Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 15
Nr. 2
Heima er bezt
47
án hefur þegar kynnst þeirri til-
finningu, sem grípur veiðimann-
inn, þegar fyrsti laxinn spriklar
á færinu og er dreginn á land.
Ég á þetta eftir og kynnist því
ekki fyrr en síðar og þá vestur í
Dölum, en það er nú önnur saga.
Hún er mjög ánægjuleg á svip-
inn, frú Herdís, þegar hún virðir
fyrir sér þennan fallega fisk,
enda má hún una hlut sínum
vel, þar sem þetta er eini fisk-
urinn, sem á land kemur á þess-
ari vöku.
Eftir að hafa dvalið góða stund
á Laxamýri, snúum við Kristján
aftur til Húsavíkur, en veiði-
mennirnir ganga til náða.
Síðasti dagurinn á Húsavík.
Hér hefur verið gott að búa. An-
etta með ljósa lokka og bjartar
brár, hefur gengið um beina, hýr
og prúð alla daga. Er þess að
vænta að veröldin verði henni
svo góð, að barnslega brosið lifi
sem lengst í björtum augunum,
til þess að ylja þeim vegfarend-
um, sem á leið hennar verða.
Ég fæ ágætan bílstjóra til að
flytja mig til Akureyrar. Sólin
skín glatt og við förum rólega.
Laxá fellur blátær með hvítum
straumköstum milli grænna
gróðursælla bakka. Rjúpnahóp-
arnir eru eins og stórar fjár-
hjarðir meðfram veginum og á
veginum, svo bílstjórinn má hafa
alla gát til að valda þeim ekki
tjóni.
Við stönzum í „vorsins græna
ríki“ og teygum að okkur ilm
skógarins, sem aldrei svíkur.
Innan stundar erum við á Akur-
eyri. Heima h]á Sigurði og frú
Herdísi skrifa ég síðustu dag-
bókarblöðin í þessari ferð.
Og svo er þessum ferðaþáttum
lokiö. Tuttugu yndislega sumar-
daga hefi ég dvalið á áður ó-
þekktum slóðum, meðal fólks,
sem ég hafði lítil eða engin
kynni af áður, þegar frá eru
teknir nokkrir gamlir skólafé-
lagar. Á þessum dögum hef ég
eignazt margt skemmtilegt í
myndasafn minninganna, margt,
sem ég vildi ekki án vera og tel
mig ríkari fyrir að hafa náð í.
Ég hef séð reisuleg bændabýli,
vel búin skip, iðjuver og verzl-
unarhús, séð starfsfúsar hend-
ur vinna við hin margþættu
störf íslenzkra atvinnuhátta. En
segja má að enginn þurfi að
leggja leið sína vítt um til að sjá
allt þetta, því sú saga skeður í
svo að segja hverri byggð. Enda
eru það ekki fyrst og fremst
stórhýsin og skipaflotinn á
hverjum stað, sem vakið hefur
athygli mína, þó allt slíkt beri
að vissu marki vott menningar-
legrar framvindu. Það er fólk-
ið sjálft, viðbrögð þess í leik og
starfi, mat þess á mönnum og
málefnum, viðhorf þess hvers til
annars og tengsl við hina lif-
andi náttúru. Þetta er í mínum
augum það sem mestu máli
skiptir. Því er það, að ég hef
stundum sleppt að nefna ný-
sköpunartogara eða stórhýsi,
sem vissulega væri þess vert að
tala um, en fremur látið hug-
ann reika út í skóg, þar sem
blærinn bærir bjarkarlaufið og
æskufólkið skemmtir sér í
grænum lundi, eða út að strönd-
inni, þar sem aldan mynnist
blítt við sandinn sumarfögur
kvöld, og sá, sem einveru leitar
finnur sinn frið. Ég hef líka
staldrað við á reitnum og síldar-
planinu, þar sem fólk hefur
staðið að störfum. Og ég hef leit-
að út að ánni þar sem sprett-
harður lax glímir við stríða
strauma og veiðimaðurinn full-
ur áhuga rekur færið sitt til að
handsama þennan gullfisk ís-
lenzkra vatna.
Upp í efstu byggðum íslenzkra
fjalla hefi ég hlýtt á kirkju-
söngva aldurhnigins bónda, sem
í sínum fábreytta einfaldleik
hafa djúp áhrif á vegfarandann
sem á hlýðir. Þannig hefi ég
eignast nokkrar svipmyndir úr
þjóðlífinu, svipmyndir sem fram
áttu að koma í þessum þáttum,
en mér er ljóst að hvergi eru svo
vel dregnar sem efni stóðu til.
íslenzkri þjóð mun vel vegna
um aldir fram, ef bóndinn trúir
á mátt þeirrar moldar sem hann
yrkir, sjómaðurinn á auðæfi
hafsins sem um útnesin flæðir,
iðjuhöldurinn á afl vatnanna
sem af fjöllunum falla og síðast
en ekki sízt, fólkið í landinu
skynjar það og skilur að hinn
óráðni draumur framtíðarinnar
birtist í brosandi barnsaugum
æskunnar í landinu.
Úr gömlum bföðum
Vestur-Skaftafellssýslu 2. nóv.
— ... Aðfaranótt 26. f. m. fauk
skip, 6-æringur, í Vík og brotn-
aði í spón, enda var þann dag
og næsta dag ofsastormur. í
veðri þessu eyðiagðist enn að
nýju nokkuð af Meðallandi af
sandfoki. Slýjar og Eystri-
Lyngar, þar sem prestur okkar
(séra Jón Straumfjörð) er enn
til heimilis, sukku í sand, svo að
skríða verður út úr húsdyrun-
um, og gluggum verður ekki uppi
haldið, svo að dimmt er í hús-
um um bjartan dag. Jafnóðum
og sandurinn er mokaður frá,
hrynur hann aftur að, og hve-
nær sem gustur er, kemur sama
moldviðrið.
Hygginn hundur
Bóndi nokkur í Danmörku
átti stóran og ljómandi fallegan
hund. Honúm þótti vænt um
hundinn, enda var hann af-
bragðs fjárhundur. Hvert ein-
asta kvöld kom hann heim með
allt féð, og aldrei vantaði eina
kind hvað þá meira.
Kvöld eitt um páskaleytið
kom féð heim, en hundurinn
sást hvergi. Lengi var beðið
eftir hundinum, og bónd-
inn var öðru hvoru að ganga
út og kalla á hann. Hann bjóst
við að slys hefði komið fyrir
hundinn. Snemma næsta morg-
uns gengu bóndinn og unglings-
piltur til þess að leita hunds-
ins. Jörð var hvít af hrími og
mjög kalt í veðri. Þegar þeir
komu þangað, sem fénu var
haldið til beitar, sáu þeir hvar
hundurinn lá á jörðinni og
dillaði rófunni. Þegar þeir komu
þangað, hljóp hundurinn til
þeirra, og hvað haldið þið að
þeir hafi séð? Nýfætt lamb, sem
móðirin hafði dáið frá. Hund-
urinn hafði legið þarna alla
nóttina og haldið á því hita, svo
að það gæti haldið lífi. Lambið
var bráðlifandi. Maðurinn
klappaði gáfaða hundinum sín-
um og bar lambið heim til
bæjar.
(Eftir 14 ára dreng).