Heima er bezt - 01.06.1951, Page 18
114
Heima er bezt
Nr. 4
aftur af sigastjóra og var sá
elzti og sterkasti næstur honum
og svo hver aftur af öðrum.
Reyndu allir að fá sér sem
þægilegast sæti og sem bezta
viðspyrnu.
Fór nú sigamaður fram af
brúninni og var gefið hægt í
fyrstu, því sigamaður þurfti að
gefa gætur að bjarginu til
beggja handa hvort ekki væri
lausagrjót eða hvassar eggjar,
en þetta hvorutveggja var
hættulegt, því oft þurfti hann
að fara til beggja hliða niður í
bjarginu eftir rákum og stöllum
og þá hefði getað farið illa ef
ekki var viðhöfð full aðgætni.
Það er auðvitað óþarfi að taka
það fram, að sigamaður lætur
ekki dragast á maganum, held-
ur má segja, að hann sitji í fest-
inni og gangi upp og niður
bergið eftir þvi sem festarmenn
„hala“ eða „gefa“.
Þegar hann er kominn þang-
að sem hann vill horfir hann
upp og kallar: „stopp“. Halda
þá festarmenn við eða að aft-
asti festarmaður bregður fest-
inni um járnhæl, sem rekinn
hefur verið niður í því augna-
miði, en sé setið á klöpp, má
oftast finna stein eða nibbu til
að bregða festinni um, en þó
svona sé um búið, sleppir eng-
inn hendi af festinni meðan
sigamaður er niðri í bjarginu.
Sigamaður fer nú að hand-
sama ritungann og stingur hon-
um í tödduna, en ef unginn er
nærri fleygur, lætur hann ekki
taka sig með höndurn og verð-
ur þá að snara hann. Þegar
snörunni hefur verið lætt yfir
höfuð hans, er annaðhvort tog-
að hægt í eða kippt og rennur
þá snaran að hálsinum, siga-
maður dregur að sér snöruna
og lætur endann, sem hann héit
um, ganga niður, losar snöruna
af hálsi ungans og stingur hon-
um í töddu sína. Þegar sigamað-
ur er búinn að taka allan unga
sem hann nær til, kallar hann:
„gefa“, og gefa festarmenn þá
unz sigamaður kallar: „stopp",
hefst þá sami leikurinn í berg-
inu og þannig áfram unz siga-
maður er búinn að ná öllum
unga úr þessu sigi. Ef hann hef-
ur farið til hliðar, færir hann
sig til, unz festin vísar beint
upp. Þá kallar hann: „hala“, og
taka þá festarmenn til að draga
upp,-en hægja dálítið á sér, þeg-
ar sigamaður er kominn upp
undir brúnina, meðan hann er
að komast upp á brúnina.
Smeygir hann þá af sér tödd-
unni og taka sumir við henni
og deyða fuglinn, sumir flytja
festina þangað sem næst á að
síga en sigstjórinn og sigamað-
ur bera sig saman um næsta
sigastað, en yfirleitt eru þeir
hinir sömu ár eftir ár nema því
aðeins, að fuglinn flytji sig til í
bjarginu, en það er frekar óal-
gengt. Vestast í Vestri-Skálm
skagar bjargið nokkuð út en
rétt þar austan við er klettarák
sem svartfuglinn hefur lagt
undir sig. Svartfuglinn hefur
minna fyrir hreiðurgerðinni en
ritan, eða alls ekki neitt. Hann
verpir á bert grjótið og lætur
sér nægja, ef smáhrufur eru til
að stöðva eggið við, (hann verp-
ir einu eggi). Eru egg hans
venjulega tekin á vorin, en
hann verpir aftur. Ungi hans
var aldrei tekinn, því að þótt
hann sé úr öllum dún og fleyg-
ur, er hann fer úr sínu harða
hreiðri, er hann svo lítill, að
enginn verulegur fengur er í
honum. Hitt þykir fengur að ná
í fullorðna fuglinn, en ef siga-
maður ætlar að reyna það, má
hann helzt ekki kalla ,,stopp“
eða „gefa“. En hvað er þá til
ráða? Jú. Það er nokkuð sem
kallað er „að vera á sjónabergi".
Sjónabergsmaður verður bæði
að sjá til sigamanns og festar-
fólks. Þegar sigamaður vill
stoppa, klappar hann ofurhægt
ofan á kollinn á sér. Sjónabergs-
maður gerir samstundis það
sama og þá veit festarfólkið að
ekki á að gefa meira. Það er
ekkert áhlaupaverk að snara
svartfugl og verður að hreyfa
snöruprikið lúshægt, en oftast
fer það svo, að fuglinum lízt
ekki á blikuna þegar á að fara
að læða snörunni yfir höfuð
hans og forðar sér.
Sumum kann að vounm að
þykja það fólskuverk að snara
svartfugl frá eggi eða unga, en
það er þó ekki eins og ætla
mætfi, því í fyrsta lagi er ekki
víst að foreldrar ungans réu
spakastir, þó það sé líkleg"st.
og í öðru lagi fá færri en vilja
að taka að sér föður- eða móð-
urlausan unga, því eftir því sem
mér hefur virzt, eru fullorðnu
fuglarnir a. m. k. tífallt fleiri en
ungarnir og meiri ástúð hef ég
ekki séð hjá neinu dýri heldur
en þá, sem svartfuglinn sýnir
eggjum en þó einkum ungum,
og virðist næstum sama hvort
hann er foreldri ungans eða
ekki.
En þetta var nú útúrdúr.
Sigamaður vill nú reyna við
svartfugl neðar í berginu og
hreyfir þá hendina niður.
Sjónabergsmaður gerir eins og
skilja festarmenn og „gefa“.
Vilji sigamaður láta „hala“,
réttir hann hendina upp og
sjónabergsmaður eins.
Skálmarnar eru um 40 m. há-
ar, þar sem hæzt er. Austan til á
Eystri-Skálm eru nokkur loftsig.
Þá getur sigamaður ekki gengið
upp og niður bjargið, því að
brúnin skagar mun meira fram
en bjargið neðar. Vill þá siga-
maður snúast til og frá, en til að
koma í veg fyrir það notar hann
snöruprikið til að halda jafn-
væginu, með því að láta ann-
an enda þess nema við bergið. Er
þá einnig hafður sljór krókur á
endanum og getur sigamaður
stundum, er svo hagar til, krækt
sig inn á rák eða stalla í bjarg-
inu. Annars verður hann að
hanga í loftinu meðan hann
snarar fuglinn og halda jafn-
væginu eftir því sem bezt geng-
ur og kemst það upp í vana.
Meðan hann losar fuglinn úr
snörunni, styður hann sig með
króknum.
Skálmar-nafnið er, eftir því
sem munnmælin segja, þannig
til komið, að loðin loppa með
skálm í hendi, á að hafa komið
út úr bjarginu og skorið festina
í sundur, svo að sigamaður
hrapaði til dauðs.
Ég heyrði sagt, að ekki hefði
verið' sigið í Eystri-Skálm áður
en faðir minn kom í Papey, en
ekki heyrði ég hvenær því hafði
verið hætt.
Skýringin mun hins vegar
vera einföld, eins og oft vill
verða. Bergið í Eystri-Skálm er
víða eggjótt og varð sigamaður
því að hafa gát á að festin
drægist ekki um eggjar, því