Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.06.1951, Blaðsíða 32
128 Heim'a ER BE'ZT Nr. 4 Föndur fyrir unglinga: Smíðaðu sjálfur flugvélar ÞEGAR LOFT HITNAR, „stíg- ur“ það upp þangað, sem kald- ara er. Þú hefur eflaust tekið eftir því í baðherbergi eða þvottahúsi, þegar gufan safnast fyrir uppi yfir höfði manns. Orku þá, sem hinn stígandi hiti er, ættum við nú að geta hag- nýtt okkur til þess að láta bera uppi tvær litlar flugvélar. Smíð- irðu þær eftir þeim fyrirmælum, sem hér eru gefin, og látirðu þær standa yfir ofni eða hita- leiðslu, halda þær áfram að fljúga í hring svo lengi sem ein- hver eldur er í ofninum eða hiti í leiðslunni. Loftið þrýstir á vængina, sem settir eru á ská, og kemur flugvélunum til að halda áfram. Hafið flugvélarnar báðar sem líkastar að stærð og sniði. Þver- bitinn, sem merktur er F, á nefnilega að vega salt á stál- teinsoddi, og eins og þú munt skilja, verður þunginn að vera jafn báðum megin. Flugvélarnar eru samsettar úr hlutunum A, B og C, sem þú klippir eða skerð út úr pappa. Skrúfurnar væri bezt að hafa úr næfurþunnum málmi, t. d. þeim, sem er í tóbaksboxum eða þvíumlíku. Skrúfurnar eru sið- an festar við flugvélarnar með títuprjónum. Þverbitinn F, sem flugvél- arnar eiga að hanga í, er búinn til úr þykkum pappa (sjá fig. 1 og 2). Þú skerð í pappann nærri jöðrunum báðum megin og Á þverbitanum miðjum set- urðu minni hlutann af venju- legri smellu (E). Miðju bitans geturðu hæglega fundið með því að láta hann vega salt á oddinum á vasahnífnum þín- um. Smelluhlutinn á að vera eins- konar „kúlulega" fyrir sttöng- ina D, sem endar í skörpum oddi. Stöngin er síðan beygð þannig, að hún geti staðið upp á endann. Munið eftir því, að götin, sem tvinninn er dreginn gegnum til beggja endanna, eiga að vera tvö, til þess að flugvélarnar snúi jafnan í rétta átt. Til fegurðarauka er hægt að mála flugvélarnar í ólíkum lit- um. Að því búnu hefurðu eign- Hvaðan er þessi mynd? Margar sér- kennilegar myndir gefur að líta í íslenzkum fjöllum. Allir kannast við vík- ingaskipið á barmi Almanna- gjár og Matthías Jochumsson í fjallöxlinni á Hellisheiði, rétt fyrir neðan azt flugvélar, sem geta flogið svo langt sem verkast vill, án þess að þurfa að setjast. brýtur inn af, til þess að þver- bitinn verði stinnari og nægi- lega sterkur til að halda báðum flugvélunum, jafnvel þótt hit- inn verði nokkuð mikill. Flug- vélarnar eru tengdar þverbit- anum með tvinna. Hverdalina. Hér birtist mynd, sem einnig er sérkennileg og mætti nefna hana Frið- arbogann. Það er ekki líklegt að margir kannist við hana, en Friðar- boginn er á undurfögrum stað, sem fáir hafa að vísu komið á, en æ fleiri eru nú farnir að heimsækja. (Sjá um getraunina á annari síðu þessa blaðs).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.