Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 19
Nr. 2
51
Heima er bezt
leðja; jarðvegurinn er svo leir-
blandinn í landinu. Járnbraut-
arteinar liggja handan árinnar;
þar eru víða jarðgöng í klett-
unum.
í fjallasundi þessu er mikill
gróður og stórgerður. Það er
gaman að sjá, hvernig skógurinn
tyllir sér alls staðar framan í
berginu, þó að rótfestan virðist
harla lítil. Þarna er numið stað-
ar og litazt um.
Fjórir drengir standa allt í
einu hjá okkur, eins og þeir hafi
sprottið upp úr jörðinni. Þeir
eru pattaralegir, með egg og á-
vexti í tágakörfum. En við höld-
urn okkur við bókstaf lögmálsins.
Svo er haldið áfram, farið um
jarðgöng á stuttum kafla. Fram
undan opnast fagur dalur. Þar
voru mýrarvilpur, þegar Frakkar
komu til landsins, en þeir geng-
ust fyrir ræktun og framræslu.
Verkamennirnir veiktust af mýr-
arköldu, enda var hún landlæg
í fenjunum. Nú er þarna hver
akurspildan við aðra, kornakrar,
kartöfluakrar, vínviðarakrar.
Fjöldi ávaxtatrjáa eru í beltum
umhverfis allreisuleg sveitabýli.
Snjór í fjarska í fjallatindum
í austurátt. Alí-Baba gengur um
bílinn, bendir og kallar: „Snow!
Snow!“ Jú, íslendingar þekkja
snjó. Á nokkrum stöðum í Atlas-
fjöllunum eru stundaðar vetrar-
íþróttir. Og Algiersmaðurinn er
sýnilega býsna drjúgur yfir sín-
um snjó. En hvað ætli hann
hugsaði, blessaður karlanginn,
ef hann sæi skriðjöklana; — það
mundi nægja honum til þess að
að verða steinhissa — þyrfti alls
ekki að sýna honum allan
Vatnajökul!
Járnbrautarlest sniglast til
hliðar við okkur, löng lest, gaml-
ir flutningavagnar, enginn ný-
sköpunarbragur á því farartæki.
En sjálfsagt er ekki tap á rekstr-
inum.
Og við þjótum áfram suður á
bóginn eftir malbikuðum vegin-
um. Hitinn er um 30° C móti sól-
inni. Ferðalangarnir skima út
um gluggana. Landið er búsæld-
arlegt. Alí-Baba veitir þá barna-
fræðslu, að aðalatvinnuvegur í
Algier sé akuryrkja. Einnig er
þar kvikfjárrækt og iðnaður. Út-
flutningsverzlunin er mikil,
helstu útflutningsvörur: korn,
vín, olífuolíur og ávextir; kjöt,
ull og húðir; járn og fosfor.
Hvar sem kindur, kýr eða geit-
ur eru á beit, þar er skammt að
leita hirðisins. Nautgripirnir eru
smávaxnir, kollóttir. Þeirra gæt-
ir lítið, enda munu þeir víða vera
hirtir í húsi allan árshringinn.
Sauðkindurnar eru gelgjulegar,
langhöfðaðar, kollóttar; eyrun
löng og lafandi. Þær eru hrokk-
inhærðar á belginn; dindillinn
langur og breiður. Oft eru kind-
urnar aðeins tvær eða þrjár,
sumstaðar allstór hópur. Þarna
eru fjórar kindur: tvö lítil börn.
Um þrjátíu kindur í blásnu hól-
dragi: tveir hálfvaxnir drengir
með prik í höndum. Og þarna
er ein kind í tjóðurbandi, en eig-
andinn bograr með hlú sinn í
akurholu. Sumstaðar eru kindur
og geitur í sömu hjörðinni. Það
eru mektarbokkar, sem eiga
slíka fjársjóði.
Og þarna er ofboðlítil akur-
rein. Karlmaður plægir. Jarð-
vinnslutæki hans eru tveir uxar
og tréplógur. Á svona frumstæð-
an hátt erja sumir jörðina.
Víða við veginn standa börn
og bíða. Þau eru eins og lifandi
vörður, þau bíða eftir viðskipt-
um — lyfta armi, halda á lofti
smáknippum af grænum lauk-
grösum. Þau grös eru sjálfsagt
auðug af heilnæmum bætiefn-
um.
Farið er í gegn um nokkur
gömul sveitaþorp. Þar er enginn
asi á íbúunum. Karlmennirnir
sitja í hópum á gangstéttunum.
Sumir liggja í hnipri; eins og
hundar, við húsveggi og í húsa-
sundum. Þeir virðast njóta
draumanna. Kvenfólk er fátt á
ferli, enda er konari hér ambátt,
sem verður að kúldast í kofa-
króknum, annast matseld í svælu
og reyk. Bónda sínum er hún
undirgefin. Og hún elur mörg
börn. Undir það jarðarmen geng-
ur hún, um leið og hún verður
kynþroska. Börnin ærslast á göt-
unni. Ef þau eru heilbrigð, njóta
þau lífsins og sólarinnar, þó að
klæðin séu larfar og þau eigi
ekki skó á fæturna. Unglingar
gæta víða varnings í sölubúðum,
afgreiða viðskiptavini.
Meðal annars er þarna á boð-
stólum: appelsínur, epli, döðlur
og bananar. En flugnahöfðing-
inn sveimar í loftinu, og honum
eru engir hlutir heilagir. Her-
skarar hans taka sér það bessa-
leyfi, að tylla sér þar sem eitt-
hvað er matarkyns. Og þegar
litið er yfir ávextina á söluborð-
unum, þá gefst þar á að líta ið-
andi veitu, eins og mý á mykju-
skán. Þessi aldin eru því ekki
eins girnileg til átu og eplin af
skilningstrénu í paradísargarð-
inum, sællar minningar.
Á vegunum eru úlfaldalestir.
Svartskeggjaðir reiðmenn, í ljós-
um skikkjum og með hvíta vefj-
arhetti, rorra fram í gráðið.
Smávaxnir asnar rogast með
stórar klyfjar. Algengt er að á
meljurnar á asnatetrunum séu
lagðar strámottur, sem eru
saumaðar saman á endunum,
myndast þannig góð geymslu-
hólf. Þegar unglingar eru asn-
rekar, og þeir hafa engan varn-
ing í mottunum, nota þeir þær
fyrir ístöð og knýja reiðskjót-
ana áfram með mesta bægsla-
gangi.
Sumir reiðmennirnir á þjóð-
vegunum reiða pinkla fyrir aft-
an sig. Þetta sama mátU sjá til
skamms tíma heima á íslandi,
þegar riðið var úr kaupstaðnum
með smákram í pokaskjöttum,
sem bundnir voru saman á kjöft-
unum. Reiðver og allur búnaður
er mjög tötralegur. Jafnvel hver
snærisspotti er nýttur svo lengi,
sem hann verður hnýttur sam-
an. Og íslendingur, sem sér
þennan tötralýð, hlýtur að finna
til, því að þetta með spottana
•rifjar upp fyrir honum að stund-
um voru forfeður hans hýddir
vegna þess, að þeir í fátækt sinni
girntust snærishönk, sem talin
var eign kúgarans.
Vistaskipti
Afgreiðslumaður nokkur varð
þreyttur á starfi sínu og sótti um
stöðu hjá lögreglunni og hlaut
hana. Nokkru síðar rakst hann
á fyrri starfsbróður sinn, er
spurði, hvernig honum líkaði í
hinni nýju stöðu sinni. „Jú, á-
gætlega, bæði laun og vinnutími
er eins og bezt verður kosið,“
svaraði lögreglumaðurinn, „en
það allra bezta hjá okkur er það,
að hér er það ætíð viðskiptavin-
urinn, sem hefur á röngu að
standa."