Heima er bezt - 01.06.1951, Side 13

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 13
Heima er bezt Nr. 4 Herði Grímkellssyni og er langt kominn með þær. Segist hann una við rímnagerðina jafnframt störfunum, en honum liggi ekki á, hann þurfi ekki að flýta sér. Nú er Sveinbj. Benteinss. orðinn 26 ára. Hann segist einnig yrkja önnur ljóð en rímur, en ekki látið neitt frá sér fara. „Heima er bezt“ hefur fengið til birting- ar nokkra mansöngva úr rím- unum af Herði Grímkellssyni og fara þeir hér á eftir, tveir síð- ustu mansöngvarnir eru þó ekki úr þessum rímum. — Síðar mun „Heima er bezt“ birta eitthvað af kvæðum Sveinbjörns. I. Við 3. rímu (Hagkveðlingaháttur þráhendur). Rís nú mengi fleti frá. Fýsir dreng að starfa þá. Kýs ég lengja ljóðaskrá. Lýsing engin fatast má. Mínar annir hef í hönd. Hlýnar manni sefaströnd. Brýna sannar sögur önd sín að kanna fögur lönd. Veitir örfun ljóssins lið. Leit er djörf um fögur svið. Breytin þörfin sannan sið sveitastörfin þróar við. Ungur trega trauðla bar tungur þegar unaðar þrungið fegurð sælusvar sungu á vegum lífsins þar. Þröngvalaust um ljúfan dag löngun traust þar undi hag. Söng við raust, en lítið lag löngun hlauzt á saminn brag. Fleiri myndir minning bar. Meiri skyndibreyting var. Keyrast, hrindast hríðar þar. Heyrist vinda napurt svar. Þá var falin fögur hlíð fráum smala á vetrartíð. Lágu dalablómin blíð bág og kalin undan hríð. Dunar svaða-hríðin há. Hrun og skaði gengur á. Unir maður meyju hjá muna-glaður inni þá. Vegur drífu þaktist, þó þegar lífið brosti nóg trega-kífið frá mér fló , fegurst vífið hjá mér bjó. II. Við 4. rímu. (Stafhenda). Vetrar-dægra-dvölin mín dregur hugann enn til sín. Seiða mig að sínum brag saga forn og rímnalag. Þangað hef ég þrekið sótt begar flest var dauft og hljótt. Þegar eign og alúð brast átti ég þarna skýli fast. Batt ég tryggð við fögur fjöll, forna sögu og ljóðin snjöll. Mér var gleði það og þraut, þess ég bæði galt og naut. Hvort sem gæfan helzt eða þver, hvort sem gengur létt eða ver, kýs ég frelsi, fjöll og ljóð fremur en völd og gildan sjóð. III. Við 8. rímu. (Skammhenda hringhend). Mjrrkurgríma felur freðna fold, er skíman þver. Góða rímu á gaddi kveðna gefa tími ég þér. Væri betur vísna-þráður vita léti á gott. Við höfum setið saman áður; sungið hretin brott. Vetraróður vermir geðið; væri fróðlegt mál ef að ljóð á klaka kveðið kveikti glóð í sál. IV. Við 10. rimu. (Langhenda). Hef ég oft rum hljóðu kveldin huga mínum kosið ró. Þögull setið inn við eldinn, eða gengið fram með sjó. Hefur eldur kennt að kveikja kæra minning endurskins, ýmsar myndir æskuleikja eða sögu þessa og hins. Ef þú snöggvast gleymir gylltum gæðum þessa tryllta heims, muntu líta í loga stilltum list og prýði dýrra seims. Hefur oft i hægum glæðum heimur birzt er fagur var. Get ég aldrei greint í kvæðum glæsta sýn er leit ég þar. Hef ég lært hjá lagarstraumi lífsins mál við grýtta strönd. Var þá oft í vökudraumi víða skyggnst um hugarlönd. Þungur andi þröngrar króar þreyttum huga skaðvænn er. Gættu þín og gakk til sjóar, gakktu einn með sjálfum þér. V. Við 13. rímu. (Urkast frumhent). Manstu drenginn menja Gefn, svo mild og fögur? Þá við engan þurftum svefn en þuldum bögur. Saman gengum hægt og hljótt á heimaslóðum, vöktum lengi vors um nótt hjá vísum góðum. Sína götu gekk þó hvort frá grænum hlíðum. Liggja glötuð ljóðin ort á liðnum tíðum. Strenginn þann ég þaggað hef en þess við minnumst, að til er hann og ómar ef við aftur finnumst. VI. (Sléttubönd víxlhend).^ Helsi skapað öruggt er ungum kvæða-manni. Frelsi tapað hefur hér heimtað gæða svanni. Sýnist óska voldug vild vekja ljóða-glæður. Týnist þrjózka meðan mild mærin góða ræður. Háður tökum furðu fast fljóðsins nettu handa. Áður stökum vanur vazt viðjum sléttu-banda. Fljóðið lengur bannar bið, bragar efni sýnir. Ljóðið drengur vakir við, værum svefni týnir. VII. (Ferskeytt). Vilt þú ekki vita hvað var á seyði forðum: Sátum tvö á sælustað, sögðum fátt með orðum. Hrein og mild, frá hjarta og sál, hófust orðlaus kvæði. Augun kunnu ástamál. Allt við skildum bæði.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.