Heima er bezt - 01.06.1951, Síða 16
112
Heima er bezt
Nr. 4
Nr. 4
Heima er bezt
113
Bjargsig í PAPEY
Eftir Ingólf Gíslason, lækni
Á leið inrt i Arnarey i kláfferjunni. Hell-
isbjarg og vitinn i baksýn.
PAPEY liggur í suðurátt frá
mynni Bernfjarðar, um 4 sjó-
mílur undan landi. Næsta kaup-
tún er Djúpivogur og er þang-
að tæpl. klukkustundar ferð á
vélbát. En þar má segja, að
kunnugum sé bezt að bjóða, því
á þeirri leið er mesti fjöldi
skerja og boða, straumar harð-
ir og þokur alltíðar, einkum
framan af sumri, þótt ekki
komist þær í námunda við bað,
sem segir í einni kennslubók, en
þar segir, að við Berufjörð séu
allt að 240 þokudagar á ári:
Sönnu nær að telja þá um 40.
Norðan og vestan við Papey
eru nokkrar smærri eyjar og
heitir hin stærsta þeirra Arn-
arey. Allar eru eyjar þessar
mjög nálægt aðaleynni og eru
fuglabjörg í þeim öllum, en lág.
Papey sjálf er hólótt og dálítið
klettótt, en mýrar á milli, og er
mestur hluti hennar graslendi.
Eins og að líkum lætur er
þarna lítill ys og þys að vetrin-
um, nema hvað stormasamt er
og sjávarniður oft ærið þungur,
en margir, sem hafa vanist hon-
um, sakna hans, er þeir flytjast
burt úr Papey.
Það verða því talsverð við-
brigði, þegar fugl fer að setjast
að síðari hluta vetrar og á vor-
in. Fer það nokkuð eftir tíðar-
fari og æti í sjónum, hvenær sjó-
fuglinn sezt að, en aldrei skeik-
ar þá miklu um komutíma far-
fugla. Ég man t. d. ekki eftir, að
lundi sæist ekki um sumarmál,
stundum aðeins sárafáir, stund-
um fleiri.
Um varptímann eru miklar
annir hjá fuglinum. Lundinn
þarf að hreinsa út gömlu hol-
urnar og þeir, sem engar holur
áttu árið áður — en það eru
bæði aðkomulundar og þeir, sem
nú eru í fyrsta sinn að stofna
himili — þurfa að grafa sér nýj-
ar holur. Ritan þarf að hressa
við hreiður sín frá árinu áður
eða jafnvel byggja sér ný. Efn-
ið til hreiðurgerðarinnar sæk-
ir hún í tjarnir; þar fær hún
slý, og svo sinustrá, sem alls-
staðar er nóg af. Hún er marga
daga að þessu og fer margar
ferðir á dag. Hreiður hennar er
mjög vandvirknislega gert. Hún
verpir 1—3 eggjum. Áður var
sigið í rituegg þar sem auðveld-
ast var að ná þeim, og verpti
ritan þá aftur 1—2 eggjum. Egg
hennar, sem eru á stærð við
minnstu hænuegg, eru mjög
ljúffeng. Annars tók faðir minn
okkur vara fyrir að gera ónæði
um varptímann, og er mér óhætt
að segja, að við bræðurnir héld-
um það boðorð furðu vel. Auð-
vitað gat það samrýmst þessu
boði að fylgjast með því, hvenær
ungar bjargfuglanna tóku að
skríða úr eggjunum, og svo með
þroska þeirra, unz þeir urðu
„tækir“, þ.e.a.s. nógu þroskaðir
til að af þeim
fengist gott fið-
ur og ljúffengur
matur. Þá var
kominn tími til
að síga í björg-
in eftir ritu-
unga, því ef það
drægist nokkuð
að ráði, gat svo
farið, að fuglinn
væri floginn úr
hreiðrinu.
Sigakaðallinn
var nefndur
sigafesti eða
bara festi. Fest-
in hafði verið
notuð um vorið
til að síga í
Ingólfur Gíslason lœknir frá
Papey, sonur Gísla bónda þar
Þorvarðarsonar, fœddist í Pap-
ey 3. október 1902. Hann tók
stúdentspróf 1926, las siðan
lœknisfrœði og lauk því námi.
Hann fékk Berufjarðarlœknis-
hérað árið 1935, en missti heils-
una og varð að láta af embœtti
árið 1944. Ingólfur ólst upp í
Papey. Nú dvelur hann í Reykja-
vík.
svartfuglsegg, en hafði ann-
ars verið geymd á góðum stað
frá árinu áður, þar sem hún
gat hvorki blotnað eða slagað.
Festin var misjafnlega marg-
þætt eftir gildleika þáttanna og
þyngd sigamannsins, en var þó
aldrei minna en tvíþætt, ef
þættir voru nýir og sigamaður
léttur og lipur drengur. Þetta
var gert af öryggisástæðum, því
ef sigamaður var ekki nógu að-
gætinn, gat skeð, að festin dræg
ist um egghvassar nibbur og
skærist í sundur, en þá var
minni hætta á að slys hlytist af,
ef festin var margþætt, því ólík-
legt var, að allir þættir skærust
í sundur í einu.
Sigtæki auk festar voru þessi:
bjargstokkur, en það var ca. iy2
m. langt tré úr góðum viði, 10
—15 cm. í þvermál. Endarnir á
8—10 m. löngum, grönnum og
sterkum kaðli voru festir á enda
bjargstokksins. Bjargstokkur-
inn var lagður á bjargbrún og
var einhver liðléttingur látinn
sitja í áðurnefndri kaðallykkju
en festin drógst um bjargstokk-
inn þegar sigið var niður og
dregið upp. Annað ómissandi
sigatæki var snöruprikið. Það
var 3—4 m. langt, úr seigu og
léttu efni. Bambusstengur voru
bezta efnið í þær. Á mjórri
enda hennar var snaran fest.
Hún var gjörð úr taglhári og
var það stímað, sem kallað er.
Annar endinn var auðvitað fest-
ur í snöruprikið en á hinn end-
ann var gerð lykkja úr fjöður-
staf af einhverjum stórum
fugli, venjulegast úr máfsvæng
(annars voru svana- eða arn-
arfjaðrir miklu betri). Fjöður-
stafurinn var klofinn þversum
og skafið innan úr þeim fletin-
um, sem upp vissi (á fugls-
vængnum). Síðan var gerð
lykkja af og fest við enda snöru-
leggsins og honum smeygt tvö-
földum gegnum lykkjuna, sem
var um þumlungur á lengd, varð
þá snaran álíka og meðalstór
kaffikönnuhringur. Enn má
nefna eitt sigatæki, en það var
„sigataddan“. Var það stuttur
og frekar viður poki og var
hæfilega löngu snæri bundið í
barma hans á tveim stöðum,
þannig, að tödduopið nam við
mittisstað þegar sigamaður brá
lykkjunni á hægri öxl var
„taddan“ á vinstri hlið hans.
Fuglabjörg eru allvíða í Pap-
ey, en aðalbjörgin eru umhverf-
is vog vestan á eynni, sem Ár-
höfn heitir. Norðan vogsins eru
svonefndar skálmar. Eystri- og
Vestri-Skálm. Var oftast byrjað
að síga í Vestri-Skálm. Siga-
maður þurfti helzt að vera létt-
ur, lipur og vanur. Eftir að
bræður mínir höfðu þroska til
(um fermingaraldur) og vinnu-
maður var aðeins einn, tóku
þeir við sigamennskustarfinu,
fyrst sá elzti en þvínæst sá
næstelzti. Ég var sá þriðji í röð-
inni eftir aldri, af okkur bræðr-
unum, en það má segja, að
hlaupið hafi verið yfir mig. En
til að fyrirbyggja allan mis-
skilning verð ég að geta þess, að
sá okkar bræðra, sem var næst-
ur á undan mér að aldri, var
minni vexti og léttari en ég og
þar sem hann var auk þess van-
ur og sérlega lipur sigamaður,
var auðvitað ekkert vit í að ég
tæki við starfanum, meðan
hann var heima. En þegar hann
fór, var fjórði bróðirinn orðinn
nógu gamall til að taka við
starfanum, og þannig stóð á því
að hlaupið var
yfir mig. Ég tel
það ekki til siga
mennsku, þó að
ég sigi einu
sinni eftir kálfi,
sem hrapað
hafði fyrir 20
m bjarg ofan í
Árhöfn!
En við vorum
komnir vestur á
Skálm. Sigamað
urinn er bund-
inn. Fyrst er
þykkum, mjúk-
um poka vafið
um mj aðmir
hans til þess að
festin særi ekki.
Rita við hreiðnr sitt i Papey.
Þvínæst er lykkju, sem gjörð
er á festarendann, smeygt
upp á annað læri sigamanns, þá
er snúið upp á festina þannig,
að lykkja myndast fyrir hinn
fótinn, svo er enn tekin lykkja
og snúið enn upp á festina og
sigamaðurinn smeygir lýkkj -
unni yfir höfuð sér og niður um
mitti eða mjaðmir, eftir því sem
honum þótti þægilegra. Þessar
lykkjur eru svo allar lagaðar svo
að þær falli slétt og fast að
sigamanni. Svo eru læralykkj-
urnar „fikaðar“ með snæri upp
í mittislykkjuna til þess að
lykkjurnar haldist í réttum
skorðum.
Því næst tók sigamaður „tödd-
una“ um öxl sér eins og áður er
lýst og snöruprikið í vinstri
hönd og var hann þá búinn til
sigs. Jafnframt hafði sigstjór-
inn, sem ávallt var faðir minn,
lagt bj argstokkinn á bjargbrún-
ina þar sem síga skyldi og setzt,
og varð hann að spyrna meira
eða minna í bj argstokkinn bæði
til þess að hann héldist í sömu
skorðum og til að nota hann
sem viðspyrnu, einkum þegar
upp var dregið, „halað“, sem
kallað var. En áður hafði bjarg-
stokksmaður valið sér gott sæti
og viðspyrnu, og smeygt bjarg-
stokksreipum yfir mitti sér.
Þeir, sem sátu undir festi, fest-
arfólkið, röðuðu sér í beina línu