Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 22

Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 22
54 Heima er bezt Nr. 2 kom mér í huga að komast suður í Bandaríki og vera við hveiti- uppskeru. Ég vissi að sú vinna var þokkaleg og allvel borguð. Fórum við tveir íslendingar saman suður og ætluðum til Dakota. Járnbraut gekk ekki alla leið, svo að við urðum að ganga langa leið. Tveggja tíma gangur var frá síðustu járn- brautarstöðinni til næsta þorps. Á hæðum nokkrum, sem við gengum upp á, var fagurt útsýni yfir akrana í Dakotabyggðinni. Sólskin var og sunnangola. Ég hef fátt búsældarlegra séð en bylgjandi akrana í sólskininu. Verður mér sú sjón ógleymanleg. Við sátum góða stund og horfð- iim á þetta fagra hérað. Við héídum áfram ferðinni og kom- urn ofan í Hallsonþorpið. Þar borðuðum við miðdegisverð. Síð- ati fórum við að spyrjast fyrir um atvinnumöguleika. Pilturinn, sem með mér var, fékk atvinnu í nágrenninu. Hann var vel fær í ensku. Ég fór að leita mér að vinnu hjá íslenzku bændunum í héraðinum. Landarnir tóku mér mjög vingjarnlega. Mér var sagt a:r tveim bræðrum, sem myndi vanta mann við þreskingu. Ég spurðist fyrir um þá og fékk að vita, að þeir væru mjög áreiðan- legir, en tregir að greiða hátt kaup. Nokkuð langt var til þeirra. Lét einn bóndinn aka mér helming leiðarinnar ókeypis. Mér tókst vel að finna bújarðir brafðranna. Hitti ég annan þeina er Jóhannes hét. Hann bjó í myndarlegu timburhúsi. Var búmannsbragur á öllu þar heima. Átti hann mikið af svín- um og alifuglum. Húsið stóð í fögrum skógarjaðri og var það- an um míluf j órðungur að ökrun- um. Húsbóndinn bauð mér til stolu. Spurði hann mig strax á hvaða ferðalagi ég væri. Ég leysti úr því. Spurði hann þá hvort ég þekkti nokkuð til hveitiupp- skeru. Kvað ég það ekki vera. „O, jæja, o, jæja, drengur minn, þið haldið að þið getið allt gert, þótt þó að þið hafið aldrei séð verkið né um það heyrt“. Svar- aði ég því til, að einhverntíma yrði allt fyrst, „eða vantar ykkur ekl:i menn við uppskeruna?" „Jú, jú, raunar vantar okkur mann, ég á bróður, sem býr hérna rétt hjá og við vinnum saman að uppskerunni á hverju sumri“. Viö gengum yfir til bróður hans. Hann var úti staddur og tók okk- ur glaðlega og spurði, hvað okk- ur væri á höndum. Nafn hans var Eiríkur. Mér þótti maður þessi mjög einkennilegur. Hann pataði með höndunum út í loft- ið þegar hann talaði, og var fas- mikill. Hann spurði mig í þaula um alla heima og geima og bar óðann á. Jóhannes kvað bezt að snúa sér að efninu og spurði, hvernig Eiríki litist á að taka mig í vinnu. „Já, það er gott og blessað, sjálfsagt að taka mann- inn. En við borgum þér lágt. Mér lítzt þannig á þig, að þú munir reynast nokkuð vel. Ertu ekki á- nægður með það?“ segir Eiríkur og hlær langan hlátur. Ég innti þá eftir, hvernig þeir höguðu launagreiðslunni, hvort það væri tímakaup, dagkaup, vikukaup eða mánaðarkaup. Kváðust þeir greiða tímakaup við alla sláttu- og þreskivinnu. Fæði var ókeyp- is, líka þó að veður útilokaði að vinna úti. Þannig var ráðning mín ákveðin og mér líkaði æ bet- ur með hverjum degi sem leið, féll vel við allt fólkið, en margt manna var á báðum heimilun- um. Var það allt íslenzkt. Nokkr- um dögum síðar hófst hveiti- slátturinn og stóð yfir á þriðju viku. Slegið var með svonefnd- um bindara. Það er vél sem bind- ur grösin í knippi um leið og slegið er. Stráin náðu manni í mjöðm. Mér veittist verkið erfitt, mest vegna hitans. Eftir því sem ég lærði handtökin, sóttist mér verkið betur. Bændurnir slógu alltaf sjálfir, en þrír og fjórir vorum við að reisa bindin upp á endann, fjögur saman. Fjórir hestar voru fyrir hverjum bind- ara. Þegar kornið var orðið þurrt, var komið með þreskivél- ar. Þær áttu einstaklingar, sem fóru yfir heilar byggðir til að þreskja fyrir bændur. Sumir óku kornbindunum að þreskivélinni, en aðrir fluttu kornið frá henni heim í kornhlöðuna. Við þetta var unnið af miklu kappi. Vinna var hafin kl. 7 að morgni, og ekki hætt fyrr en kl. 10 um kvöldið. Ekki var hægt að þreskja nema veður væri þurrt. Viðurgjörning- ur var mjög góður. Þegar lokið var við að þreskja, var byrjað að plægja upp akrana. Var ég plæg- ingamaður hjá bræðrunum í sex vikur; alls var ég þarna í tvo mánuði. Bræðurnir gerðu mjög vel við mig þegar ég fór og greiddu mér vel, en ég hafði alls ekki búist við því. Voru þeir á- nægðir með mig. Ég fór aftur til Winnipeg og vann þar við ýmsa vinnu í mán- aðartíma. Síðan fór ég út í Álfta- vatnsbyggð að finna konu mína og Pétur Árnason. Mér var vel tekið, en ekki leitzt mér á mig þar. Þangað var ekki hægt að fara með járnbraut nema 12 míl- ur af leiðinni, síðan var tveggja daga ferð með vagni. Ég ætlaði að vera þarna næsta vetur. Pét- ur var nýbúinn að byggja sér hús, en átti gamalt hús fyrir. Það keypti ég af honum. Ég varð að fara til Winnipeg að sækja dót mitt og fékk ég til þess hesta og vagn. í þeirri för bar ekkert til tíðinda fyrr en á heimleið- inni. Ég fékk hestana geymda á járnbrautarstöðinni meðan ég sótti farangurinn til borgarinn- ar. Gisti ég í bakaleiðinni á járn- brautarstöðinni, en bjó upp á vagninn kvöldið áður, því að ég ætlaði snemma á stað. Ég lá í skúr um nóttina, en hestar mínir voru þar skammt frá. Ég hélt af stað fyrir dögun, en þegar bjart var orðið, sá ég, að ég hafði tekið skakka braut og var því á rangri leið. Varð ég að snúa við til þess að komast á rétta leið. Svo var ég villtur, að ég varð að fá leið- sögn til þess að komast á leiðina. Að öðru leyti gekk ferðin fram í Álftavatnsbyggð vel. Dvaldi ég þar um veturinn. í desember- mánuði fór ég til bónda eins, er var enskur, og vann hjá honum við gripahirðingu í þrjá mánuði. Hann átti 170 nautgripi. Af þeim voru 70 hýstir. Mér leið vel þarna og lærði talsvert í málinu. í maí um vorið kom að því að ég varð að flytja í burtu og leita mér at- vinnu annars staðar, því að mér féll að öllu leyti miður við Pét- ur. Ég var búinn að vinna hjá honum í marga daga og fékk ekkert fyrir. Ég leigði mann með hest og vagn til að flytja dót mitt til Winnipeg. Ég hafði haft 15 dollara á mánuði hjá þeim enska, en það var lágt kaup. Yfir óbyggðir var að fara á leiðinni, og urðum við að gista í óbyggð eina nótt. Höfðum við tjöld með.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.