Heima er bezt - 01.02.1954, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1954, Blaðsíða 20
52 HlIllA KR BKZT Nr. 2 Frá Fornahvammi til Ameriku — Úr endurminningum Helga Þórðarsonar — VII. Þetta sama vor, aldamótaárið 1900, mun hafa farið mjög margt fólk af íslandi til Ameríku. Úr Norðurárdal í Mýrarsýslu fóru átta manns. Fjórir fóru frá Fornahvammi. Það var Davíð gamli, sonur hans Daníel, Helga gamla, fóstra Daníels og ég. Tvær systur fóru frá Hvanna- felli, Helga og Ragnhildur And • résdætur. Ragnhildur var unn- usta mín. Vorið áður fóru það- an systir þeirra og maður henn- ar ásamt bróður þeirra, vestur. Ragnhildi kynntist ég sumarið áður. Þá var hún kaupakona í Fornahvammi. Þann 13. júní var lagt á stað til Borgarness. Næsta dag var farið á nótaskipi til Reykjavík- ur. í Reykjavík vorum við þrjá daga um kyrrt og biðum eftir fari til Englands. Tuttugasta júní fórum við um borð í póst- skipið Láru, sem átti að koma við í Leith í Skotlandi. Við kom- um við í þremur höfnum í Fær- eyjum. Fórum við þar í land. Þótti okkur fallegt þar um að litast. Ferðin til Leith gekk vel. Þegar þangað var komið, var viðstaða stutt, sex stundir. Vor- um við látin fara í járnbrautar- lest til Liverpool. Þangað kom- um við næsta morgun. Við mun- um hafa verið um 85 íslend- ar, er þangað komum, og voru allir á leið vestur til fyrirheitna landsins. Okkur var öllum boð- ið á hótel, þar sem matur stóð á borðum. Nú var Kanadastjórn búin að taka við okkur. Var vel við okkur gert á allan hátt. Okk- ur var tekinn vari fyrir því, að fara langt frá hótelinu, meðan við dveldum í borginni, því að hætta væri á að við villtumst. Þrátt fyrir þetta gátum við ekki stillt okkur um að sjá okkur um í þessari ókunnu borg strax næsta dag. Þarna var margt að sjá og margt langaði okkur til að kaupa, en efni voru lítil. Með- an við vorum í Liverpool bar svo við, að einn okkar íslending- anna drakk sig þéttfullan. Átti sá konu í hópnum, en konuna seldi hann gyðingi nokkrum í ölæði. Hafði hann átt nokkur viðskipti við Gyðinginn. Eitt sinn er við sátum að máltíð, mætti hann ekki við borðið, né kona hans. Var þá strax gerð leit að þeim. Hafði hann sézt seint um daginn. Agent sá, er fylgdi okk- ur frá Leith til Kanada, fór að leita hans í fylgd með lögreglu- þjóni. Fundu þeir hvorugt hjón- anna þann dag. Daginn eftir fann lögreglan manninn dauða- drukkinn en enn vantaði kon- una. — Var erindrekanum þá gert aðvart. Þegar hann fór að tala við manninn, mundi hann ekki neitt af því er gerzt hafði. Fór hann með manninn til læknis. Gaf læknirinn mannin- um eitthvað inn, svo að ölæðið rann af honum að mestu. Mundi hann þá, að hann átti margar vínflöskur hjá kaupmanni nokkr um, er hann hafði verið hjá fyrr um daginn. Var kaupmaðurinn spurður, hvort hann myndi til þess, að kona hefði verið með manni sínum daginn áður. Sagði maðurinn að hún mundi hafa verið með sér í búð kaupmanns- ins. Lögreglan átti í erfiðleik- um með að finna kaupmann- inn, sem var Gyðingur. Gyðing- urinn var mjög tregur til að kannast við að hafa séð íslend- inginn áður. En stúlka ein, sem var stödd í búðinni, sagði, að mál- laus kona hefði verið með þess- um manni og benti á íslending- inn. Lögreglan gekk þá hart að Gyðingnum og hótaði honum öllu illu, ef hann gæfi ekki rétt- ar upplýsingar um, hvað orðið hefði af konunni. Guggnaði kaupmaðurinn þá og kvað kon- una vera hjá kunningja sínum, en kunninginn hefði keypt hana af íslendingnum í ölæði. Eftir mikla leit, þref og þjark, hafðist loks upp á konunni. Hún kvaðst hafa verið ginnt í hús Gyðings eins, en þó var henni þar ekk- ert mein gert. VIII. Við fórum um borð í skipið 1. júlí. Átti skipið að fara með útflytjendur beina leið til Qui- beck í Kanada. Á leiðinni yfir hafið fengum við miklar þokur og gekk ferðin því seint. Margir urðu sjóveikir, og var líðan manna mjög misjöfn. Eitt barn dó á leiðinni. Tveir læknar voru á skipinu. Skoðuðu þeir farþega daglega. Margir kunnu fæðinu mjög illa. Var það þó í raun og veru gott, en kom fólkinu ó- kunnuglega fyrir, svo sem svína- flesk, ávextir og síld. Með skip- inu munu hafa verið um 800 inn- flytjendur, og voru þeir af mörg- um þjóðum. Okkur löndunum fannst Pólverjarnir vera sér- staklega sóðalegir og fengum við andstyggð á þeim þess vegna. Til Winnipeg komum við 15. júlí. Við vorum strax látin fara í svo- nefnt innflytjendahús. Þangað komu margir Vestur-íslendingar til þess að taka á móti frænd- um og vinum að heiman. Um daginn fór fólk að tínast í burtu. Sá ég sumt af því aldrei síðan. Margir, sem enga áttu að, dvöldu nokkra daga í innflytjendahús- inu, meðan stjórnin var að út- vega þeim atvinnu eða húsnæði. Ég var um viku tíma hjá syst- kinum unnustu minnar, en þau tóku á móti okkur. Síðan fór ég að fá vinnu við og við. Fannst mér vinnan fremur leiðinleg og erfið mjög. Var ég oftast í steypu vinnu, skurðgrefti, hreinsun á múrsteini og ýmislegri grjót- vinnu. Það mun hafa verið um 18. ágúst, að ég gat náð í her- bergi á leigu. Þegar ég fékk samastað giftum við okkur. Lítil voru efnin, áttum við ekki ann- að en rúmfatnaðinn og koffort, sem við komum með að heim- an. Urðum við að kaupa okkur rúmstæði og önnur búsáhöld er nauðsynlegust voru. Ég hafði vinnu öðru hvoru til haustsins. í október fór ég að hugsa um að komast út í nýlendu og fá mér þar land, því að ætlun mín var

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.