Heima er bezt - 01.02.1954, Side 12
44
Nr. 2
Heima er bezt
Þorsteinn Matthíasson:
Hugleiðingar ferðamanns
Þættir úr Austfjarðarför
Framhald.
Nýr dagur er risinn. Einhver
fegursti dagur á ferð minni hér
austanlands. Þokan, sem í gær
grúfði yfir fjöllunum, er nú með
öllu horfin. Við bregðum okkur
upp á Fjarðarheiði til að njóta
útsýnis yfir héraðið. Mun óvíða
fegurra yfir að líta en hér, enda
njótum við þessarar yndisstund-
ar í ríkum mæli.
Um héraðið er allt á ferð og
flugi. Samkomustaðurinn er á
fögrum stað í skjóli skógivax-
inna hæða, og fólkið streymir
að úr öllum áttum. Töltandi
gæðingar, gljáfægðir lúxusbílar,
skröltandi jeppar, höktandi
vörubílar, stórir langferðabílar
og jafnvei dráttarvélar með
kerru þjóta um vegina full-
hlaðnir fólki. Einkennisstafir
bifreiðanna sýna, að hér er fólk
víða að og um langa vegu kom-
ið. Hér má sjá merki eins og Z,
X og T, eða allt austan frá Skaft-
fellingum og vestur til Stranda.
Ekki hygg ég, að pólitískt hug-
arfar þeirra, sem þarna voru
saman komnir, hafi verið eitt og
hið sama, en hitt munu allir
hafa átt sameiginlegt að
skemmta sér og njóta gleðinnar
hver með öðrum og er það vel.
Það var líka ljóst af orðum
Magnúsar Jónssonar frá Mel,
sem þarna flutti aðalræðuna, að
hann fann og skildi þetta við-
horf fólksins og vildi hvergi á
það skyggja.
Vildi ég gjarnan eiga þess kost
að heyra oft slíkan málflutning
af vörum þeirra manna, sem
standa í broddi fylkingar í póli-
tísku moldviðri líðandi stundar.
Ja, hvert þó í sjóðandi. Hér
eru þeir komnir Alli og Halli,
báðir í bezta skapi eins og
venjulega, og til þess búnir að
segja eitthvað smellið. Ef til vill
eru þeir nú með eitthvað af
títuprjónuni með sér til að
En eftir þetta var hún viljug
til að fara í sendiferðir, og var
ávallt lengi í hvert skipti.
„Hvað er barnið alltaf að
gera,“ hugsar móðirin, en Lísa
kemur alltaf heim í góðu skapi,
svo að það er engin ástæða til
að gera sér áhyggjur af því.
Dag nokkurn er Lísa á gangi
með foreldrum sínum. Hún
hleypur á undan þeim að
plankagirðingunni.
„Varaðu þig!“ hrópar móðir
hennar skelfd, þegar hún sér
barnið ganga að rifunni, „það er
grimmur hundur þarna inni.“
En Lísa heyrir engar aðvaran-
ir. Hún hefur komið auga á vin
sinn, sem kemur hlaupandi á
móti henni þvert yfir afgirta
svæðið.
„Lísa! Lísa!“ kallar móðirin
dauðhrædd, þegar hún sér þetta
stóra höfuð í rifunni. Hún
hleypur þangað og grípur í hand-
legginn á Lísu, en faðirinn kem-
ur á eftir með stafinn á lofti.
Lísa fer að hágráta og stamar
kjökrandi: „En þetta er bara
hann hvuti, vesalings hvuti, og
honum leiðist svo mikið.“
En þegar hundurinn sér, að
það er verið að angra litlu vin-
una hans, fer hann að urra og
lætur skína í stóru, hvítu víg-
tennurnar.
„Snautaðu burtu, ófétið þitt!“
hrópar faðirinn og reiðir staf-
inn til höggs, en móðirin dregur
Lísu grátandi með sér, en hund-
urinn geltir eins og ærður og
klórar í plankagirðinguna.
„Geturðu nú séð, að hann er
stórhættulegur?“ sögðu foreldr-
arnir, og Lísa litla fékk aldrei
oftar leyfi til að vera ein á göt-
unni.
Bangsi skipti um eigendur
nokkrum sinnum — verð á góð-
um varðhundum fór hækkandi.
Að lokum lenti hann á geymslu-
plássi; það var skammt frá göt-
unni, þar sem Inga átti heima.
Hún var orðin 17 ára, hundurinn
var 10, og þegar orðinn talsvert
hrumur. Svæðið var girt með
járnvír, en girðingin var ekki há.
Það var víst álitið nóg, að menn
sæju plötuna með „hundurinn
bítur;“ enginn þjófur mundi
dirfast að læðast þangað inn
fyrir.
Enda þótt Inga væri ekki eldri
en þetta, var hún þó trúlofuð.
Auðvitað ekki opinberlega, en
hún „gekk með“ ungum manni
og hélt því leyndu. Dimmt haust-
kvöld hafði hann aftalað stefnu-
mót með henni fyrir utan
geymsluplássið — það var af-
skekkt gata, og þangað átti fólk
sjaldan erindi um þetta leyti
dagsins. Hún mætti snemma —
eða kannske kom hann of seint
— en hvað um það; hún var dá-
lítið óróleg meðan hún gekk
fram og aftur meðfram girðing-
unni. Þá heyrir hún allt í einu
eins og létt fótatak og út úr
myrkrinu birtist eins og skuggi.
Inga verður svo hrædd, að hún
hljóðar upp yfir sig og hrekkur
ósjálfrátt aftur á bak. Nú sér
hún að það, sem hræddi hana,
var aðeins hundur. Inga stend-
ur kyrr; hún er ekki hrædd við
hunda, og þessi er nú eitthvað
einkennilegur. Hann stekkur upp
í girðinguna og gólar — eins og
af gleði, ofsakæti. Minning frá
æskuárunum kemur í huga Ingu.
Það var einmitt svona, sem
Bangsi lét, þegar hún kom heim
úr sumardvöl hjá ömmu sinni á
Jótlandi — ofsakæti, sem einnig
gat líkst gráti.
„Bangsi,“ sagði hún lágt og
gekk nær girðingunni.
„Gott kvöld, vina mín,“ var
sagt að baki hennar, „við hvern
ertu að tala?“
„Gott kvöld, elskan mín!“
segir Inga feimnislega, „það er
bara hundur, sem minnti mig á
seppa, sem ég átti, þegar ég var
barn.“
„Ekki þessi Ijóti drösull
þarna,“ sagði hann og hló.
„Komdu nú, elskan mín. Við
ætluðum að fara í bíó í kvöld!“
Þau leiðast í burtu.
En bak við girðinguna stendur
sneplóttur, stirður hundur og
horfir á eftir þeim. Hann lætur
skottið lafa með jörðinni og
augu hans bera vott um alla þá
sorg, sem aðeins einmana, elsk-
andi hjörtu geta rúmað.