Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 19
Nr. 4 Heima er bezt 115 annars hefði hún vel getað skorist í sundur. Um Skálmarnafnið, sem upp- haflega hefur verið gefið Eystri- Skálm einni, mun síðar hafa verið látið taka til alls bjargsins sem eru: Eystri- og Vestri Há- skálmar og milli þeirra Eystri- Lágskálm og vestast Vestri-Lág- skálm. Ekki lét faðir minn síga í Eystri-Skálm nema vana siga- menn. Andspænis Skálmunum, sunnan Árhafnar, er Góðabjarg. Eins og nafnið bendir til, er þar bæði gott að síga og gott að sitja undir festi. Gras að sitja á og góðar viðspyrnur. Það kom sér líka vel, því stundum var sigamaður hálftíma í sigi, ef hann var á hnotskóg eftir svartfugli, sem þar er víða tals- vert af. Þótti festarfólki þá stundum tíminn langur, sér- staklega ef stormur var og ef til vill þoka og súld. Stundum var líka yndislegt veður og víðsýni mikið af hæztu björgum bæði til lands og hafs. Það stytti oft tímann, að faðir minn sagði okkur af veiðiskap og siga- mennsku í Ingólfshöfða, en hann byrjaði veiðiskap þar að- eins ellefu ára gamall og stund- aði hann í um tuttugu ár eða þangað til hann fluttist til Pap- eyjar. Hann var annálaður veiðimaður og bjargmaður og eru þessar aðferðir við siga- mennsku, sem hér hefur verið lýst, samskonar og tíðkuðust í Ingólfshöfða um það leyti sem hann stundaði þar veiðiskap. Ég get ekki stillt mig um að segja frá einu atviki, sem faðir minn sagði okkur frá siga- mennsku í Ingólfshöfða. Það er stutt en gefur þó hugmynd um hvaða hættur geta verið á leið sigamanna í bjarginu. í fáum orðum sagt, er atvik þetta á þá leið, að sigamaður nokkur var kominn langt niður í bjargið og veit þá ekki meir fyr en fjórir þættir úr festinni falla á hann ofan. Honum varð bilt við, sem von var, en þegar hann áttaði sig, sá hann að fimmti þátturinn var skorinn til hálfs. Sá hann þá egghvassa brún í berginu fyrir ofan sig, sem hann hafði ekki veitt at- hygli. Færði hann sig nú til með gát og kallaði síðan: „hala hægt.“ Var það gert og allt fór vel. Það getur vel verið að faðir minn hafi haft þessa sögu í huga er hann útbjó sigafestar í Papey og hafði þær yfirleitt 4—6-þættar. En eitt er víst, að aldrei kom neitt óhapp fyrir við sigamennsku í Papey þau 48 ár, sem hann stjórnaði þar bjarg- sigi. Venjulega var farið í siga- mennsku eftir morgunverð og þegar leið að hádegi, varð okk- ur yngri mönnunum á að líta alltítt i þá átt, sem sendi- manns að heiman var von og loks hyllti undir hann á ein- hverju leitinu. Bar hann — eða hún — talsverðan poka á baki og hélt á hvítum böggli í hendi. Vonuðum við nú að sigamaður kallaði sem fyrst „hala“, og þegar kallið loksins kom, var halað miklu rösklegar en venjulega — alveg ósjálfrátt. Þegar sigamaður var kom- inn upp, var valinn einhver notalegur staður og leyst frá pokanum og hvíta bögglinum. Fullorðna fólkið fékk þriggja pela flösku af kaffi (hver flaska var í ullarsokk) en við strák- arnir hálfflösku. Nutum við þess að þamba svona mikið kaffi og borða pönnukökur, lummur eða eitthvað annað góðgæti með. Þegar lokið var kaffidrykkj- unni og allir höfðu hvílzt um stund, var aftur tekið til við sigamennskuna. En um þrjú- leytið fórum við yngri festar- mennirnir aftur að gjóta aug- unum í sömu átt, og um hálf fjögur leytið kom matarsend- illinn aftur í ljós. Bar hann emailleraða fötu á baki og flöskupoka í fyrir og hvítan böggul í hendi. Þegar sigamað- ur var kominn upp, var aftur sezt í græna laut og leyst ofan af fötunni. Efst voru diskar og eitthvað af hnífum og kartöflur ef til voru, en allir vissu hvað var undir í fötunum. Það var nefnilega maturinn, sem allir óskuðu helzt eftir að fá, sem sé soðinn rituungi. Ég held, að það sé einhver ljúffengasti matur sem til er. í hvíta bögglinum var svo flatbrauð og smjör og í pok- anum kaffiflöskurnar. Ef lengi var verið fram eftir við sigamennsku, var von á þriðju sendingunni um sjöleyt- ið, en það var ekki venja að vera lengi fram eftir kvöldi, nema ef verið var að keppast við að ljúka við að síga eitthvað ákveðið svæði, því að hvort tveggja var, að koma þurfti fuglinum heim (var hann bæði borinn á baki og fluttur á hesta) og svo mátti ekki ofgera sigamanninum. Annað helzta f uglabj argið heitir Eldriði. Hann er austan á eynni. Þar er bæði svartfugl og ritur og heldur þótti vont að síga þar og ómjúk voru sætin fyrir íestarmenn. Var kulsamt að sitja þar undir festi, ef hann blés af austri eða norðaustri. Sagan segir, að endur fyrir löngu hafi Papeyjarbóndinn gengið fyrir Eldriða og auðvit- að týnst, því þar er grængol- andi hyldýpi undir. Þriðja helzta fuglabjargið er í Hrafnabjörgum, en það er klettagarður ca. 600 m. langur og 45 m. hár þar sem hæst er. Mér er það minnisstætt, að ég sá þennan klettagarð hyljast brimi, svo að ekki sá í auðan blett. Þetta var árið 1910. Þarna þykir sigamönnum gott að síga, en festarmönnum verra undir festi að sitja. Bjargið er allhátt, en þægilegt fyrir siga- menn, en festarmenn verða að sitja á hörðu, nibbóttu grjót- inu. Það bætir talsvert úr skák, að útsýni er bæði vítt og fagurt. Önnur fuglabjörg eru lág á heimaeynni og mörg, en öll frekar lág í úteyjum. Talsvert má taka af unga að neðan, bæði af bát og af klöppum, en það heyrir ekki undir bjargsig. I. Gíslason. Fylgizt með Heima er bezt frá upphafi. Það verður góð eign í framtíðinni.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.