Heima er bezt - 01.06.1951, Page 21

Heima er bezt - 01.06.1951, Page 21
Nr. 4 Heim'a er beizt 117 Faðir og sonur Eftir Björn J. Blöndal Á síðastliðnu hausti kom út bókin „Hamingjudagar — Úr dagbókum veiðimanns“, eftir Björn J. Blöndal. Er þetta hin fegursta bók, í henni er fjöldi ágætra frásagna um veiðimennsku, dýr og náttúruna. Var bókinni vel tekið og munu fœrri hafa fengið hana en vildu og því ekki úr vegi að endurprenta hana. HEIMA er bezt birtir hér á eftir gull- fallegan og athyglisverðan kafla úr bókinni, og er það gert til þess að gefa þeim hugmynd um efni hennar, sem ekki hafa getað fengið hana til lestrar. Kaflann nefnir höfund- urinn „Faðir og sonur“ og er hann birtur með leyfi höf., dá- litið styttur. SEINT Á HAUSTI 1919 eru tveir menn á ferð við Hvítá í Borgarfirði. Annar maðurinn er rúmlega miðaldra, hinn er ung- ur að árum. Báðir bera þeir svip sömu ættar, enda eru þarna feðgar á ferð. Snjór er á jörðu, svo að segja má, að jörð sé alhvít. En snjór- inn er að bráðna fyrir hlýjum sunnanvindi og geislum haust- sólarinnar. Stráin, sem standa upp úr snjónum, eru fölnuð. Blómskrúðið er horfið. Fræin sofa í moldinni og bíða næsta vors. Jörð og himinn boða, að vetur sé nærri. En enginn mað- ur vissi þó, að sá vetur yrði mesta snjóaveturinn, sem enn hefur komið á þessari öld um þessar slóðir. Litlu fyrir hádegi þennan dag voru tveir hestar sóttir út í hag- ann, en drengurinn, sem sótti þá, vissi ekki, til hvers þeir skyldu hafðir. Undrandi varð hann, þegar faðir hans kom út með veiðistöngina sína og sagði: „Nú förum við á veiðar, dreng- leiðslu óskólagenginna blaðamanna og smekklausra þýðenda, auk skerfs af andlegri spekt fégráðugra kvikmyndaokrara og tungumjúkra hermanna. Reykvíkingur dags- ins í dag er barn rótlausrar styrjaldar og vonbrigðaríkra eftirstríðstíma. Á slíkum berangri er næðingasamt. Sjálfstæði heilla þjóða getur týnzt. En um einn hlut ættum við allir að geta sameinazt, án stjórnmála- legs ágreinings, — þann — að varðveita málið. Og þar hvílir mikil ábyrgð á herðum hvers Reykvíkings. Elías Mar. urinn minn.“ Nú var enginn veiðitími, það vissi drengur- inn vel. En það var eitt- hvað í svfp föður hans, alvar- legt, en þó milt, sem drengur- inn undraðist mest. Og nú létu þeir hestana rölta fót fyrir fót á bökkum Hvítár. Áin var tær og blá, en ofurlitlir vindgárar þutu yfir hana, eins og skuggar á bláu tjaldi. Komu og fóru. Enginn vissi hvert. Það var lík- ast því, að þeir drukknuðu í geislum haustsólarinnar. Faðir- inn var þögull, og drengurinn spurði einskis. Hvítur fugl kom og sveif með miklum hraða eftir miðri ánni, sveigði svo til suðurs og settist skammt frá þeim. Faðirinn sagði: „Þetta er hvít- ur fálki. Konungur allra veiði- fálka. Fugl, sem var svo eftir- sóttur, að hann átti þátt í því að afstýra styrjöldum landa á milli, að því að sagt er. Taktu vel eft- ir honum.“ Það mátti segja, að hann væri alhvítur. Á höfði mátti þó greina nokkur svört strik og nokkra dökka díla á baki og vængjum. Fálkinn flaug með ánni, dálítinn spöl í einu, og settist svo aftur. Svona flaug hann á undan þeim alla leið að veiðistaðnum, Svarthöfða. En þangað var ferðinni heitið. Á leiðinni fékk hinn ungi sveinn fræðslu um, hvernig fálkar væru tamdir og um hina fornu íþrótt margra þjóða, veiðar með tömd- um fálkum eða haukum. Þegar að Svarthöfða kom, flaug fálkinn í átt til fjalla. Hann stefndi til austurs, þangað sem sólin kemur upp á vorin. Hröð vængjaslög báru hann í átt til hvítra fjalla. Faðirinn setti stöngina saman og útbjó önnur veiðarfæri. En drengur- inn teymdi hestana dálítið frá ánni. Svo gekk hann til föður síns, sem var byrjaður að veiða í efsta veiðistaðnum. Síðastliðin tíu ár höfðu þeir verið mikið saman á veiðum, en þó minnst í sumar. Tæpra sjö ára hafði drengurinn fyrst kom- ið með föður sínum hingað. Nokkuð hafði hann lært um veiðar, og margt var ólært enn. Hann hafði lært að hafa ekki hátt við veiðistaðina, láta ekki skuggann sinn falla á ána þeg- ar logn var, og hann kunni að kasta færi sæmilega vel. En fluguveiðin var honum að mestu leyndardómur, og svo var um margt fleira af þeirri vandlærðu íþrótt, sem stangarveiðin er. Það var vani þeirra á veiðum að tala ekki saman nema það minnsta meðan á veiðum stóð. En nú brá faðirinn af þessari venju sinni og talaði við dreng- inn sinn um heima og geima, mest þó um grös og fugla, líf þeirra og háttu. Allt í einu spurði faðirinn: „Hvað langar þig mest að læra?“ Drengurinn svaraði eftir stundarkorn: „Náttúru- fræði eða læknisfræði, helzt hvort tveggja." Lengi veiddi faðirinn þögull. Hann hafði veitt yfir allt veiði- svæðið og nú gengu þeir upp með ánni. Þeir komu að fornum haug, rétt við Haugsstaðavað. Þá var þar einn bezti veiðistað- urinn, og höfðu stórir laxar legið þar um mörg sumur. Þar námu þeir staðar, og faðirinn festi spón á færi sitt. Svo rétti hann syni sínum stöngina og sagði: „Ég ætla að kenna þér að veiða á spón. Þetta er í síðasta sinn, sem við veið- um saman. Áður en næsta vor kemur verð ég dáinn“. En nú var hinum unga manni öllum lokið. Góða stund grét hann við brjóst föður síns. Faðirinn reyndi að hugga hann og benti honum á, að þetta væri leið allra og alls sem lifir. Hann bað hann að treysta guði og ráðlagði hon- um að horfa út í stjörnubjarta vornóttina, ef vantrúin ætlaði

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.