Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 14
46 Heima er bezt Nr. 2 þarf lítið að hafa sig í frammi. Talsvert öl er á könnunni. Hér má sjá margan gjörvulegan pilt og íturvaxna stúlku. — „Við er- um öll í síld“. Það leynir sér ekki. Og hér skemmta þeir sér af hjartans lyst í kvöld, sem í morgun stóðu við síldarkassana grútugir allt til axla. Það er talsverður munur á þessum velklæddu piltum og prúðbúnu meyjum nú og fyrir nokkrum klukkustundum. — Og þó — eldurinn brennur heitt í æðum þeirra, sem sækja þrek og djörfung í vinnuna. Þetta unga fólk á heita ríka sál og þrek- mikla arma, sem það umvefur þann, sem blíðu þess verður að- njótandi. Ef til vill lifir það fyrir líðandi stund, lætur blítt við einn í dag og annan á morgun. En ef það varðveitir sál sína ó- sviðna og orku sína ólamaða, þá verður það gott fólk, sem elur þjóð sinni hrausta og starfsama syni og dætur. Eyðing sálarinnar hlýzt ekki af eðlilegri nautn eða heilbrigðri gleði, heldur af ónóg- um starfsvilja og fálmkenndum hugsunarhætti, sem sprettur af eftirgjöf og vorkunsemi við sjálf- an sig. Og venjulega mun það þannig að mikil óregla er ávöxt- ur dugleysis. Og þarna leiðist unga fólkið út í næturhúmið, syngjandi glaða söngva. Nýr dagur og verkefnin kalla. Fólkið þýtur til vinnu starffúst og ánægt. Sjálfsagt verða þó einhverjir eftir, sem liggja ælandi í faðmlögum við timburmenn sinnar eigin ó- mennsku. En þeim hefur nóttin ekki fært lífsnautn líðandi stundar. Á Raufarhöfn er ungur prest- ur, Ingimar Ingimarsson. f við- tali við fólkið kemur það fram, að það tengir miklar vonir við þennan unga mann, sem leið- toga hinnar vaxandi æsku. Hér hafa þau tíðindi gerzt, sem graf- ist hafa djúpt í vitund fólks og ekki er ennþá séð hverjar afleið- ingar kann að hafa á þá sem eru á æskuskeiði. Væri það sannar- lega virðulegt verkefni ungum presti, ef honum tækist að hindra þá upplausn og sætta þau örlög, sem orsakast hafa af þeim skemmdarverkum, sem bölvaldar þessa byggðarlags eru valdir að. Hér á Raufarhöfn annast þau mína tímanlegu velferð Snæbjörn og Eríka og er fullvel fyrir því séð. Gjarnan hefði ég kosið að annir Snæbjarnar hefðu verið heldur minni, því þá hefði hann verið vís til að hressa upp á sálarskarnið líka með nokkrum Ljóðlínum eða stuttri sögu, en síldin bíður ekki og hana verður að höndla meðan færi gefst. Ég treðst inn í áætlunarbílinn í mínu venjulega bílaskapi, tilbú- inn að fá mér blund ef ég fæ sæmilegt sæti. Leirhöfn. Já, hvert þó í sjóðandi, og ég sem ætlaði að endurskoða landið á leiðinni til baka. Það er margt, sem „svefnugur seggur“ má láta óséð. Hér er reisulegt heim að líta, enda mikið með höndum haft. Næst er það Kópasker, lítið þorp með fallegum byggingum. Og áfram er haldið um Axar- fjörð og Reykjaheiði til Húsa- víkur, sem er ákvörðunarstað- urinn í þetta sinn. í S.-Þingeyjarsýslu telja marg- ir að um eitt skeið hafi staðið vagga íslenzkrar alþýðumenn- ingar, enda margt ágætra manna þaðan komið. Þar var stofnað fyrsta kaupfélag lands- ins og var það á sínum tíma stórt átak og þurfti víðsýni og djörfung til. Á Húsavík er skemmtilegt um að litast. Allar nýbyggingar, og þær eru margar, eru smekklega og vel gerðar. Auðsær menning- arbragur er á flestu, sem fyrir mann ber. Bendir allt til þess, að hér búi bjargálna fólk, enda munu flestir kaupstaðarbúar byggja afkomu sína jöfnum höndum á útgerð og landbúnaði. Nú um tíma hafa aflabrögð ver- ið rýr og því fjöldi manna við heyskap. Hér er myndarlegt fólk og að því er virðist gjörhugult, mun það yfirleitt vel kunna að sjá fót- um sínum forráð. Kvöldin eru róleg. Herbergis- félagi minn hér á gistihúsinu er starfsmaður frá landsímanum og Frá Vaglaskógi. (Ljósm.: Höf.) er hér á viðgerðarferðalagL Hann hefur meðferðis lítið út- varpstæki, sem hann sjálfur hefur sett saman. Við látum fara vel um okkur, röbbum um dag- inn og veginn og hlýðum á út- varpið, göngum snemma til hvílu og sofum væran. Hér hitti ég Kristján Jónsson frá Hólma- vík, vinnur hann hér við síldar- mat. Okkur kemur saman um að skjótast fram að Laxamýri og hitta þar góðvini okkar, Sig- urð lækni frá Akureyri og frú Herdísi, en þau eru við veiðiskap í Laxá. Við förum að leita fyrir okkur um farartæki, en þá kem- ur í ljós, að allir atvinnubílstjór- ar eru þegar uppteknir. Nú eru góð ráð dýr, en við erum þó ekki á því að leggja árar í bát og gefast upp. Við gefum auga hverjum bíl, sem um götuna fer, allir eru uppteknir. Loks sjáum við hilla undir heljarstóran vörubíl, sem er með stóru húsi, svo ætla má, að hann sé jafn- framt notaður til fólksflutn- inga. Án tafar stöðvum við bíl- inn og biðjum bílstjórann allra vinsamlegast að flytja okkur fram að Laxamýri. Eftir að hafa gengið úr skugga um það að við værum rétt gáðir, og séð þess augljós merki á and- litum okkar, að hér finndist okkur mikið við liggja, tekur hann okkur upp í farartækið og á stað er ekið. Þegar við komum að Laxamýri eru veiðimennirnir að koma heim frá veiðum. Og nú eigum við því láni að fagna að óska frú Herdísi til hamingju með fyrsta laxinn, gullfallegan fisk. Kristj-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.