Heima er bezt - 01.02.1954, Page 9
Nr. 2
Heima er bezt
41
við inn á veitingastað á leiðinni
og fengum okkur kaffi með kök-
um, því að okkur var farið að
svengja.
Á fæðingardegi konungs 18.
apríl var mikil hátíð í háskól-
anum. Hátíðasalur skólans var
mjög skrautlegur og allir veggir
klæddir forkunnarfögrum og
stórum málverkum af atburðum
úr sögu Danmerkur. Þar var
samankominn múgur og marg-
menni. Ekki var konungur þar
sjálfur, heldur krónprinsinn og
eitthvað af fjölskyldu hans og
sátu í sérstakri stúku. Fyrst
sungu stúdentar hátíðasöngva
og var hátíðinni einnig lokið á
sama hátt. Söngurinn tókst á-
gætlega og hafði ég mesta
ánægju af honum. Þá sté rektor
í ræðustól og talaði lengi. Var
ræðan um stjörnuspekinginn
Tycho Brahe. Að henni lokinni
afhenti rektor sex stúdentum
heiðurspeninga úr gulli fyrir rit-
gerðir, er þeir höfðu samið. Einn
þessara stúdenta var íslending-
ur, Óláfur Dan Daníelsson. Stúd-
entarnir voru kallaðir fram og
gengu þeir til rektors hver af
öðrum og tóku á móti verðlaun-
unum. í leiðinni gengu þeir fram
fyrir konungsstúkuna og hneigðu
sig kurteislega, eins og siður
mun við slík tækifæri. En einn
af dönsku stúdentunum gerði
hér undantekningu á. Hann
strunsaði framhjá og leit hvorki
til hægri né vinstri. Kvað hafa
sagt, að hann gæfi ekki meira
fyrir kóng en kotung. Sá hinn
sami hafði samið ritgerð um
Statsvidenskab (stjórnfræði) og
hlaut peninginn að verðlaunum.
Loks vil ég minnast hér á
nokkra góðkunningja mína að
heiman, sem ég hitti hér, en hef
ekki getið um fyrr:
Edwald Möller frá Eskifirði var
einn þeirra. Hann hafði dvalið
fimm eða sex ár í Kaupmanna-
höfn og var því orðinn hagvan-
ur. Kom ég oft heim til hans og
var þar stundum gestkvæmt
mjög, Danir, íslendingar, karlar
og konur. Var þar oft glatt á
hjalla og veitingar góðar, kaffi
eða bjór. Þegar ég hitti Edwald
einan heima, settumst við jafn-
an að tafli, sem stundum stóð
lengi, en endaði þó oftast með
sigri Edwalds.
Þá hitti ég oft Sigurð Eggerz
frá Akureyjum. Hann hafði þá
verið sex ár í Höfn og orðinn vel
kunnugur. Kom það mér oft að
góðu haldi, sem var nýkominn
og ókunnugur. Ég þurfti að fá
mér saumuð föt og leitaði lið-
sinnis og ráða hjá Sigurði. Brá
hann skjótt við og fór með mig
til klæðskera Jensens í Köbmag-
ergade, sem tók að sér að skinna
mig upp. Fékk ég jakkaföt fyrir
sextíu og fimm krónur og þurfti
ekki að standa skil nema á helm-
ingi þess til næsta árs. Þegar
fötin komu heim til mín og frú
Scheumann sá mig í þeim, var
hún ekki ánægð með þau og
hafði margt út á þau að setja.
Bauðst hún til að fara með þau
aftur til Jensens og fá um bætt.
Kom þá upp úr kafinu, að frúin
hafði lengi verið við saumaskap
hjá honum áður en hún giftist.
Fötin komu svo aftur eftir
nokkra daga í nýrri og betri út-
gáfu.
Jón Stefánsson úr Sauðárkrók
hitti ég mjög oft, ýmist heima
hjá honum eða hjá mér. Hann
var nýliði í hóp stúdenta í Höfn.
Fórum við oft saman um bæinn
til að kynnast sem flestu og læra
að þekkja sem flest. Við komum
á söfn, leikhús, aðra skemmti-
staði og veitingahús. En allt fór
það fram með stillingu og sið-
prýði. Var Jón jafnan sama
prúðmennið og ég hafði þekkt
heima. Páskadaginn fór ég um
hádegið upp á Garð og hitti Jón.
Vorum við saman allan daginn
eftir það. Var veður gott, logn
og blíða, en samt ekki mikil um-
ferð um bæinn. Fyrst fórum við
á sýningu í Charlottenborg og
skoðuðum þar meðal annars Úti-
legumanninn, höggmynd Einars
Jónssonar, og Þingvöll, málverk
Þórarins Þorlákssonar. Lítið var
þá enn farið að bóla á því, er
síðar skyldi verða lífsstarf Jóns.
Skömmu eftir að ég kom til
Hafnar tók Sveinn Björnsson
úr Reykjavík mig með sér upp
á Sívalaturn og ætlaði að sýna
mér Kaupmannahöfn þaðan og
alla hennar dýrð. Varð ég fyrir
vonbrigðum, því að veður var
ekki vel bjart né tært loftið og
sást því lítið útífrá. Nokkru síð-
ar var það, að ég fór að heim-
sækja Guðm. Finnbogason, en
hann gat lítið sinnt mér, sem
ekki var heldur von, því að hann
var þá önnum kafinn að ljúka
sinu lokaprófi og margs að gæta.
En Sveinn, er bjó með Guð-
mundi, var heima. Hermdi hann
þá upp á mig fornt loforð að
heiman eða áheit, ef ég næði
sæmilegu embættisprófi. Reynd-
ar mundi ég nú ekkert eftir
þessu, en véfengdi ekki sann-
sögli Sveins. Bauð ég honum nú
með mér í Konunglega leikhús-
ið einhvern næstu daga er hann
sjálfur valdi. Við fengum þar
ágæt sæti uppi á svölum (Bal-
kon) í fremstu sætaröð fyrir
miðju leiksviði. Allt í kringum
okkur voru öll sæti upptekin af
prúðbúnu fólki, er mér virtist
vera stórmenni (Aristokrati)
borgarinnar. Leikið var söng-
leikurinn Lamía. Kom frægi
söngvarinn Harold þar fram í
gervi Zeus hins gríska og frú
Brun í gyðjulíki. Að loknum leik
fengum við okkur hressingu með
matarbita, bjór og vindli og
þóttist ég hafa greitt af hendi
áheitið að fullu. Röltum við síð-
an um „Strikið“ og utan við það
langt fram yfir miðnætti.
Þegar ég 10. ágúst fór burt af
Fæðingarstofnuninni hafði ég
einnig lokið erindi mínu til
Hafnar. Tók ég mér næstu daga
far, samskipa Ingólfi og Jónasi,
til íslands, en Andrés varð eft-
ir. Vorum við nú allir á öðru far-
rými, því að pyngjurnar voru
farnar að léttast. Heima biðu
okkar héraðslæknisembætti, er
við höfðum verið skipaðir í,
Jónasar Fljótsdalshérað, Ingólfs
Reykdælahérað, og mín Naut-
eyrarhérað með einum 1300
króna ársalunum, en það er
önnur saga.
Sólveig og rithöfundurirm
Sólveig litla var með móður
sinni í heimsókn hjá rithöfundi
einum. Hann var að skrifa þegar
þær komu.
„Af hverju skrifarðu svona
mikið?“ spurði telpan.
„Ég er að skrifa bók, góða
mín“.
„Af hverju ertu að skrifa bók,
þegar þú þarft ekki annað en að
fara til bóksalans og kaupa hana
fyrir nokkrar krónur, svaraði
Sólveig litla.