánuði kom breytingin.“ „Hvað var það, sem olli þeirri breytingu?“ spurði eg. „Það, að ég fór að starfa sjálf,“ sagði hún, „þá fór ég að verða róleg.“ — Ein af þeim að- ferðum, sem Norðmenn notuðu til þess að ná norskum föngum úr klóm Þjóðverja var sú að senda föngunum inn í fangels- in eitthvað, sem þeir gætu étið og orðið skyndilega fárveikir af. Þjóðverjar urðu þá að neyðast til þess að senda þá í sjúkrahús sín, en Norðmenn voru þá reiðu- búnir, skutu á hjólbarða bifreið- anna, réðust inn í þær, rændu föngunum þaðan og fluttu þá á einhvern leynilegan stað og síð- an í flestum tilfellum til Sví- þjóðar. Mikið snarræði þurfti oft við að hafa. Það varð hlut- verk Jónínu meðan á stríðinu stóð, að geyma þessa menn í húsinu hjá sér um lengri eða skemmri tíma. — Svo ég komi með nokkur dæmi af mörgum, þá var það í eitt skipti, að bifreið kom frá Svíþjóð, full af vörum, þar á meðal léttum vopnum, er Norðmenn höfðu fengið þaðan. Bíllinn var stöðvaður af tveim Þjóðverjum tveggja mínútna veg frá húsi þeirra Sæborg- hjónanna. Þjóðverjarnir höfðu vélbyssur og skutu á hjólbarð- ana, svo að bíllinn komst ekki áfram. Norðmennirnir skutu þessa tvo Þjóðverja þegar í stað og var öllum vörunum rótað á annan bíl, sem Norðmenn höfðu og allt flutt síðan til Jónínu. Hún var ein heima, tók á móti vörunum og þeim 12 mönnum, sem á flutningsbifreiðinni voru. Fáum mínútum eftir að búið var að koma vörunum fyrir, sendu Þjóðverjar 40 bifreiðar af stað til þess að leita að þessarri flutningsbifreið, bæði í Osló og nágrenni. Þið skuluð gjöra ykk- ur í hugarlund, hvernig ykkur hefði liðið í Jónínu sporum, að sjá bílana gegnum gluggann á fleygiferð hingað og þangað og geta búizt við því á hverju augnabliki, að dyrabjöllunni yrði hringt —- af Þjóðverjum. En Þjóðverjum hugkvæmdist ekki að leita hjá Jónínu, grun- uðu hana ekki. Einn af þeim 12 mönnum, sem á bílnum voru hafði særst og var af þeim á- stæðum lengi í húsinu hjá Jón- ínu, en hinir 11 fóru aftur eftir nokkra daga til Svíþjóðar. Þeg- ar sá síðasti fór, af þessum mönnum, sagði Even, maður Jónínu, við hana: „Nú hættum við!“ Hann sagði það hennar vegna, því að hann var sjálfur við sitt starf á daginn og ekki heima og fannst þetta vera of mikil eldraun fyrir Jónínu að standa í slíkri baráttu látlaust. En hún sagði: „Nei. Ég hætti ekki meðan stríðið stendur yfir og synir okkar eru með.“ Jón- ína sagði við mig, að þetta væri í eina skiptið öll þeirra hjú- skaparár, sem hún hafi sagt blákalt nei við því, sem hann hafði stungið upp á. — Á nótt- inni kom það oft fyrir, að dyra- bjöllunni var hringt, og í flest- um tilfellum voru það þá Norð- menn, sem voru á flótta og leit- uðu hælis hjá þeim Sæborg- hjónunum. Það var hlutverk Jónínu að fara þá ofan og svara hringingunum, og sagði hún við mig, að í þeim tilfellum hafi hún oft fundið fæturna titra undir sér, því hún gat alltaf búist við því, að nú hefðu Þjóð- verjar komizt á snoðir um starf- semi hennar og nú væru það þeir, sem stæðu fyrir utan dyrn- ar. „Hvað hefðir þú gjört undir slíkum kringumstæðum?“ spurði ég. „Gefið föngunum, sem hjá mér voru, merki,“ sagði Jónína. Einn af þeim Norðmönnum, sem voru leynilega hjá þeim Sæborg- hjónunum, stóð alltaf vörð að næturlagi, og ef Jónína gæfi merki, átti hann að vekja félaga sína og allir að þjóta siðan út um kjallaragluggann. Jónína átti að gefa þeim merki á þann hátt að reka upp hlátur, ef það voru Þjóðverjar, sem stæðu við dyrnar. Af þessum ástæðum var það hún, sem svaraði nætur- hringingunum, því henni lá hátt rómur, en manni hennar lágt, og Norðmennirnir gátu verið ör- uggir um það, að heyra þau merki, sem hún gæfi. „Hefðirðu virkilega treyst þér til þess að hlæja undir þessum kringum-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.