Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 2

Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 2
34 Heima er bezt Nr. 2 Þ jóðlegt h e i m i I i s r i t ------------------------------------------------------- - - ^ HEIMA EK BEZT • Hcimilisblað með myndum Kcmur út mánaðar- lesra • Áskriftagjald kr. 67.00 • Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri • Ábyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson ■ Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík Prentsm. Edda h.f. v_________________________:..................................... J Efnisyfirlit Bls. 35 Gleði á heimilunum — eindrægni í sveitunum, EFTIR BÖÐVAR Á LAUGARVATNI. — 37 Á Hafnarslóð, KITIR ÞokBJÖRN ÞÓRfiARSON I./FKNI. — 42 Varðhundurinn, KFTIR ÁSTRID StKFÁNSSON. — 44 Hugrleiðingar ferðamanns, KFTIR ÞORSTEIN MaTTHÍASSON. — 48 Frá Alg-iersborg til Bou Saada, I.FTIR SlGlIRJÓN FRÁ ÞORGF.IRSSTÖDUM. — 52 Frá Fornahvammi til Ameríku. Endurminningar Hf.i.ga Þórðarsonar. — 56 Svona fór um sjóferð þá, f:ftir Magnús Jóhannsson, hafnaknksi. — 58 Fjallabúar, framhaldssaga, K.FTIR KRISTIAN KrISTIANSEN. — 64 Myndasagan: Óli segir sjálfur frá. Skrítlur og margt fleira. Forsíðumyndin: Stóri-Núpur í Gnúpverjahreppi Nú flytur HEIMA er BEZT mynd af sveitaprest- setri hér sunnanlands, sem um eitt skeið var þekkt um gjörvalt landið. Það er Stóri-Núpur í Gnúp- verjahreppi. En sá maður, sem þar gerði garðinn frægan, var séra Valdimar Briem vígslubiskup. Eins og kunnugt er, var hann eitt hið mesta sálmaskáld, sem ísland hefur átt og það er víst, að bsztu sálm- ar hans munu ekki fyrnast á meðan íslenzk tunga er töluð. Það eru nú sex ár síðan að öld var liðin frá fæðingu þessa ágætismanns í íslenzkri presta- stétt. Valimar Briem var fæddur á Grund í Eyja- firði 1. febrúar 1848. Foreldrar hans voru Ólafur trésmiður og skáld Briem og kona hans Dómhild- ur Þorsteinsdóttir, hreppstjóra á Stokkahlöðum Gíslasonar. Eftir lát föður síns fór Valdimar til föðurbróður síns, síra Jóhanns Briem, að Hruna. Hann fór í Latínuskólann í Reykjavík árið 1863 og útskrifaðist þremur árum síðar, en eftir það stund- aði hann kennslu í Reykjavík næsta vetur. Hann fékk Hrepphólaprestakall 1873, og var þar þangað til það kall var lagt niður. Þegar í skóla bar á því, að Valdimar var vel skáldmæltur. Orti hann margt af gamankviðlingum og samdi víst leikrit. Eru til ýmsar hnyttnar gamanvísur eftir hann. Naut hann snemma mikils álits í prestastétt og var skipað sæti í sálmabókarnefndinni (1878), er átti að efna til nýrrar sálmabókar, þeirrar, er nú alveg nýlega hefur verið endurskoðuð. Séra Valdimar kom að Stóra-Núpi árið 1880 og var þar prestur þar til hann lét af embætti árið 1918, en þá tók Ólafur sonur hans við. Hann var um langt skeið prófastur i Árnessþingi og vígslu- biskup Skálhollsstiftis. Séra Valdimar andaðist á Stóra-Núpi 3. maí 1930. Hann var afkastamikill rithöfuntíur og unni mjög öllum innlendum fróð- leik. Studdi hann og manna bezt hinn merka fræði- mann, Brynjólf frá Minna-Núpi, en hann dvaldi oft um lengri tíma hjá séra Valdimar. Það er fallegt á Stóra-Núpi og jörðin er kosta- jörð, enda mun séra Valdimar hafa búnazt þar ágætlega. Stóri-Núpur er nú ekki lengur prest- setur. Hefur farið um hann eins og svo mörg prest- setur á landinu, að þau hafa verið lögð niður. Er það oft miður farið, og nokkurrar skamm- sýni gætir í þessum málum.Hefði sann- arlega átt vel við, að sá staður, sem _sálmaskáldið gerði frægan, hefði á- fram verið aðset- ursstaður presta héraðsins. Margir merkir prestar haf a búið á Stóra-Núpi, og má meöal þeirra nefna séra Skúla Gíslason, þj óösagr,aritarann fræga. Sveitaprestsetrin voru menningar- miðstöðvar um langan aldur. Eng- inn veit hvað ís- lenzka þjóðin á prestastéttinni að þakka. Margir prestanna voru ágætir fræðimenn á veraldarvísu og söfnuðu margskonar fróðleik, sem ella hefði týnzt. Sumir þeirra urðu beinlínis leiðtogar héraðs síns, þegar vanda bar að höndum, eins og séra Jón Steingrímsson á tímum Móðuharðindanna. Og enn hafa prestarnir mikið hlutverk að inna af hendi, ekki sízt úti um hinar dreifðu byggðir. Á Stóra-Núpi var Ólafskirkja að fornu. En áður stóð kirkjan í Steinsholti, og var þar höfuðkirkjan og prestsetrið. Það var Maríukirkja. Hún var af- tekin og prestsetrið flutt að Stóra-Núpi með kon- ungsbréfi árið 1789. Lágu nokkur bænhús undir Stóra-Núps-kirkju, en langt er síðan þau voru lögð niður. Með lögum frá 1880 var Hrepphólaprestakall lagt niöur og sameinað Stóra-Núps-prestakalli, en nú er prestsetrið á Skarði. Myndina túk Þorvaldur Agústsson.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.