Heima er bezt - 01.06.1951, Page 10

Heima er bezt - 01.06.1951, Page 10
106 Heima er bezt Nr. 4 VÍSNAMÁL þau felli hugi saman og munu heitbundin sín á milli. Nú útskrifast drengur úr skól- anum með miklu lofi, og litlu seinna er haldið brúðkaup hans og biskupsdóttur. Síðan er hann settur prestur að Torfastöðum. Unir hann brátt vel hag sínum þar og verða samfarir hans og biskupsdóttur hinar beztu. Hafa þau nú búið þar senn í 20 ár við va*andi hagsæld og velgengni. Bregður þá svo við, að prestur fer að gerast áhyggj uf ullur mjög og finnur fólk, að háttsemi hans og skapferli er að nokkru brugðið frá því sem var. Loks tekur prestur sig til og fer á fund biskups, tengdaföður síns. Segir hann honum frá ferð sinni að Laugarási forðum og frá manninum, sem hann hafi mætt á leiðinni þangað og hvaða kaup hann hafi gert við hann. Þá segir biskup honum frá, að það hið sama kvöld, er hann var genginn til hvílu, dreymdi hann, að honum þótti til sín koma ljóssins engill. Segir hann, að það hafi ekki átt að reka dreng þann af staðnum, sem komið hafi þar um kvöldið, því að hann ætti að verða tengdasonur hans. Ætti því biskup að láta senda strax eftir honum og taka hann síðan að sér og láta hann ganga í skóla hjá sér. Síðan vaknar biskup og verður honum þá svo mikið um þessa draumvitran, að hann sendi þegar í stað mann austur að Laugarási eftir drengnum, eins og fyrr er sagt. Þykist nú biskup gerla sjá, hver sá hafi verið, sem drengur mætti á leið sinni að Laugarási, og kvaðst hann þó myndu geta hjálpað presti, ef hann í engu breytti út af því, sem hann leggði fyrir hann. „Far þú nú heim,“ segir hann við prest. „En á gamlárskvöld skaltu koma hingað í Skálholt, og þegar fólk er gengið til náða, skaltu ganga út í kirkju, klæðast fullum messuskrúða og standa þannig búinn fyrir altari. — Stendur þú þá undir kirkjugafli þótt inni sé. — Skaltu snúa þér fram og halda kaleiknum fullum báðum hönd- um fyrir brjósti þínu. Munu ýmsir koma til þín þar sem þú stendur og kveðja þig til fylgdar við sig. En þess skalt þú gæta, r- EFTIRFARANDI VÍSUR eru eftir Guð- laugu Guðnadóttur, Sólvangi á Akureyri. Guðlaug er 71 árs að aldri: Ekki er á öllu þrot, — ef að ljósin skína, glampa stundum geislabrot gegnum hugsun mína. Þessi vísa er um útvarpið: Útvarpið er alveg snilld, oft það hressir geðið, allir geta eftir vild ort í það og kveðið. Séra Bjarni lætur af embætti: Oðlingurinn er og var eins og leiðarstjarna, . ó, eg vildi eiga far til annars heims með Bjarna. I sólskini og sunnanvindi: Sólin hellir geislaglóð, gleður kellu ljóminn, þegar elli yfir fljóð er að fella dóminn. Kristinn Grímsson í Hafnarfirði hefur kveðið vísur þær, sem hér fara á eftir. Kristinn er 83 ára að aldri. Margur einn. er svifaseinn, — sannar lækjarniður, að aldrei neinn í auðn er einn, sem elskar guð og biður. Nú hafa árin mörgu mín hver sem kemur og biður þig að koma með sér, að fylgja engum, nema hann áður bergi þrisvar á kaleiknum hjá þér.“ Lofar prestur þessu, kveður biskup með þökkum og hverfur heim aftur að Torfastöðum og er nú öllu rórra. Líður svo fram og nú kemur gamlárskvöld. Fer prestur þá í Skálholt, og þegar á það er liðið, gengur prestur einn út í kirkju, klæðist fullum skrúða og stillir sér því næst fyr- ir altari og spennir báðum hönd- mildan vakið sefa, í andviðrunum sálarsýn svalað dásamlega. Eg er sæll og sáttur við syni og Evudætur. Drottinn öllu leggur lið og launar vegabætur. Gamlar vísur: Margir smíða Mönduls far mætum lýð til skemmtunar, ekki bíða þori eg þar, þangað skríð, sem Ottar var. Rögnis baldinn hauk eg hyl, hann er sjaldan mér í vil, vel fer aldrei það eg þyl, því má tjalda, sem er til. Heimskan nægjg hlýtur mér, hún ei dægilega fer. Allt vill lagið hafa hér, af hverju tagi sem það er. Himins undir hvelfing blá, hraðar stundum Iffsins frá, ártal fundið oss var hjá átján hundruð, sextán þá. Niðji djarfur Vindsvals var varla þarfur sums staðar, frá sólhvarfi foldin bar fönn til arfa svásuðar. Valt er hólið virðingar, valt er bólið hérvistar, valt er skjólið veraldar valt er hjólið lukkunnar. um fullan kaleikinn fyrir brjósti sér. Ekki hafði hann lengi beð- ið, er hann þekkir hvar kunn- ingi hans kemur, sá er hann átti kaupin við fyrir 20 árum. Geng- ur hann inn að altarinu til hans og kveðst nú vera kominn til að sækja hann og biður hann með sér að koma. Prestur kvaðst skyldu gera það, ef hann vildi áður bergja þrisvar á kaleikn- um. Ekki vill maðurinn það, og fer hann á brott við svo búið. Að skammri stundu liðinni kemur

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.