Heima er bezt - 01.06.1951, Page 25

Heima er bezt - 01.06.1951, Page 25
Nr. 4 Heim'a er bezt 121 VORSTORFIN | Um þetta leyti setja voryrkjurnar svip sinn á byggðir og ból í sveitum landsins. Vélarnar hafa þar sem annars staðar veitt mannshöndinni liðveizlu. — Myndin hér að ofan er ! tekin framan í Kotásnum hjá Ásum í Gnúpverjahreppi. Kartöflurnar eru plægðar niður í garðinn og jeppa beitt ! fyrir plóginn. I—------------------------------------------------------------ sem með ykkur er? spyr keis- arinn eftir skamma stund. — Náðugi herra, þetta er einkasonur minn og þjónn yðar, anzar Nicolo. — Einnig hann er hjartanlega velkominn, segir keisarinn og skipar hann meðlim heiðurslíf- varðar síns. Eftir þetta kemur gleðiríkt tímabil í ævi hins unga Marco Polos. Hann hefur einkar góða hæfileika til þess að læra kín- verska tungu og tekst að venj- ast siðum þjóðarinnar fyrir- hafnarlítið. Þegar fram líða stundir kemst hann í álit hjá keisaranum. Margskonar vanda- söm störf eru lögð á herðar hans og hann leysir þau vel af hendi og tekur miklum framförum. Að lokum er Marco Polo send- ur í umboði keisarans til fylk- isins Júnnan til þess að rækja áríðandi starf. Ferðalagið tekur sex mánuði, og hlutverkið er all- vandasamt. En jafnvel þennan erfiða vanda leysir hann svo vel af hendi, að keisarinn undrast, og við heimkomuna er hann sæmdur landstjóranafnbót yfir fylkinu Yangtsjou fyrir norðan Nanking. Marco Polo féll vel að vera í þjónustu keisarans. Með hverju ári sem leið óx hann í áliti hjá húsbónda sínum, og hlutverk þau, sem húsbóndinn fær hon- um að gegna," verða að sama skapi stöðugt vandasamari og þýðingarmeiri. Á hinum mörgu og löngu ferðalögum sínum leggur hann í vana sinn að taka vel eftir og hripa niður til minn- is allt það markverðasta, sem hann lifir og sér, og veita bæk- ur hans því mjög sanna og at- hyglisverða mynd af lífi og menningu Kínverja við lok 13. aldar. í Suður-Kína var hin svo- nefnda „Himnaríkisbyggð", er einkum vakti athygli og undrun Marco Polos. Samkvæmt hans áliti var þetta stærsta borg í heimi, og hann getur þess, að þar séu hvorki meira né minna en tólf þúsund steinbrýr, sem jafnvel stór skip geti siglt und- ir. Um þetta farast honum sjálf- um orð á þessa lund: — Þið skuluð ekki undrast það, þótt hér séu svona margar brýr, segir hann, því að borgin er öll reist á hólmum, sem eru umflotnir vatni líkt og Feneyj- ar. Kaupmenn þessa staðar eru svo margir og auðugir, að ríki- dæmið er bæði óútreiknanlegt og óskiljanlegt. Allt það fólk, sem þar býr, er þegnar stór- khansins, hjáguðadýrkendur og nota peninga úr bréfi. í borginni eru einnig fjögur þúsund böð. og íbúarnir, sem koma þangað oft, eru mjög hreinlegir. Tekjur þær, sem stór-khaninn hefur af borg þessari árlega, nema tuttugu og þrem milljónum dúkata, en sem frekara dæmi um stærð borg- arinnar má geta þess, að þav er eytt á degi hverjum tíu þúsund skálapundum — m. ö. o. 4.250 kg. — af pappír . . . Marco Polo lætur ekkert tæki- færi ónotað til að kynnast hinu víðáttumikla Kínaveldi og reyn- ir á allan hátt að kanna leynd- ardóma þess. Og lesi maður frá- sagnir hans, undrast maður yfir þeirri rótgrónu og þroskuðu menningu, sem kínverskt þjóð- félag hefur grundvallazt á. Þeg- ar hann dvaldist þar fyrst, var pappírsmyntin hið mesta undr- unarefni, enda segir hann ná- kvæmlega frá því, hvernig notk- un hennar fari fram. — Börkurinn er tekinn af greinum móberjatrjánna, lagð- ur i bleyti, og síðan mulinn í mortéli. Úr efni þessu er búinn til pappír, sem á allan hátt er líkur þeim pappir, sem gerður er úr bómull, nema að því leyti, að þessi er svartur á litinn. Pappírinn er síðan skorinn í svo til ferhyrnda parta, og hver partur er handleikinn af slíkri nákvæmni og umhugsun, að ætla mætti, að um gull væri að ræða. Á hvern seðil skrifa svo sérstakir embættismenn nafn sitt og setja þar auk þess stimp- il sinn. Að þessu loknu dýfir æðsti maður fjármálanna sér- legum stimpli sínum í blöndu brennisteins og kvikasilfurs og stimplar alla seðlana. Að því loknu eru bréfseðlarnir fyrst lögmætir peningar, og reyni ein- hver að líkja eftir þeim, er hon- um refsað með lífláti. Þegar á þessum tímum var hið volduga Kínaveldi mjög vel skipulagt, og á hinum mörgu ferðalögum sínum í erinda- gjörðum keisarans, fær Marco Polo tækifæri til að sannfærast um þetta. Samgöngur eru til- tölulega góðar og áreiðanlegar, Allar leiðir liggja til Peking og keisarans. Með tuttugu og fimm mílna millibili er komið fyrir áningastöðum, þar sem sendi-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.