Heima er bezt - 01.06.1951, Side 23

Heima er bezt - 01.06.1951, Side 23
Nr. 4 Heim'a er bbzt 119 Sjóferðir og landafundir: Marco Polo — Maðurinn, sem bætti Asíu við á landabréfið ÞAÐ VAR í Genúa árið 1298. Allsstaðar, þar sem fólk kom saman, heyrðist eitt nafn nefnt. Fyrst í stað líkt og af tilviljun, eða eins og menn vildu slá var- nagla fyrir því, sem þeir sögðu í sambandi við það. Síðar varð orðrómurinn öllu opinskárri, unz öll Genúa ræddi um mann- inn og hafði nafn hans á vör- unum. Þetta nafn var Marco Polo. Var hann kannske einhver af helztu borgurum Genúa? Eða einhver af stríðsgörpum lands- ins? Prestur, ef til vill, sem lýð- urinn var hugfanginn af? Nei, ekkert af þessu. Marco Polo var ofur einfaldlega stríðsfangi, sem frá dögum orrustunnar við Kor- cola hafði verið í fangelsi í Genúa. Virðulegur floti Feneyja hafði látið í minni pokann fyrir Genúa-flota við Korcula, og Marco Polo var aðeins einn af sjö þúsund föngum, sem féllu í hendur Genúa-mönnum. En til eru þeir, sem engin fangelsi geta heft. Sálarlíf þeirra er of lifandi og athafna- ríkt til þess að geta unað lás og slá fangelsisins. Þessum frelsis- unnandi hópi manna heyrði Marco Polo til. Frásagnir af hinni sérstæðu lífsreynslu sinni lét hann samföngum sínum í té á tilbreytingarlausum dögum fangavistarinnar. Sú frásögn barst lengra en fangelsisvegg- irnir náðu, komst til eyrna borg- arbúa og varð loks þess vald- andi, að nafn mannsins var í hvers manns munni. Þá skeði það sérkennilega, að sjálfur fanginn tók fanginn hug Genúabúa með sögum sínum, jafn ríka sem fátæka, sögum af glæsileik og auðæfum Austur- landa. Kvöld eftir kvöld hlaut hann heimsóknir forvitinna og aðdáunarfullra Genúa-búa, og kvöld eftir kvöld hélt þessi tign- aði þulur uppi frásögnum um örlög sín og reynslu í fjarlæg- ustu hlutum heims. — Lífsreynsla þín er vægast sagt ærið sérstæð, sagði einn af samföngum Marco Polo eitt kvöldið. Hvers vegna skrifarðu ekki eitthvað um hana? — O, hver ætti svo sem að hjálpa mér við það, var svarið. — Ég, Rusticano vinur þinn. í fæðingarbæ minum, Pisa, lærði ég frönsku, ritmál aldar- innar. Láttu flytja hingað allt það, sem þú ert búinn að láta skrifa þegar og geymt er í Fen- eyjum, svo skal ég verða sá, sem skráset fyrir komandi kynslóðir frásagnir þínar. Marco Polo sagði frá, og Rusticano skrifaði. Langar klukkustundir fangavistarinnar voru notfærðar til þess að setja þær frásagnir á bók, sem áttu eftir að halda lífi um aldir og enn þann dag í dag teljast hin- ar merkustu, enda til á næstum því öllum tungumálum. Og þetta er frásögnin af Marco Polo og för hans í Aust- urveg .... T. Með lestum ferðamanna og kaupmanna bárust óljósar og tælandi sögur um auðlegð fjar- lægra landa í austri. Þessar sögur komu með hæg- fara úlfaldalestunum, voru sagðar við eldinn í tjaldbúðun- um um langar nætur, flugu sem þytur frá einum kaupmannin- um til annars. Á hverri tíu mílna vegalengd urðu þær enn stórfenglegri og hugmyndaauð- ugri en áður, unz þær að lokum gáfu Evrópubúum hina glæsi- legustu vitneskju um gull, silki, gimsteina og hverskonar jarð- neskan munað, sem hugsazt gat. Bræðrunum tveim, Nicolo og Marco Polo, úr hinni þekktu og virðulegu kaupmannsfjölskyldu Polo í Feneyjum, var enganveg- inn ókunnugt um þetta. Á ferða- lögum sínum höfðu þeir einatt heyrt getið um þessa hluti, og þegar þeir voru á leiðinni milli heimahaganna og verzlunar- stöðvanna í Konstantínópel eða Kortið sýnir leiðir þrer, sein Nicolo, Matteo og Marco Polo fóru.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.