Heima er bezt - 01.06.1951, Qupperneq 26
122
Heim'a er bezt
Nr. 4
mönnum keisarans og fylgdar-
liði þeirra er veitt góð móttaka.
Á öllum slíkum stöðum eru hús
með þægilegum hvíldarbekkj-
um fyrir þreytta ferðamenn. Að
minnsta kosti fjögur hundruð
hestar eru jafnan til reiðu á
hverjum áningarstað; og fyrir
liggur skipun um það frá sjálf-
um keisaranum, að sendimönn-
um hans skuli veitt öll sú þjón-
usta og þægindi, sem unnt sé að
láta í té.
Milli áningastaða þessara eru
svo smærri hús við þriðju
hverja mílu, þar sem hægt er að
koma við, ef nauðsyn krefur og
veitt er móttaka hraðboðum.
Hraðboðarnir hafa meðferðis
einskonar gjarðir með bjöllum,
og þegar þeir koma hlaupandi,
heyrist í bjöllunum langar leið-
ir, svo að hlauparar þeir, sem
taka við hraðboðinu næsta á-
fangann, geti hafið undirbún-
inginn í tæka tíð og komið boð-
unum áleiðis, án þess að þau
þurfi að tefjast. Hver hraðboði
kemur orðsendingunni, bréfinu
eða hvað það nú er, áleiðis til
næstu slíkrar stöðvar, og þar
tekur annar við. Á þennan hátt
geta keisaranum borizt fregnir
með fljótum hætti hvaðanæva
úr ríkinu, og fyrir bragðið getur
hann fylgzt allvel með hverju
því, sem gerist í hinum fjar-
lægustu landshlutum.
III.
Ókunnur heimur, — nýr
heimur fyrir þann, sem kemur
úr vesturátt.
Vissulega var ærið margt nýtt
á vegi Marco Polos á ferðum
hans til Kína. Áður höfum við
minnzt á pappírsmyntina. Stein-
kol var enn ein nýjung fyrir
hann.
— Um gjörvallt landið er i
jörðu svört bergtegund, sem
íbúarnir grafa upp og höggva.
Þegar eldur er borinn að henni,
brennur hún líkt og viðarkol, en
þolir hinsvegar eldinn miklu
betur en viðurinn gerir. Kveiki
maður í þessu að kvöldi til, log-
ar það alla nóttina.
Á ferðum sínum í hinu fjar-
læga austri kemst Marco Polo
einnig í kynni við Japan, sem
hann nefnir fyrstur manna í
bókmenntum Evrópu. Svo virð-
ist, sem hann hafi aldrei kom-
izt þangað sjálfur, en aðeins
viðað að sér margskonar fróð-
leik um þessar eyjar.
— Zipangu, á kínversku Dschi
-pan-kue, er land sólaruppkom-
unnar, eyja, sem liggur nokkuð
langt frá meginlandinu, segir
Marco Polo. íbúar þess eru vel
vaxnir og siðmenntaðir. Þeir
eiga ógrynni auðæfa í dýrmæt-
um málmum. f konungshöll
þeirra eru gólf og gluggar þakt-
ir gulli, en ekki leyfir konungur
neinn útflutning á því úr land-
inu. í fjölda herbergja eru smá-
borð hlaðin þykku og þungu
gulli, og einnig er þar mikið um
perlur og gimsteina.
Það er ef til vill ekki undar-
legt, þótt slíkur orðrómur missti
sannleiksgildið í meðförunum
og tendraði bál ágirndar og
stríðslöngunar hjá kínverska
keisaranum. Á árunum 1274—
1281 gerði floti hans ítrekaðar
tilraunir til að ráðast inn í
Japan, en var hrakinn á flótta
eftir mikið manntjón. Það staf-
aði jöfnum höndum af hetju-
legri vörn Japana og innbyrðis
valdastreitu og ósamkomulagi
kínversku yfirmannanna.
Þannig liðu árin. Keisarinn
eltist, og það gerðu ítalirnir
þrír líka. Oftar en einu sinni
ræddu þeir við keisarann um
möguleika á því að snúa við til
Feneyja, en hann vildi ekki
hlusta á slíkt tal. Honum þótti
svo vænt um þá, sagði hann, að
hann gat ekki til þess hugsað
að verða að sjá þeim á bak.
Að lokum kom samt tækifær-
ið til heimferðar — eftir seytj-
án ára dvöl í Kína. Argon Persa-
konungur hafði sótzt eftir kín-
verskri prinsessu, sem hann
vildi eignast. Uppáhaldskona
hans hafði nefnilega sálazt, en
á banabeði sínu látið manninn
sinn heita sér því að kvænast
aftur stúlku af sama kynþætti
og hún var. Kínverski keisarinn
féllst á þessi tilmæli og ákvað
að senda prinsessu eina, sautján
vetra, til Persíu. Þegar persneski
sendimaðurinn átti að leggja af
stað til heimalands síns með
prinsessuna, neyddist hann af
stj órnmálalegum orsökum til
þess að fara sjóleiðis. Hann fór
því þess auðmjúklega á leit, að
hann mætti sigla undir stjórn
hins ferðavana Marco Polos, og
leyfið fékkst.
Árið 1292 lagði svo af stað frá
hafnarborginni Zaiton floti
nokkur, sem í voru hvorki meira
né minna en fjórtán fjórmöstr-
uð skip, og á því stærsta voru
rúmlega tvö hundruð og fimm-
tíu hásetar. Feneyj abúarnir
þrír — Marco Polo varð nefni-
lega samferða föður sínum og
föðurbróður — hlutu ógrynnin
öll af gjöfum frá keisaranum við
brottförina, tóku einnig gjafir
til páfans og helztu konúnga á
Vesturlöndum. Með vistir til
tveggja ára um borð lögðu skip-
in svo frá landi og hófu hina
ævintýralegu ferð sína.
Ferðin varð bæði löng og erf-
ið, en einkum þó fengsæl frá
landfræðilegu sjónarmiði. í rit-
um Marco Polos sjáum við get-
ið um áður ókunna hluta heims-
ins. Þannig er hann fyrstur
manna, sem segir frá Indlands-
hafi, Jövu og Sumötru, Ceylon
og margbreytileik Indlands.
Abessinía og Sansibar koma
einnig við sögu. Heimferðin tek-
ur tvö löng og hættusöm ár, og
þegar loks er stigið á land í
Ormuz við Persaflóa, hafa tveir
af sendimönnunum og sex
hundruð manns af skipverjun-
um látizt. í Ijós kemur einnig,
að persneski brúðguminn er
sálaður, en prinsessan fagra
gengur þess í stað að eiga bróð-
urson hans.
Nú hefðu Feneyjamennirnir
þrír að réttu lagi átt að snúa við
til Kína, samkvæmt loforði sínu
við keisarann, þegar lagt var af
stað. En að lokinni þessari
löngu sjóferð halda þeir kyrru
fyrir í Persíu um níu mánaða
skeið, þar sem þeir njóta hvers
kyns þæginda og virðingar. Þeg-
ar þeir að lokum yfirgefa Persíu,
eru þeir leystir út með ríkuleg-
um gjöfum. í Trapezunt við
Svartahaf nær hins vegar til
þeirra fregnin um það, að keis-
arinn í Kína hafi látizt árið
1294, áttatíu ára að aldri. Þá
varpa þeir á bug öllum frekari
ráðagerðum um það að snúa aft-
ur til Kína, og fara þess í stað
beina leið til Konstantínópel.
Eftir tuttugu og fjögurra ára
fjarveru hafna þeir í Feneyjum