Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 9
Nr. 4 Heima er bezt 105 SÖGN OG SAGA: Förupilturinn og biskupsdóttirin allur sé útrekinn. Ég hugsaði til vesalings útigangshrossanna, hey- og húslausu, þegar ég kom fyrir nokkrum dögum í nýtt og bjart hesthús, þar sem öll hross- in stóðu á básum og húsbóndinn gaf öllum hrossunum hvann- græna súgþurrkaða töðu. Enda öll hrossin gljáandi á hár, og sílspikuð, eins og Reykjavíkur- reiðhestar voru bezt aldir fyrir nokkrum árum. Og eftir þessu voru allar skepnur fóðraðar. Svona á þetta að vera, þá er ó- menguð ánægja að eiga skepn- urnar, annars ekki, En hvenær verður þetta um land allt? Hve- nær verður hætt að setja á guð og gaddinn? Vonandi sem allra fyrst úr þessu! í gær, 13. apríl, var einn af beztu leikfimikennurum hér á landi, og líklega víðar, Björn Jakobsson, leikfimikennari á Laugarvatni 65 ára. Björn er búinn að kenna hér á Laugar- vatni um eða yfir 20 ár. Nú er hann skólastjóri hér síðan í- þróttaskóli ríkisins var stofn- aður hér. Björn hefur alltaf lagt meiri áherzlu á það, að fólkið stundaði leikfimi til að þjálfa og fegra líkamann, reyna að stuðla að því, að fólk yrði hraustara, fagurlimaðra og færara til að lifa og starfa í landinu, en ekki lagt áherzlu á met á met ofan. — Annars eru þessi met og met- alíusótt og hégómi að fara út í algerar öfgar, og gera þjóðina brjálaða. Það er eins og öll hreysti, allur dugnaður manna til lands og sjávar sé að engu nýtur á móti því ef einhver strákur eða stelpa getur rekið snjáldrið, eða puttann einum þumiung lengra á sundi en sá næsti eða næstu og þar með sett „met“, eða strákur eða stelpa getur hoppað einum þumlung hærra eða hlaupið ein- um þumlung lengra en annar, bara að ná meti, meti, meti. Að ég nú ekki tali um ef einhver getur hent steinvölu einum þumlung lengra en aðrir, nú þá þyrfti nú helzt að láta smíða heilt herskip og alla stjórnina fara á því og fylgja þessari líka litlu hetju út um allan heim og sýna hvað mikill maður þetta sé, þótt önnur afrek þekkist ekki. En þótt einyrkja bóndi geri á- EITT SINN KOM fátækur förupiltur að Skálholti. Var það að áliðnu kvöldi og hitti hann bryta staðarins að máli og bið- ur hann um húsaskjól og ein- hvern matarbita sér til handa. Brytinn brást illa við og kvaðst ekki ausa matvælum staðarins í slíka umrenninga, og rak piltinn á brott. Heldur piltur þá austur að Laugarási. Á leiðinni þangað mætir hann manni nokkrum ókenndum. Heilsar sá dreng og spyr hvaðan hann komi. Drengur segir það og hvernig á ferð sinni standi að Laugarási. Maðurinn spyr dreng, hvort hann vildi ekki eignast biskupsdótturina fyrir konu. Drengur kvaðst mundu vilja gæta jörð úr óræktar koti á fá- um árum, eða sjómaður fleygi sér í sjóinn nærri ófæran vest- ur á Halamiðum og bjargi fé- laga sínum frá bráðum bana, slíkt er ekki nefnt nema þá með einni línu í einhverju dagblað- inu. En hvorir eru þarfari? Það er sízt hafandi á móti hóflegum íþróttum, ef þær gera fólkið sem þær stunda ekki að ónýtum uppskafningum eða skemmir heilsu þess, sem beztu leikfimikennarar og læknar eru farnir að halda fram, saman- ber grein í nýútkominni „Sam- tíðinni“, og margt væri ólíklegra en svo gæti verið, þegar allt byggist á eintómum metum, það er t. d. ekki ólíklegt, að kapp- gjarnir unglingar geri sitt ítr- asta til, og jafnvel meira en hollt er og kraftar leyfa, þegar sárlitlu munar í íþróttinni hver sem hún er, að hann verði met- hafi. Af öllu því mikla fé, sem nú er varið úr vasa þjóðarinnar til að mennta . íslenzkt æskufólk, verður að heimta vexti, krefjast duglegs og starfandi fólks, sem ekki er að sýnast, heldur að vera. Þá er fénu vel varið, ann- ars illa. það, en um slíkt þyrfti ekki að ræða, því að þess yrði aldrei neinn kostur fyrir sig. Hinn kvað slíkt vel mega verða og myndi hann sjá um, að hann fengi biskupsdótturinnar, ef hann vildi. Skyldi hann fá að búa með henni í 20 ár, ef hann lofaði eftir það að verða sinn maður. Á gamlárskvöld ná- kvæmlega 20 árum eftir brúð- kaup þeirra biskupsdóttur, skyldi hann standa undir gafli Skálholtskirkju og myndi hann þá koma og sækja hann þangað. Verður það úr, að drengur gengur að þessu. Síðan skilja þeir og heldur drengur heim að Laugarási. Þar er dreng sæmi- lega tekið og fær gistingu og beina. Nú gengur hann til hvílu, en þegar hann er nýsofnaður kemur maður frá Skálholti að sækja hann. Segist hann vera sendur af biskupi. Verður dreng- ur næsta óttasleginn og ætlar, að hann hafi gert eitthvað það fyrir sér, sem bakað hafi hon- um reiði biskups, en fer þó með sendimanni. Er hann kemur í Skálholt, er honum þegar fylgt til sængur, og þegar hann vakn- ar um morguninn, eru honum fengin ný föt að fara í. Síðan er hann leiddur fyrir biskup og er þá næsta kvíðinn og hræddur. En biskup heilsar dreng blíðlega og spyr hann, hvort hann vildi ekki ganga í skóla í vetur. Drengur hélt það, ef hann ætti þess kost. Biskup segir þá við hann, að nú skuli hann vera hér í Skálholti í vetur og ganga í skóla, Dg verður drengur bæði glaður og undrandi við þetta. Nú fer drengur í Skálholt og gengur þar í skóla um veturinn og svo tvo næstu vetur. Sækist honum námið svo vel, að hann er ávallt með þeim allra beztu í skólanum. Er hann í miklu áliti og kærleikum hjá biskupi. Fell- ur líka vel á með honum og bisk- upsdóttur, og á þriðja vetri fer það ekki leynt í Skálholti, að

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.