Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 5
Nr. 4 Heima er bezt 101 Sunnudaginn 22. apríl s. I. sigldi Jökulfell, hið nýja frystiskip Sambands ísl. samvinnufélaga, inn fagran, spegilsléttan Reyð- arfjörð, sem er heimahöfn þess. Mikill fólksfjöldi fagnaði þessu tigulega skipi, er það lagðist að aðalbryggju Kaupfélags Héraðs- búa við Bakkagerðiseyri. — Kaupstaðurinn var allur fánum skreyttur og hátiðahöld fóru fram með miklum glœsibrag. stæðum?“ spurði ég. „Já, ég treysti mér vel til þess,“ sagði Jónína. „Ég ætlaði að segja við Þjóðverjana: Ég held það sé nú ekki mjög amalegt að fá ykkur hingað inn i húsið að næturlagi, þótt öllum finnist þið svo hræði- legir. Og því næst ætlaði ég að reka upp hláturinn.“ — Þessi orð hennar áttu að vera sem ástæða fyrir hlátrinum, og til þess að dreifa grun Þjóðverja. — í eitt skipti var það, að Jónína geymdi þrjá Rússa í vikutíma. Norskur lögregluþjónn kom til hennar og spurði hana, hvort hún fengist til að taka þá, þeim hefði heppn- ast að flýja úr þýzkri fangabúð. Jónína svaraði þegar í stað: „Já, bara láta þá koma.“ Jónína sagði, að sér hafi líkað alveg prýðilega við þessa Rússa, þeir hafi verið alúðlegir í framkomu, hreinlegir og þakklátir fyrir allt, sem fyrir þá var gert. Þegar þeir komu í húsið til hennar voru þeir í fangafötum, en þau hjón- in fengu safnað handa þeim fatnaði, og gleði þeirra var mik- il, sagði hún, þegar þeir gátu skoðað sig í speglinum í þessum nýju fötum — þótt gömul væru. Eina nótt barst þeim hjónun- um mikil háreisti utan af göt- unni. Því næst heyrðu þau grát og börn hrópa: „Þið drepið pabba! Þið drepið pabba!“ Þau hjónin fóru ekki út, því þau máttu ekki blanda sér í neina slíka atburði. í sjálfu sér var það ekki nein nýjung að heyra slíka kveinstafi í Noregi á hernáms- árunum. En tildrög þessa at- burðar, sem átti sér stað fyrir utan hús þeirra hjónanna þessa nótt, voru þau, að Þjóðverjar höfðu krafizt þess af manni nokkrum, að hann segði til þess, hvar elzti sonur hans væri, en Þjóðverjar höfðu sterkan grun um, að hann væri einn þeirra mörgu Norðmanna, er hófu gegn þeim hina öflugu, en leynilegu sókn. „Ég veit það ekki. Hann er einhvers staðar uppi í sveit,“ hafði maðurinn sagt, faðir hans. „Það er lygi! Þú veizt það víst!“ sögðu Þjóðverjarnir. „Nei, það eruð þið, sem ljúgið,“ svaraði maðurinn. Þetta hvatskeytlega svar var nóg til þess, að Þjóð- verjar skutu hann fjórum skot- um í kviðinn og fóru síðan frá honum, þar sem hann lá í blóði sínu. Maðurinn dó skömmu síð- ar og stóð kona hans eftir blá- snauð með fjögur börn. Þjóð- verjar höfðu stranglega bannað, að slíkum fjölskyldum væri auð- sýnd nokkur hjálp og lá dauða- refsing við. En frú Jónína Sæ- borg fór sínu fram, án þess að hræðast nokkrar ögranir. Hún færði þessari konu þráfaldlega peninga, bæði frá sjálfri sér og öðrum, og einnig prjónaði hún sokka á börnin, sem voru mjög klæðlítil, og laumaði hún þessu til konunnar í körfunni sinni. Eins og gefur að skilj a, var þetta á engra vitorði, nema þeirra tveggja, konunnar og Jónínu. — Þegar Jónína fer í búðina að kaupa mjólk og aðrar nauðsynj- ar til heimilisins dag hvern, ber hún að jafnaði, og bar einnig þá, þennan varning sinn í lítilli körfu, sem hún hefur á hand- legg sér. Ef Þjóðverja hefði rennt grun í það á þessum ár- um, hvað oft og einatt lá á botni þessarar körfu, þegar frú Jón- ína gekk fram hjá þeim, þá er ábyggilegt, að sú karfa hefði verið tekin úr umferrð — og ekki síður ábyggilegt, að Jónína sjálf hefði verið tekin úr umferð. Einn þeirra mörgu Norð- manna, sem Jónína geymdi hjá sér, var einn nábúi hennar. Þjóðverjar sátu um líf þessa manns, og á heimili hans sjálfs héldu þeir vörð, til þess að koma honum á óvart og taka hann fastan, ef vera kynni, að hann kæmi heim til sín. Einn morgun sagði þessi maður við Jónínu: „Ja, nú er ég illa staddur, Jón- ina sæl, alveg búinn með tóbakið mitt. Sárast til þess að vita, að ég skuli eiga nóg tóbak heima hjá mér, en engin leið að geta nálgast það.“ „Ég næ í tóbakið fyrir þig,“ sagði Jónína. Maður- inn rak upp stór augu. „Þjóð- verjar halda vörð í húsinu,“ sagði hann. „Segðu mér bara hvar tóbakið er, og svo skaltu vera alveg áhyggjulaus,“ sagði Jónína. „Tóbakið liggur uppi á fataskápnum okkar heima,“ sagði maðurinn, „en ég ætla að biðja þig þess lengstra orða, Jón- ína, að stofna þér ekki í neina hættu fyrir þennan hégóma.“ „Vertu nú bara rólegur," sagði Jónína, og svo lagði hún af stað niður í mjólkurbúð með körfuna sína á handleggnum eins og venjulega. Hún staldraði litla stund í búðinni, þangað til konu

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.