Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 18

Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 18
50 Heima er bezt Nr. 2 íslendingar á land í Algeirsborg eftir rúmlega sex sólarhringa útivist. Þau dægur hafði Gull- foss siglt 2340 sjómílur á tveim- ur heimshöfum. Stór bifreið stendur í breiðu húsasundi ofan við bryggjuna. Rindilslegur Algeirsbúi situr við stýrið og bíður eftir ferðalöng- um, sem ætla í tveggja daga ferðalag, 250 km. vegalengd, suð- ur undir Sahara. Þetta er um fjörutíu sæta vagn. Skráð er með stórum stöfum ofan við framrúðurnar: „Farþegum er stranglega bannað að tala við bílstjórann!“ Við erum 33, sem förum suður undir eyðimörkina. í þeim hópi er smiður af Blönduósi, bóndi úr Eyjafirði, ungfrúr og húsfreyjur úr Reykjavík, kaupsýslumenn og meistarar í ýmsum iðngreinum. Við tínumst inn í vagninn og fáum okkur sæti. Við erum í einhverskonar ofvænis-vímu. Á skipsfjöl höfðum við hlerað ým- islegt um væntanlegar mann- raunir í Barbaríinu. Og heil- ræðahöfundar höfðu fest á lög- málstöflu þessi boðorð: Fyrsta: Þú skalt eigi vatn drekka. Annað: Þú skalt eigi girnast ávexti af götusölum. Þriðja: Þú skalt eigi náin sam- skipti hafa við landslýðinn. Fjórða: Þú skalt eigi, í ytri vösum á klæðum þínum, geyma bankaseðla, myntsláttu, linda- penna né nokkur önnur verð- mæti. í andanum erum við reiðubú- in að varðveita þetta lögmál. Og þar sem báðir okkar ágætu heim- ilislæknar, í nýlendunni á Gull- fossi, ætla að verða samferða út í ævintýrið, erum við örugg, eins og Björn í Mörk að baki Kára í bardaganum forðum. Þá spillir það ekki sigurvonum ferðalags- ins, að fararstjórinn er sonur raunsæa snillingsins, sem svo kvað: — „Sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr, / fær aldrei leyst þá gátu, hvað hinum megin býr.“ Enskumælandi leiðsögumaður telur hjörðina. Hann heitir því veglega nafni Múhameð — en segist vera kallaður Alí-Baba. Það er hressandi hljómur í gerfinafninu. En Alí-Baba er hægfara og alvarlegur, persónu- leg einkenni: geysilegir kampar á efri vör. Hann er með rauðan fes á höfði: barðalausan flóka- hatt með svartan skúf í kollin- um. Sólin sendir geisla niður á svarta malbikaða götuna. Alí- Baba segir, að daginn áður hafi verið hér rok og rigning. Og við erum öll í sjöunda himni yfir því, að veðurguðirnir eru okkur vinveittir. Klukkan er nokkuð gengin í tíu, þegar bifreiðin brunar út í borgina. Okkur er fyrst sýndur einn elzti hluti hafnarinnar: tyrkneska höfnin. Hásigldar kappsiglingaskútur og fjöldi af smákænum eru þar við stjóra; nokkrar skekktur liggja á síð- unni uppi í sandinum innst í vörinni. Svo er ekið í þjóðbanka þeirra Algiersmanna til að fá skipt vasapeningum. Bankinn er stór bygging, hvelfingin skreytt með tígluðu rósaflúri. Afgreiðslan gengur stirðlega og ekki án mis- taka. En það þýðir ekkert að deila við dómarann, eða banka- mann í Barbaríinu. Og þegar við komum út úr bankanum, skiljum við loksins til fullnustu, að við erum komin í Algeirsborg. Grútskítugir götusalar, sem helzt mætti ætla að aldrei hefðu kynnzt hreinu vatni, umkringdu okkur. Þeir blaðra á algieriskri fáskrúðsfjarðarfrönsku og bjóða varning sinn; eru mjög ágengir. Fatalepparnir eru álíka þrifa- legir og innihaldið. Margir eru þeir berfættir. Við kaupum af þeim eitthvað af ljósmyndum, sem lýsa landi og lýð. En verðið er ekki hagstætt, ef kaupandinn gleypir agnið athugasemdalaust. Þessir sölumenn eru með ólík- indum fingrafimir við að inn- byrða peninga. Og lymskulegir eru þeir í látbragði, þegar þeir lauma Amorsmyndum í lófa væntanlegs viðskiptavinar. Þær eru í rauðum umbúðum. Það er ekið upp í útjaðra borgarinnar. Á gangstéttinni gengur fólkið framhjá, karlar og konur, ungir og gamlir. Þarna fer kona, sem ber stóra körfu á höfðinu. Þarna er karlmaður með barn á handleggnum. Það er reifað í óhrjálegar dulur, lít- ið og skinhorað. Sameiginleg eign alls fjöldans virðist vera fátækt og umkomuleysi. Og hér mæta ferðamanninum hefðbundnar kreddur, þar sem fylgt er gullnum siðareglum Kóranins, biblíu þeirra múham- eðstrúarmanna: — konur hjúp- aðar hvítum blæjum. Andlit þeirra eru hulin, svo að aðeins sér í augun. Stundum sést jafnvel bara annað augað. Eitt af góðskáldunum hefur sagt: „Fegurð hrífur hugann meira, ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér.“ Það mætti þó ætla, að þessgir konur hefðu hulið um of yndis- Ieik sinn: gætu því ekki vakið hrifni karlmanna við fyrstu sýn. En það er áreiðanlega misskiln- ingur. Blæjubúin kona mætir tveimur ungum löndum sínum. Þeir líta um öxl, horfa á eftir henni, gefa hvor öðrum oln- bogaskot, brosa kankvíslega. Þarna hefur víst farið ein feg- urðardísin-----í fasi hennar er fólginn blæjubrími. Og þú mátt trúa því, vinur minn, að mörg dökk og tindrandi augu gægjast út úr blæjunum í Algeirsborg. IV. Atlasfjöllin liggja þvert yfir Algier í tveim beltum frá vestri til austurs. Norður við ströndina er Tell-Atlas, skógivaxin og gróðurrík. — Sahara-Atlas er sunnan í landinu, sendin og eyðileg. Milli þeirra er háslétta. Hún er 800—1200 mtr. yfir sjáv- armál. Þar eru víða frárennslis- laus sölt stöðuvötn, sum mjög stór. Nú er ferðin hafin út úr höf- uðborginni. Og við hrífumst þeg- ar af fegurð náttúrunnar, frjó- magni moldarinnar, fjölbreyttni gróðursins. Rómantíkin sindrar í sólskininu. Fyrst er ekið í nánd við ströndina, síðan er sveigt inn að Atlasfjöllunum. Vegurinn liggur gegn um klettaþröng. Þar er ár- farvegur. Áin er vatnslítil, sýni- lega búin að missa móðinn eftir vetrarregnið. Hún er kolmóruð, eða réttara sagt rauðbrún, þykk

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.