Heima er bezt - 01.02.1954, Side 23

Heima er bezt - 01.02.1954, Side 23
Nr. 2 Heima er bezt 55 Ég hafði með mér kú, sem ég hafði keypt um veturinn. í Winnipeg leigði ég mér húsnæði og fór að stunda alla þá vinnu, sem ég gat náð í. Drengurinn okkar dó í ágúst- mánuði þetta sumar. Hafði hann fengið barnaveiki. Gekk þá þessi faraldur í borginni og dóu mörg börn úr henni. 10. júní þetta sama sumar eignuðumst við dóttur. Þrátt fyrir allt, leið okk- ur vel í Winnipeg. Ég stundaði alls konar vinnu og var sjaldan atvinnulaus. Á vetrum, er lítið var að gera, hjó ég brenni fyrir fólk. Kvöld eitt um sumarið var ég að leita að kúnni minni. Til þess að stytta mér leið fór ég yfir nokkrar girðingar og einn kál- garð. Þetta var skammt fyrir ut- an borgina. Þegar ég var að fara yfir kálgarðinn, var sigað á mig varðhundi. Hann gerði sig lík- legan til að ráðast á mig, ef ég hreyfði mig, og varð ég því að nema staðar. Húsbóndi hunds- ins kom nú fram á sjónarsviðið. Hann var ákaflega reiður og skammaðist. Ég skildi fátt af því sem hann sagði eða létst ekki skilja, og talaði við hann ís- lenzku, sem hann skildi auðvit- að ekkert í. Þannig stóðum við nokkra stund. Hann var hinn versti og hótaði mér öllu illu. Var hann þó í vandræðum, þar sem hvorugur okkar skildi, hvað hinn var að segja. Sagðist hann víst verða að loka mig inni í nótt og fara með mig á lögreglustöðina daginn eftir. Leitzt mér ekki alls kostar vel á það. Ég bablaði því á ensku, að ég ætlaði að fara heim. Spurði hann þá hvar ég ætti heima. Sagði ég honum götunafnið, en rangt húsnúmer. Leyfði hann mér þá að fara leið- ar minnar og kvaðst mundi senda lögregluna til mín daginn eftir. Það lézt ég ekki skilja og hristi höfuðið. Honum fannst kynlegt að ég skyldi ekki skilja þetta. Lét hann mig skrifa nafn strætisins og húsnúmerið. Þegar ég var búinn að því, sagði hann mér að fara heim, en ég stóð kyrr og hreyfði mig ekki. Varð hann þá alveg æfur og skipaði mér að fara með miklu handa- pati. Svo fór hann og kallaði á hund sinn. Ég fór mína leið, en ekki beint til þess að villa honum sýn. Daginn eftir fór ég til vinnu eins og vant var, en þegar ég kom heim um kvöldið var mér sagt, að lögreglan hefði leitað að mér í hverju húsi við götuna. Þeir voru alls staðar að leita að Harry, en það nafn gaf ég upp við ókunna manninn. Nokkrum dögum seinna mætti ég manninum. Ég var á reiðhjóli. Hann þekkti mig óðara og kall- aði á mig um að nema staðar og tala við sig. Hundurinn var ekki með honum. Ég kallaði til hans, þakkaði honum fyrir síðast, kvaddi og fór mína leið. Síðan sá ég hann aldrei. X. Þegar hér er komið, var ég far- inn að gera mér vonir um betri tíma, þar sem ég var nú farinn að bjarga mér í málinu og hafði þar af leiðandi betri tök á að út- vega mér sæmilega vinnu. Vet- urinn 1904 keypti ég mér lóð undir hús í borginni og nýjan skúr. Var í honum eitt allstórt herbergi. Ég byggði við hann tvö minni herbergi. Enskur maður, sem ég vann hjá, aðstoðaði mig við að ná í efni til byggingarinn- ar, sem ég vann að í frístundum mínum. Ég vann við húsasmíði hjá þessum enska manni. Okkur leið nú vel og gerðum okkur miklar vonir um framtíðina. Ég var langt kominn með að setja húsið í stand í lok júní. Þá syrti að óvænt og hastarlega og erfið- asta tímabil ævi minnar nálgað- ist. Fyrsta dag júlímánaðar eign- uðumst við dreng. Gekk það allt vel, en viku síðar veiktist kona mín snögglega og var orðin liðið lík eftir þrjár stundir. Tveir læknar voru viðstaddir, en gátu enga björg veitt. Kváðu þeir banameinið hafa verið blóðeitr- un. Ég sat við banabeðinn. Fimm mínútum áður en konan mín gaf upp öndina, talaði hún við mig með fullu ráði og mælti: „Grát þú ekki yfir mér, vinur minn, því að mér verður veitt góð móttaka. Ég sé hóp af fólki sem er að sækja mig. Það er syngjandi og í hvítum klæðum. Mundu börn- in okkar og vertu sæll“. Svo gaf hún upp öndina. Unga barnið var strax tekið af óviðkomandi hjónum, en litlu stúlkunni minni kom ég fyrir í næsta húsi, hjá íslendingum, fyrst um sinn. Drengurinn litli dó í september um haustið (9.) rúmlega þriggja mánaða. Hann var aldrei frísk- ur. — Það er dýrt að fæðast og deyja í Ameríku, og ofan á sorg- ina bætist, að ég varð algerlega efnalaus. Við lá að húsið yrði tekið af mér upp í skuldir. Varð ég að veðsetja það til þess að bjarga mér. Ég var einn í hús- inu í hálfan mánuð. Þá gat ég leigt það ungum íslenzkum hjón- um. Buðust þau til að taka telp- una mína. Gæti það komið upp í húsaleiguna. Þetta varð að samningum, en þó giltu samn- ingarnir ekki nema þrjá mánuði í byrjun. Telpan svaf hjá mér á nóttunni, en konan hafði um- sjón með henni á daginn. Hjón þessi áttu hund, sem þau höfðu mjög mikið dálæti á. Þegar hús- freyjan þurfti að fara úr húsinu að degi til, lokaði hún telpuna og hundinn inni. Ég ræddi um það við hjónin, að mér líkaði illa að hafa hundinn alltaf með barninu. Þau vöndu hundinn á að liggja í rúmunum og alls stað- ar í húsinu. Varð þetta svo óþol- andi að lokum, að ég sá mér ekki annað fært en að lóga hundin- um. Þau syrgðu hann mikið og grunuðu mig um að hafa stútað honum. Þegar þessir þrír mán- uðir voru liðnir, var ég búinn að koma telpunni fyrir hjá hjónum sem voru nýkomin frá Islandi. Hjón þessi áttu þrjú nærri upp- komin börn. Maðurinn var smá- skammtalæknir. Hjónin voru nokkuð við aldur, eða um fimmt- ugt að ég hygg. Undu þau sér illa í Winnipeg og fluttu því sama haustið til Nýja íslands. Keyptu þau þar lítið hús og fylgdi þvi land. Nú var mér áríðandi að koma húsi mínu í verð til þess að kom- ast úr skuldum, því að ég vildi umfram allt forðast, að það yrði tekið af mér. Neyddist ég því til að selja það talsvert undir sann- virði, svo ekki yrði gengið að því. Á þann hátt slapp ég úr fjár- hagsöngþveitinu. Um næstu ára- mót var ég skuldlaus, en líka al- gerlega eignalaus. Eins og oft vill verða, þegar maður lendir í miklum örðugleikum, kemur oft fyrir að maður leitar sér augna- bliks líknar hjá Bakkusi. Þó sá ég brátt, að ekki tjóaði að láta þann höfðingja ráða. Gekk ég

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.