Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 12
108 Heima er bezt Nr. 4 Ungt rímnaskáld: Mansöngvar úr rímum af Herði Grímkellssyni Sveinbjörn Benteinsson ástum, því að þráin til að vera elskaður er einn snarasti þáttur sálarlífsins. Og vonbrigði í ást- um, einkum ef konur eiga í hlut, veldur varanlegum andlegum meinum, því að þrá hennar til að verða elskuð er samgróin eðli hennar og hegðun. Slík von- brigði valda því oft andlegri deyfð, sjálfsmorðshugleiðingum eða ólæknandi heilsubilun, sem er móðursýkilegs eðlis. Stundum gerir veilan vart við sig með andverkun — áköfu hatri á karl- mönnum yfirleitt og hefnigirni, reiðiköstum og slæmri hegðun annað veifið, svo sem drykkju- skap og lauslæti. Vanþakklæti og virðingar- skortur, hvort sem um ímyndun er að ræða eða ekki, er oft upp- spretta andlegra óheilinda og illkynjaðra meina. Margur mað- urinn hefur misst móðinn af því ^ að starf hans hækkaði hann ekki í metorðastiganum, eins og hann hafði vænzt, og margar eigin- gjarnar mæður hafa fengið al- varleg taugaáföll, af því að börn- in þeirra uxu úr grasi og hurfu að heiman til að stofna eigin heimili. í báðum dæmunum get- ur verið um gildar ástæður að ræða, en venjulega er þar ekki nema hálfsögð saga. Framavon- in getur hafa brugðizt mannin- um, af því að hann var of ein- urðarlaus, þorði ekki að fara fram á, að hann yrði hækkað- ur í tigninni, og varðandi sjálfs- elskufullu móðurina nægir að benda á það, að orðið sjálfs- elskufullur skýrir, í hverju meg- inorsök ógæfunnar liggur. Þetta gefur okkur nokkrar vís- bendingar um, hvernig við eig- um að haga lækningunni, þeg- ar svona stendur á. Við þurfum ekki aðeins að gera okkur glögga grein fyrir, hvað fyrir sjúklinginn hefur komið, held- ur og hvers vegna hann er svo auðsæranlegur og hví afleiðing- arnar urðu þær, sem raun er á um. Og svarið verður það, að þetta fékk svo mjög á heilsu hans, af því að virðing hans og sjálfsmat var freklega skert, að því er honum þótti, en hvort tveggja er honum annt um öðru fremur, og því getur hann ekki um það talað við nokkurn mann. Og því stendur sárið opið, gref- ARIÐ 1946 kom út nokkuð ó- venjuleg bók á síðari tímum. Hún hét „Gömlu lögin“, rímur, eftir Sveinbjörn Benteinsson frá Draghálsi. Þessi bók vakti mikla athygli og umtal og var meðal annars minnst á hana hvað eftir annað í dagskrá Ríkisút- varpsins. Höfundurinn var þá kornungur, aðeins 17 ára, sveita- piltur, sem ekki hafði heyrzt til ur um sig, veldur þjáningum og grær ekki. Nú er til ágæt regla um meðferð líkamlegra sára, sem sýking kemst í og full eru af greftri. „Hleypið út úr því,“ segja læknarnir, og sama gildir hér. Hleypið greftrinum út, með öðrum orðum, látið sjúklinginn opna æð hinnar bældu tilfinn- ingar og reynið svo að græða sárið. Það er hægðarleikur að gefa góð ráð, en erfiðara að fylgja þeim. Stundum er lækningin svo erfið og vandasöm, að það er ekki á annarra færi en sérfræð- inga að framkvæma hana. Fáið einhvern til að tala um dýpstu tilfinningar þeirra, en varlega verður að fara í sakirn- ar til þess að forðast reiði sjúkl- ingsins og grunsemdir, fyrstu skilyrðin fyrir því, að þetta beri tilætlaðan árangur, er stakasta þolinmæði, samúð og skilning- ur. Enga gagnrýni má viðhafa, og sá, sem gerir tilraunina, verð- ur umfram allt að'gæta þess að leggja ekkert til málanna, fyrr en sjúklingurinn er farinn að leysa frá skjóðunni. Stundum getur vakin viðræða, þótt vel sé heiman búin, ekki verið þess megnug að opna stífluna, og þegar þannig stendur á, má nota sérstök lyf, með fullu samþykki sjúklingsins, til þess að grafa fyrir rætur meinsins og opna þannig hið andlega graftrarsár áður í Bragatúni, en kunnugt var að skyldmenni hans voru sum skáld góð. Síðan hefur verið hljótt um hið unga skáld. Hann hefur unnið að sveitastörfum, unað við búskap hjá foreldrum sínum að Draghálsi í Borgarfirði. — Fyrir nokkrum dögum heim- sótti hann ritstjóra „Heima er bezt“ og ræddi við hann. Svein- björn er nú að kveða rímur af og lofa hinni særðu tilfinningu að fá útrás. Þegar þetta hefur verið gert, er lækningin vel á veg komin, þótt henni sé ekki lokið. Þegar sjúklingurinn hefur að nokkru létt af sér áhyggjunum með því að leysa frá skjóðunni, fer hann að líta á hlutina í nýju ljósi, hleypidómarnir mega sín ekki í sama mæli og áður. Það er meira að segja ekki loku fyrir skotið, að hann sjái, að það er eitthvað broslegt við þetta — öðrum þræði! Eða það sem betra er — að ekki sé laust við, að hann sé broslegur sökum þess að hafa haft áhyggjur miklar út af öðru eins og þessu! Næstum þvi allt- af verður sjúklingurinn hressari, um leið og hann hefur „létt af sér“, og gildir hér þvi sama og um opnun kýlis á líkamlega veikum sjúklingi. Og í langsam- lega flestum tilfellum nægir að opna tilfinningasárið og hleypa út úr því, og láta náttúruna sjálfa um hitt. Það grær af sjálfu sér. Svikna unnustan fær annan elskhuga og starfsmað- ur nýjan áhuga, og sjálfselsku- fulla móðirin getur orðið sér úti um eins konar barngæzlu að nýju, og þannig fullnægt eðlis- kröfum sínum. En ef verr tekst til en ætlað er, og sárið grær ekki, verður að grafa dýpra, leita betur, en mikill minni hluti andlegu meinanna þurfa ná- kvæmari rannsóknar við.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.