Heima er bezt - 01.06.1951, Side 11

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 11
Nr. 4 Heima er bezt 107 Frægur læknir og sálfræðingur rita um: Andleg sár og meðferð þeirra til hans kona, glæsilega búin og fögur álitum. Biður hún klerk aö fylgja sér og kvað mikið við liggja hjá sér. Hann segir sem fyrr, að hann skyldi fylgja henni þegar í stað, ef hún drykki hjá sér þrjá sopa af kaleiknum. Ekki vill hún það og fer við það frá honum. Þegar konan er fyrir nokkru farin, kemur til hans höfðing- legur maður. Leggur sá fast að honum að koma með sér. Prest- ur setur honum sömu skilyrði og hinum, en þeim vill hann ekki hlíta og hverfur á brott. Og enn kemur til hans kona með lítið barn trítlandi við hlið sér. Hún kvað honum þó í öllu falli óhætt að fylgja sér. Prestur kvaðst vissulega skyldu gera það, ef hún vildi áður súpa þrisvar á kal- eiknum. Til þess var konan ekki fáanleg, og fer hún einnig við svo búið. Líður nú enn stund. Þykist hann þá kenna, hvar sjálfur biskupinn kemur inn kirkj u- gólfið. Gengur biskup inn að altarinu til hans og segir, að í öllu faili muni honum þó óhætt að fylgja sér. Klerkur kvað hann fyrst verða að bergja á kaleikn- um. Gengur biskup þá að og tek- ur tveim höndum í kaleikinn, hallar barmi hans að sér og sýp- ur af honum þrjá væna sopa. Sannfærist þá prestur um, að þessi muni vera sá, er hann sýn- ist vera og gengur þegar af stað með honum. Um leið og þeir koma í kirkjudyrnar, heyra þeir kirkjuklukkunum hringt í ákafa og var þá kominn morgunn. Var ætlað, að biskup hefði haft mann við í klukkuportinu til að hringja. Getum var einnig leitt að því, að biskup hefði sj álfur haldið sig á kirkjuloftinu og fylgzt gjörla með öllu því, sem fram fór niðri í kirkjunni og inn við altarið, og sótt svo prest, þegar tími hans var útrunninn. Nú lét biskup sækja dóttur sína að Torfastöðum og var síð- an slegið upp mikilli veizlu í Skálholti. Ekki löngu síðar flytja þau alfarin að Skálholti frá Torfastöðum, presturinn og biskupsdóttir. Biskup gerist nú líka hniginn að aldri og þar kemur, að hann leggur niður biskupstign. Verður klerkurinn ÞEGAR NÚTÍMA skurðlæknir gerir við kviðslit eða annað, er engin smitun hefur komizt í, er mjög sjaldgæft, að sárið grói ekki. Enginn læknir mundi hafa áhyggjur út af græðslu sársins. Líkaminn sér sjálfur um lækn- inguna. Hinn frægi skurðlækn- ir, Ambroise Paré, sagði: „Ég gerði að sárunum, guð græddi þau.“ Ef sárið grær ekki, er ann- að tveggja, að læknirinn hefur ekki gætt tilhlýðilegs hreinlætis og sárið sýkzt eða sjúklingurinn er of veill fyrir til að geta grætt það með þeim lækningarmætti, er líkaminn sjálfur ræður yfir. En ef að er gætt, er líka ástæða til að slá þann varnagla, að sjúklingurinn einhverra ástæðna vegna vilji ekki gróa sára sinna. Sumum sjúklingum hrýs hug- ur ur við að hverfa af sjúkra- húsum og taka aftur upp bar- áttuna fyrir daglegu lífi og etja kappi við hina og þessa erfið- leika, og aðrir, er hafa von um lífeyri, ef þeir læknast ekki, leggja sig fram um að núa sár sín, erta þau og sýkja, svo að þau gróa seint. En sem betur fer er þetta ekki algengt fyrirbrigði, því að flestir vilja verða heilir heilsu sem fyrst og hæfir til starfa. En alkunnugt er, að ýms- Um betlurum fyrri tíma var sú list lagin að bráka sig og særa til þess að eiga greiðari aðgang að hjarta og pyngju náunga síns. En tilfinningarnar eru særan- legar engu síður en likaminn. Drenghnokkinn, sem var hýdd- ur, sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég kenni ekki svo mjög til í rassinum — en það eru tilfinningarnar!“ Þegar tilfinningar fólks eru frá Torfastöðum eftirmaður hans, og þótti vel að því kom- inn sakir mægða við biskup, skörungsskapar síns og annars ágætis. Þannig endaði fátæki förupilturinn sem biskup í Skálholti. særðar, skyndilega og illa, get- ur hið andlega sár orðið svo djúpt og illkynjað, að mjög erf- itt *verði að lækna það, og þess eru nóg dæmi, að þau hafi vald- ið dauða. Skáldin tala um „að springa af harmi,“ og í sögunum úir og grúir af dæmum um sjálfsmorð og alls konar óhöpp, er eiga rót sina að rekja til særðra tilfinninga, svo sem til afbrýði og vanþakklætis. Og þá eru þeir sjúklingar, sem eru hættulega veikir eins og til dæmis af lungnabólgu, en hjarna ekki við eins og vera bæri, er líkamlegar orsakir vanheilsunn- ar eru með öllu horfnar. Þá ber að grafa fyrir rætur hinna and- legu meinsemdar, sem hefur dregið úr siðferðisþreki sjúkl- ingsins, svipt hann allri sjálfs- bjargarhvöt og lífsvilja, svo að hann lætur sér einu gilda, hvern- ig allt veltist. — Við kynnum okkur liðna ævi hans og kom- umst þá að raun um, að hann hefur háð langa og stranga bar- áttu og beðið ósigur í öllum lot- um. Hann hafði t. d. loksins kom- izt í arðvænlega stöðu, er styrj- öldin brauzt út, svipti hann henni, leysti upp heimilið, og framtíðin bauð honum ekki upp á annað en manndráp og hörm- ungar vígvallanna. Hann kom heill á húfi úr hildarleiknum með ólamað baráttuþrek, en komst þá fljótlega að raun um, að kona hans var orðin fráhverf honum, en börnin gift og farin að heiman og létu sem þau þekktu hann ekki, en atvinnu- leysi framundan. Og þá segir hann við sjálfan sig eins og ósjálfrátt: „Til hvers ei; að halda þessu áfram? Ólánið eltir mig.“ Þegar hann er kominn á þetta stig, er hann ekki heill maður, ekki brynjaður gegn þeim hætt- um, er að steðja úr öllum átt- um. Hann verður fórnarlamb þeirra. Einhver algengustu og um leið illkynjuðustu sálarmeinin eiga rót sína að rekja til óheppni í

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.