Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 27
Nr. 4 Heima er bezt 123 SANNAR FRÁSAGNIR IV: Þegar samferðamaður minn dó eftir Petulengro Sökurn rœfilslegs útiits síns átti greinarhöfundur erfitt með að fá far með nokkru skipi frá Bandaríkjunum til Eng- lands, þangað til farmiðasalinn á „Campania“ lét tilleiðast ári síðar, og með því lýkur Mar- co Polo, fertugur að aldri, ein- hverju sérstæðasta ferðalagi, sem nokkur maður hefur far- ið í. IV. Feneyjar hylltu þremenning- ana eins og hetjur við komu þeirra heim. Aldrei þreyttist fólk á að heyra lýsingu þeirra á keisaranum í Kína og lifnað- arháttunum í hinu sérkennilega ríki hans. Marco Polo var líka sögumaður af guðs náð, er með skærum litum gat dregið upp mynd af því, sem hann hafði lifað, — ævintýrunum við yzta jaðar heims. Ljómi sögu og sagna lék um persónu hans, og fæðingarborg hans gaf honum lika nafnið — „II Milione“ — á- reiðanlega hálft í hvoru í gamni og alvöru, þareð hann nefndi sifellt í frásögu sinni milljónir og aftur milljónir af þessu og hinu, hvort heldur það nú voru riddarar, borgir, skip eða eitt- hvað annað. Svo skall á stríð 1298; Genúa réðist á Feneyjar með stóran flota. Að sjálfsögðu veitti Marco Polo fæðingarborg sinni lið og var skipaður yfirmaður á einu herskipanna. Eins og áður er sagt, bar Genúa sigur úr být- um í orrustunni við Korcula. og í hópi mörg þúsund landa sinna var Marco Polo fluttur sem stríðsfangi til Genúa. Og þá erum við aftur komin að þeim tíma, þegar sögur fóru að berast af einum merkilegasta manni 13. aldarinnar. Marco Polo verður nú sáhii þulurinn í Genúa sem hann hafði áður ver- ið í Feneyjum. Ungir sem aldn- ir, vinir sem óvinir, leggja leið sína í fangelsið til hans og hlusta á frásögn hans. Hann er maður, sem ekki er hægt að hafa í fangelsi til lengdar, og eftir ársdvöl í prísundinni er honum veitt frelsi og leyfi til að snúa aftur til Feneyja, þar sem hann lifði við sæmd og nægtir til dauðadags. Það er ekki vitað með vissu, hvaða ár Marco Polo lézt, því að af því fer tvennum sögum. í ársbyrjun 1324 semur hann þó erfðaskrá sína, og vitað er með vissu, að hann er látinn ári síð- ar. Sennilegt er, að Marco Polo MÉR VAR visað inn í tveggja manna káetu á afskekktum stað neðarlega í skipinu. Ég geri ráð fyrir því, að velgjörðamaður minn, farmiðasalinn, hafi kom- ið mér fyrir þar niðri með þann möguleika í huga, að ég kynni að fá æðiskast og ónáða aðra farþega. Ég hélt mig ofanþilja meðan bjart var, unz við vorum komn- ir drjúgan spöl frá landi og hvert annes horfið sýn. Salt sjávarloftið var sem ilmandi veig í vitum mínum og hressti við bágborinn hausinn á mér. Handan við þetta gráa úthaf beið mín England. Ég var glað- ari og hugsun mín skarpari en verið hafði um margra vikna skeið. En þegar myrkur var skollið á, dró ég mig niður í hina svip- litlu vistarveru mína. Ég var þreyttari en mig rak minni til að hafa verið áður, nema verið hafi þegar ég var á leiðinni heim frá hafi látizt árið 1324. Hann var borinn til hinztu hvílu í Feneyj- um með hátíðlegri viðhöfn. — Ferðalög Marco Polos höfðu geysimikla þýðingu fyrir framtíðina, segir landkönnuð- urinn og vísindamaðurinn Sten Bergman í bók sinni, „Frægar könnunarferðir“. Frásagnir hans um dularveldi og auðæfi Austurlanda hafa öldum saman hvatt sjófarendur og landkönn- uði til ferða um Zipangu og lönd stór-khansins. Jafnt Vasco da Gama, sem Columbus hafa á- samt fjölmörgum öðrum hlotið hvatningu frá Marco Polo. Þannig ritaði ungi maðurinn frá Feneyjum nafn sitt óafmá- anlegt á söguspjöld landfræði- vísindanna með ferðum sínum í Austurveg og snjöllum lýsingum á þeim heimi og háttum, sem þar var að finna. Ástralíu. Þarna var svo bólið mitt, með snjóhvítu laki saman- lögðu, líku risavöxnu ermalíni, sem lagt hafði verið ofan á ábreiðuna, er merkt var ein- kennismerki Cunard-félagsins. Nú þurfti ég ekki lengur að brjóta heilann um störf í þágu Churchill-fyrirtækisins. Ég gat sofið eins lengi og ég vildi. Ferðasaga Frh. af bls. 111. trjáreit, fyrir sunnan tún, mjög fagran. Þar voru margar trjá- tegundir. — Á Akureyri sáum við bæði Listigarðinn og Gróðrarstöðina. í tr j ágöngum Gróðrarstöðvar- innar eru trén svo hát og þétt, að skuggsýnt er þar í glaða sólskini. Þá segir ekki af ferðinni fyrr en við komum i Reykjaskóla í Hrútafirði kl. 2 um nóttina. Þá höfðum við verið 5 daga á ferð- inni, 3 daga norður og 2 til baka. Tvennt höfðum við verið sér- staklega heppin með í þessari ferð, veðrið, sem gat ekki verið ákjósanlegra, og fararstjórann, Sigurð smíðakennara, er var á allan hátt hinn liprasti leiðbein- andi og ágætur félagi. Aftur á móti var þetta of hröð ferð, til þess að njóta hennar í fyllsta mæli, en skilyrði voru ekki fyrir hendi, til þess að fara hægar yfir. En þetta voru smámunir hjá þeirri ánægju og gagni, sem mér fannst ég hafa af ferðinni. Kostnaður varð mjög lítill, aðeins 22 kr. sætið. Ég eyddi alls í ferðinni kr. 50.00. Það voru litl- ir peningar þá, hvað þá heldur nú á tímum. Áhrifin frá þessari ferð verða mér lengi minnisstæð og vil ég eindregið hvetja alla, og þá fyrst og fremst Breiðfirðinga, til þess að ferðast sem mest um landið, sér til gagns og gleði.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.