Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 21
Nr. 2
Heima er bezt
53
að gerast bóndi. Ég fór til ný-
lendu einar vestur frá Winni-
peg, er var að byrj a að byggj-
ast. Var ekki hægt að komast
með járnbraut nema nokkurn
hluta leiðarinnar, þegar við kom
um að leiðarenda lestarinnar,
voru þar margir fyrir, sem fluttu
okkur að takmarkinu. Við vorum
sex er ætluðum að setjast að í
nýlendunni í þetta sinn. Var okk-
ur tekið með ágætum og margt
gert til þess að greiða götu okk-
ar. Þarna voru fyrir um 30 ís-
lenzkir búendur, en færra af ann-
arra þjóða fólki. Þarna var póst-
hús og eitt matsöluhús. Ég var
fyrst hjá íslenzkum hjónum,
sem ættuð voru úr Eyjafirði,
Kristján og Guðrún að nafni.
Vildu þau allt fyrir okkur gera.
Sonur þeirra fullorðinn átti
næsta land þar við, og var hann
búinn að byggja þar kofa, sem
hann bauð okkur til afnota
meðan ég væri að byggja yfir
okkur, ef ég legði í það. 10 mín.
gangur var heiman frá Kristjáni
til kofans. Ég tók feginsam-
lega boði hans og fluttum við
hjónin þangað eftir vikutíma.
Hið næsta, sem ég gerði, var
að kaupa mér kú og fóður
handa. henni. Varð ég þá að
byggja mér fjós hjá kofanum.
Pilturinn hjálpaði mér til að
byggja og flytja að efni endur-
gjaldslaust. Kúna fékk ég hjá
einum af nágrönnunum og hey-
Ið líka. Þegar ég hafði sett mig
þarna niður fór ég að reyna
að fá mér atvinnu. Fyrst fékk
ég vinnu við að gera akveg til
járnbrautarinnar. Ásamt mér
unnu fleiri úr nýlendunni við
það.
í þessari nýlendu var mikið
af villidýrum. Voru það hreysi-
kettir, jagúarar, íkornar, bjarn-
dýr, hirtir, þefdýr, vatnsrottur,
otrar, hérar, allra mest var þó
af úlfum. Voru þeir oft mjög
nærgöngulir og vælandi við
mannabústaðina á nóttunni. Dýr
þessi héldu sig í skógunum um
hverfis nýlenduna. Nokkrum
sinnum kom það fyrir, að úlfar
dræpu menn. Veiði var mikil í
skógunum og því hægðarleik-
ur að afla sér kjöts til matar.
Hérar voru oft veiddir þannig,
að vírlykkja var látin hanga á
milli trjánna, þar sem hérar
áttu leið um. Þegar héri kom í
lykkjuna, hertist hún að hon-
um og hann kyrktist.
Póstur kom í nýlenduna, en
mjög skrykkjótt. Eitt sinn
þurfti að koma pósti frá ný-
lendunni á járnbrautarstöðina.
Var þetta á jólaföstu, færið
slæmt og leiðin var 12—15 míl-
ur. Erfiðlega gekk að fá menn
til fararinnar. Ég gaf mig fram
til þess. Nokkuð af leiðinni var
gegnum byggð, en yfir skóg var
um átta mílna leið. Ég hafði
skíði. Var skíðafæri mjög slæmt
í skóginum, þar sem ekki gat
komizt gola að snjónum. Færi
ég af skíðunum, va>rð ég að
vaða lausamjöllina í hné eða
mitt læri. Þegar komið var út
úr skóginum var gott færi þann
stutta spöl, sem eftir var til
járnbrautarstöðvarinnar. Mun
ég hafa verið fjórar stundir
þessa leið. Ég staldraði við í
tæpa klukkustund, afhenti
póstinn og tók póst með mér
til baka. Þarna var ekkert hægt
að fá sér að borða, því að ekk-
ert gistihús var við stöðina. Ég
bað um bolla af tei og tvær
brauðsneiðar. Síðan lagði ég á
stað heim aftur, en seinfarið
var mér gegnum skóginn í allri
ófærðinni, enda var nú farið að
skyggjaj. .Veður var kyrrt, en
hart frost. Sótti mig mjög þorsti
svo að ég freistaðist til að eta
snjó, en varð mjög máttfarinn
af því. Miðja vega í skóginum
var ég orðinn svo þreyttur að
ég lagðist fyrir í snjónum og
sofnaði. Mér leið mjög vel og
ég vildi helzt ekki fara lengra.
Þegar ég var að festa blund,
dreymdi mig að sagt var við
mig: „Þú verður að halda áfram
tafarlaust!“ Fannst mér þá em
kippt væri í mig og hrökk ég
upp við það. í sömu svipan
heyrði ég væl í úlfum allt í
kring um mig og fannst mér
þfeir vita, hvað mér leið. Ég
hélt nú áfram ferð minni. Úlf-
arnir fylgdu mér eftir. Skíða-
færið varð gott þegar út úr skóg
inum kom. Ekki var ýkjalangt
til næsta bæjar. Ég fór þangað
og fékk góðar viðtökur. Stanz-
aði ég þar í rúma klukkustund.
Þá var glaða tunglskin og fag-
urt veður. Ég kom heim til mín
seint um kvöldið, og hafði þá
verið í fulla 12 tíma í ferða-
laginu. Úlfarnir eltu mig alveg
heim undir hús.
Eftir jólin fór ég í skógar-
höggsvinnu. Varð ég að fara um
8 mílur að heiman. Við águm
þar við 10 saman. Hjuggum við
til eldsneytis fyrir borgarbúa.
Lnnið var í akkorði. Stöfluð-
um við brenninu í fjögurra feta
ferhyrnda stafla. Voru þeir átta
fet á hæð. Tvo slíka stafla varð
að gera á dag til þess að ná
sæmilegu kaupi og fæði. Það
gátu ekki aðrir en þeir, sem voru
orðnir vanir vinnunni. Var lítið
upp úr þessu að hafa fyrir
óvana, enda var starfið erfitt.
Þegar leið fram í marzmánuð
fór ég að hugsa um að taka mér
land og byrjaði á að höggva til
efni í húsið, sem átti að verða
sæmilega rúmgott. Á landinu,
sem ég fékk, var nógur skógur.
Fengu menn 160 ekrur lands fyr-
ir hverja 10 dollara. Eftir þrjú
ár varð maður þó að vera búinn
að rækta vissan hluta, til þess að
öðlazt eignarrétt á landinu. Eng-
inn læknir og engin yfirsetu-
kona var í nýlendunni. Kona
mín átti von á barni. Urðum við
því að fara til Winnipeg í marz-
lok. Okkur fæddist drengur 7.
apríl 1901.
IX.
Vera okkar í nýlendunni varð
ekki lengri og ég kom þangað
aldrei framar. Ég náði í atvinnu
og var í Winnipeg í rúma þrjá
mánuði. Vinnan var þó fremur
stopul, að líkindum mest fyrir þá
sök, að ég kunni ekki málið.
Helga, systir Ragnhildar, sem
kom að heiman með henni, fór
út í Álftavatnsbyggð. Gerðist
hún ráðskona hjá ekkjumanni.
Maður sá hét Pétur Árnason,
ættaður af Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu. Ég þekkti hann lít-
ið, en vissi þó að hann hafði
ekki gott orð á sér. Hann kom til
okkar í Winnipeg í júlí og færði
konu minni bréf frá Helgu syst-
ur hennar. Óskaði Helga að fá
systur sína til sín, því að henni
leiddist. Ég var því mjög mót-
fallinn, því að mér leitzt ógæfu-
samlega á manninn. Kona mín
vildi fara, og lét ég þá tilleiðast.
Við álitum, að hollara mundi
vera fyrir litla drenginn okkar
að vera úti á landsbyggðinni. Þar
sem vinna var stopul í borginni,