Heima er bezt - 01.06.1951, Side 20

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 20
116 HEIM'A ER BE2JT Nr. 4 ELÍAS MAR: Reykjavíkurþáttur Elías Mar HAUSTIÐ 1947 tók ég til að skrifa hjá mér í glósubók nýyrði og önnur sérstæð fyr- irbæri í reykvísku talmáli. Tilgangurinn með því var upphaflega sá að notfæra mér slíkt orðasafn við ritun smásögu einnar, er átti að gerast á billjardstofu í Reykjavík og i fjalla um veðmál. Ekkert varð úr því, að ég skrifaði söguna þann vetur, en þegar ég tók til við hana hálfu öðru ári síðar, varð úr henni skáldsagan „Vögguvísa". I þeirri sögu leitaðist ég við að túlka hugsunarhátt þeirra reykvísku unglinga, sem þar eiga hlut að máli, með þeirra eigin orðavali. Ög þó fer því fjarri, að allt sé tínt þar til af þeim hortittum, orðskrípum og málfræðilegu rangfærslum, sem heyra má í talsmáta Reykvíkinga og lesa í dagblöðum þeirra. Eg þurfti ekki nema á helmingnum að halda, og mun þó ýmsum sem lesa bókina þykja nóg. Að vísu hvarflaði það að mér oftar en einu sinni meðan hún var í smíðum, hvort afleiðing sliks uppátækis myndi ekki verða öfug við ætlunina; hvort sú aðferð að bók- festa ambögur og slangurmál yrði ekki ein- mitt til þess að festa það í meðvitund les- enda. Eftir nokkra umhugsun sá ég mér þó ekki fært að skrifa söguna án þess málfæris, sem persónunum var eðlilegast, og tók þann kost að rita nýyrðin eftir framburði. Mikill hluti þessara nýyrða er kominn úr ensku eða amerísku og hefur blandazt tungunni gegn- um kvikmyndir og setuliðsviðskipti. Önnur eru hvorki tökuorð né tilbúin; að baki þeim liggur varla nokkur hugsun, heldur eru þau grátbrosleg fóstur sljóvgaðrar hugsunar og vanþekkingar á gildi málsins. Á ég þar við orð eins og „asskabla“ (afskaplega), „javvel" (jafnvel) og „aur“ (eyrir), auk aragrúans af rangbeygingum og misnotkunum. I „Vögguvísu“ koma hvergi fyrir orðin „felga“, „g!r“, „húdd“ og „koppur“ (öll úr slangur- máli bllstjóra), svo dæmi séu nefnd. Enda átti sagan aldrei að verða neitt orðasafn, þótt sumum hafi þótt ívið mikil „fræði- mennska" að baki hennar. En úr þv! að ég er á annað borð farinn að geta um slangur- mál bílstjóra, er ekki hægt að neita því, að innan fleiri stétta tíðkast samsvarandi orða- forði, misjafnlega heppilegur og tilkominn. Það væri ekki vanþörf á því, að íslenzku- menn okkar tækju sig til og mynduðu orð í staðinn fyrir orð eins og „tippur“, „stóker“, „fræsari“ og „helikopter", svo dæmi séu nefnd. Og þó eru öll tökuorð, úr hvaða skrælingjamáli sem þau eru og hversu Ijót sem þau kunna að þykja, vitameinlaus I samanburði við þá meinsemd að hætta að beygja og nota orð málsins réttilega. Látum vera, þótt enginn nenni því að búa til ís- lenzk orð yfir nýja hluti og hugtök, sem þjóðin tileinkar sér, aðeins ef útlenzku orðin fá íslenzkar beygingarendingar og eru rituð samkvæmt íslenzkum rithætti að svo miklu leyti sem kostur er. En þegar jafnvel ís- lenzkum orðum er misþyrmt, unglingar farnir að segja „bráu“ I staðinn fyrir „brugðu“, og „mér hlakkar" fyrir „ég hlakka“, þá er skörin farin að, færast upp í bekkinn. Algengt er að heyra unga sem gamla segja setningar eins og þessar: „Mér vantar þetta“, „Þér svimar", „Eg þori því ekki“, „Við komustum" o. s. frv., að ó- gleymdum fleirtölubeygingum eins og „lækn- irar“ og „kíkirar“, — sem oft má sjá I grein- um og auglýsingum dagblaðanna. Hvenær fara menn að segja „hesturar“ og dagurar"? Ef einhvern furðar á því, að ég skuli taka upp umræðu um þetta I Reykjavíkurþætt- inum, eins og allur þorri landsmanna sé ekki jafnsekur, þá er því til að svara, að mál- þróunin og málsköpunin hlýtur að eiga sér stað hér, einmitt hér I fjölmenninu og hvergi annars staðar. Héðan koma flestar bækur og svo til öll blöð og tímarit. Hér eru skól- arnir sem vfeita helzta námið. Héðan kemur það, hvort heldur það er gott eða vont. Og það er vont og ekki til eftirbreytni, að reyk- vísk dagblöð skuli hafa I þjónustu sinni menn, sem annað hvort kunna ekki að nota y óg z eða vilja það ekki, -— að ég nú ekki tali um þann rugling sem það veldur, að til skuli vera biöð, er ekki hafa þá stafsetningu, sem börnum er kennd, heldur blaðamanna- stafsetninguna gömlu, sem bannað er að nota við próf I skólum Iandsins. Öll dagblöð Reykjavíkur eru meira og minna sek I því að spilla málssmekk almennings, halda við málfræðilegum afturgöngum úr dönsku og stuðla að takmörkun og misnotkun þess þrönga orðaforða, sem fjöldinn hefur yfir að ráða. Það ættu að vera til lög, sem skipuðu biaðamannaefnum að gangast undir próf, áður en þeir fá að skrifa I blöð. Sama máli gegnir um setjara, þýðendur bóka og tíma- ritsgreina, auk allra annarra, sem áhrif hafa á máltilfinningu þjóðarinnar. „En hafi mitt fólk tapað sinni æru, hvað dugir mér þá- sultutau?" spurði Arnæus forðum. Eins getum við sagt um þáð eina, sem við enn eigum — tunguna. Hvers virði ætli bókmenntir okkar, ættjörð og saga yrðu, ef við glötuðum því, sem er tákn þessa alls? Það er mikill ábjTgðarhluti og í senn skemmtilegt og glæst viðfangsefni að rita og mæla á íslenzku. En íslenzkan er I hættu. Einangrunin hjálpar ekki Iengur til þess að varðveita hana. Erlent Iestrarefni, viðskipti við útlönd og aðdáun þess, sem nýtt er, leiða hugann frá gömlum arfi, fornri hefð. Þó þarf þetta ekki svo að vera. Hvers vegna ættum við að vera neyddir til að eyðileggja óbætanleg verðmæti, þótt við eignumst önn- ur og nýrri? Þeim sem ala upp börn og veita yngstu kynslóðinni almenna lágmarks- fræðslu, ber skylda til að vernda tunguna, og ekki aðeins vernda hana, heldur opna fyrir æskunni þá fjársjóði, sem mál vort og saga geyma og liggja mjög I þagnargildi. Það er ekki rétt leið að skrifa barnabækur með léttasta og svipminnsta málfari, sem til er, eins og tlzka virðist vera. Slíkt er ekki kennsla. Slíkt er kærulaus leti, mis- skilningur á því hlutverki að auðga þekk- ingu og efla dómgreind barnsins, og síðast en ekki sízt vottur um menntunarskort. Fari svo, að uppvaxandi Reykvíkingar alist ekki upp við annað lestrarefni næstu áratugina en stafrófskverið, þýddar hasarsögur og skemmtitímarit, auk málspilltra dagblaða, verður höfuðborgin að nokkrum áratugum liðnum byggð mállausum skríl, talandi á einhvers konar blendingi amerísku og nú- tíðarreykvísku, fyrir utan einstöku íhalds- sama og hlægilega sérvitringa, sem ekki hafa sokkið með I fenið, heldur reynt að varð- veita íslenzkt mál. Mig langar til að varpa þessari spurningu fram: Hvað veldur því, að ekki er fyrir löngu búið að gefa út barnaskólaútgáfu af Islendingasögum og öðrum fornritum með nútímastafsetningu, svo að yngsta kynslóðin geti lesið þær bæk- ur þrautalaust? Ég held, að ég hafi ekki verið latari við bóklestur en gerist og gengur, þeg- ar ég var krakki, en það viðurkenni ég, og með nokkru stolti, að Islendingasögurnar með gömlu stafsetningunni vöktu hjá mér slíka andúð á . fornbókmenntunum, að ég Ias þær ekki fyrr en ég var kominn yfir fermingu og píndi mig þá til að Iesa þær, svo að ég stæði ekki uppi eins og viðundur. Óteljandi eru þeir jafnaldrar mínir, sem hafa svipaða reynslu og ég I þessu efni og hafa viðurkennt hana fyrir mér. Dásamlegustu bókmenntir og þekking á tungutaki for- feðra okkar varð mörgum hverjum lokaður heimur og er enn. I stað þess höfum við fengið daglegan lesmálsskammt af fram-

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.