Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 14
110
Heima er bezt
Nr. 4
*
Ur Laxárdal til Asbyrgis
Svolítil ferðasaga eftir Jóhannes Ásgeirsson
í BYRJUN ágústmánaðar sum-
arið 1937 lögðum við þrjú af
stað, héðan úr Laxárdal, norð-
ur í Þingeyj arsýslu: Jóhann
Bjarnason verzlunarmaður í
Búðardal, Þuríður Skúladóttir,
kona hans, og ég sem þetta rita.
Bíliinn, sem við ætluðum að
fara með, var frá Hvammstanga
og kom hann vestur í Reykja-
skóla í Hrútafirði, til þess að
taka farþega. Meðal þeirra
voru Þóroddur Lýðsson verzlun-
armaður á Borðeyri og Sigurður
Egilsson.smíðakennari í Reykja-
skóla.
Bíl þenna átti Kaupfélagið á
Hvammstanga og var hann með
hálfkassa er rúmaði 6 fjaðra-
sæti, en að öðru leyti var hann
eins og aðrir vörubílar.
Hin sætin, 16 að tölu, voru lít-
ið stoppuð og því mjög hörð á-
setu, svo langa leið.
Við vissum ekki annað, þegar
við fórum að heiman, en hér
væri aðeins um fólksflutninga-
bíl að ræða, þar til við komum
að Reykjaskóla.
Á Hvammstanga bættust
nokkrir farþegar við og urðum
við því alls 14, samtíningur úr
þrem sýslum: Dala-, Stranda-
og Húnavatnssýslum.
Var hópur þessi því mjög mis-
litur, ef svo mætti segja, og ó-
samstæður á margan hátt. —
6. ágúst rann upp heiðskír og
fagur, er spáði góðu um veður-
far og ferð. Var nú haldið frá
Reykjaskóla til Hvammstanga
og þar teknir farþegar eins og
fyr segir. Þar var lítil viðstaða,
en haldið áfram eins og leið
liggur og stigið út úr bílnum í
Vatnsdalshólum og teknar
myndir. Hólarnir eru taldir vera
eitt af því sem óteljandi er á ís-
landi.
Hólarnir eru strýtumyndaðir
að lögun og svo eru þeir þéttir,
að taka varð úr þeim fyrir veg-
inum, þegar hann var lagður í
gegn um þá.
Á Blönduósi var sama og ekk-
ert staðið við, en haldið fram
Langadal og komið að Bólstað-
arhlíð, til Klemensar bónda og
kvekara. Þótti öllum þar gott að
koma.
í einum blómagarði þar sá ég
mjög fögur stjúpmóðurblóm.
Þar næst var lagt á Vatnsskarð.
Vegurinn upp á skarðið var
mjög brattur og ætlaði bíllinn
varla að komast þar upp. Senni-
lega þætti það ófært nú, þegar
nýr og betri vegur er kominn.
En allt gekk þetta vel og áður
en varði fór að halla til Skaga-
fjarðar. Og um leið datt mér í
hug, að nú ætti vel við að
syngja: „Skín við sólu Skaga-
fjörður“ .... en ég hætti við að
láta slíkt í Ijós við samferða-
fólkið, því áður en varði höfðu
ský dregið fyrir sól og skuggar
svifu yfir Skagafirði. Eina til-
fellið í allri ferðinni.--
Og sjá! — Þar rís Drangey úr
djúpi. — Sögulegt tákn um út-
lagann. Máske hafa verið margir
útlagar á íslandi. Ekki var það
allsstaðar skráð í ásýnd lands-
ins.-----
Áður en varði vorum við kom-
in að Víðimýri, þar fórum við
heim, til þess að skoða elztu
kirkju landsins. Hún er byggð
úr torfi og eru veggirnir mjög
stæðilegir enn þá. Allt er þar
einfalt og satt, eins og sál gamla
fólksins. — Næst komum við að
Varmahlíð. Þaðan er fallegt út-
sýni. Þar átum við og drukkum.
Áfram var svo haldið yfir Hér-
aðsvötn. Þar var brúarvörður.
Hann opnaði leiðina fyrir okkur
inn í fyrirheitna landið, handan
fljótsins, án þess að kraftaverk
gerðist eins og við hafið forðum.
— Bíllinn þaut áfram og bæirn-
ir liðu hjá. Yfirleitt voru það
gamlir torfbæir.
— Hver einn bær á sína sögu
— (segir M. J.). Hér rennur
landið og sagan saman, verða
eitt. — Þarna er Miklibær og
hugurinn minnist Miklabæj ar
Sólveigar. — Yfir Silfrastöðum
hvíiir æf intýrablær f orneskj -
unnar. Þannig líða sjón- og hug-
armyndir fyrir eins og í bíó og
Bóla, þar sem Hj álmar bj ó, kem-
ur næst. „Snemma á Bólu sé ég
sól.“
Grettir. Hjálrriar. Voru þetta
nöfn útlaganna, eða var mig að
dreyma? —• Giljareitir á Öxna-
dalsheiði er næsta torfæran —
segir einhver, og ég kem til sjálfs
mín aftur.
Ég hallaði mér út að bílrúð-
unni til þess að sjá sem bezt of-
an í gilið þar sem tæpast var.
Mjórri mátti vegurinn ekki vera
fyrir okkar stóra bíl, en allt gekk
slysalaust og allir önduðu létt-
ara. Giljareitir voru að baki.
Þá var komið að Bakkaseli,
fremsta bæ í Öxnadal og drukk-
ið þar kaffi. Þar er steinhús.
Greiðasala er þar einnig. Öxna-
dalurinn er þröngur og himin-
gnæfandi fjöll á báðar hendur,
með snjóhvítum jökultindum.
Hvergi sá ég í ferðinni jafn illa
hýst.
Þegar neðar dró í dalinn
blöstu Hraundrangar við á brún
dalsins, upp undir bænum á
Hrauni, eins og minnisvarðar yf-
ir skáldinu, sem kvað:
Hnúkafjöllin himinhá,
hamragarðar, hvítir tindar.
Á Akureyri var ekkert staðið
við, heldur haldið áfram yfir
Vaðlaheiði. Hún er stutt uppi, en
brött að austan, vegurinn er þar
í ótal krókum. Kambar verða
litlir hjá Vaðlaheiði. Vaglaskóg-
ur blasti við fyrir austan Fnjósk-
á, dimmur og dularfullur í
kvöldhúminu.
Ég varð mjög hrifinn af skóg-
inum. Hann virtist mjög róman-
tískur, þegar bílljósin köstuðu
birtu sinni á skógartrén með-
fram veginum og um skógar-
rjóðrið, þar sem við tjölduðum.
Það var eitthvað, sem ekki var
hægt að lýsa. Eitthvað sem aldrei
gleymist þeim, sem séð hafa.
Þegar ég vaknaði morguninn
eftir var komið glaða sólskin og
hvergi ský á lofti. En hvað var
orðið af skóginum frá kvöldinu
áður? Jú, þarna voru trén, sem
teygðu sig um 5 metra upp í loft-
ið. En þetta var allur annar skóg
ur, ekkert dularfullur eða æfin-
týralegur á borð við hinn. En
samt var hann fagur.
í Ljósavatnsskógi voru teknar
myndir, bæði af vatninu og svo
af Goðafossi, sem er þar skammt,
frá.