Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 26

Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 26
58 Heima er bezt Nr. 2 Hann sér hvernig hún hrekkur við. Náfölnar. Flýgur upp af stólnum. Og þarna stendur hún og starir á hann. Eldurinn undir plötunni skíðlogar. Brauðið bakast, brennur--------- Loks reikar hún að vatnsfötunni og fær sér að drekka. Hún þurrkar sér um munninn og er lengi að því. Svo hnígur hún niður á bekk við gluggann. Hann horfir stöðugt á hana. Sjoiklega. Eins og villt dýr. — En — en Geirmundur — Þú — þú hefur víst ekki búizt við mér svona snemma! Þá tekur hún eftir, að brauðið er farið að brenna og snýr sér að eldinum, tekur brauðið af. Hún gefur sér nægan tíma, þarf að jafna sig, er óvenju- lega lengi að hreinsa járnplötuna. — Þú hefur nægan félagsskap, þegar þú ert al- ein heima! segir hann hörkulega. Svo stendur hann upp og gengur út í ganginn. Þar finnur hann trog- ið með maðkabeitunni, og hún sér hvar hann geng- ur niður að vatninu. -------Það varð löng bið. Flatbrauðið lá í stafla á borðinu og fyllti stofuna með hlýjum ilmi. Jens og Ingólfur voru farnir. Potturinn var fullur af soðn- um fiski og beið Geirmundar. En hann lét ekki sjá sig. Og hún gekk óróleg um húsið og kveið því sem koma átti. Jens hafði boðist til þess að fara niður að vatn- inu og tala við hann, en hún vissi, að það myndi enga þýðingu hafa. Geirmundur myndi róa burt. Hann var nú einu sinni þannig gerður. Hann blind- aðist, þegar hann varð afbrýðisamur. En við því var ekkert að gera. Hún þekkti þetta svo allt of vel frá þeim tíma, er þau voru trúlofuð. Og hann vissi það sjálfur, en gat ekkert að því gert. Það var ósegjanleg kvöl fyrir hana, þegar hann kom æðandi og ímyndaði sér að hann hefði heyrt eitthvað um hana og piltana í nágrenninu. Þá grét hann af vonsku. Þessi afbrýðissemi var honum kvöl. En í þetta skipti myndi keyra úr öllu hófi. Hún fann það á sér. Hún gekk aftur út að glugganum. En enginn sást ennþá á stígnum. Hún skildi ekkert í þessu. Að síðustu orkaði hún ekki að bíða svona leng- ur. Hún batt á sig klútinn og gekk niður að vatn- inu. Hún stansaði í öðru hverju spori og skyggnd- ist út yfir vatnið. En enginn bátur var sjáanlegur. Þá fór hún að hlaupa. Þarna sat hann! í,bátnum. Og báturinn var á þurru landi. Hann hafði ekki einu sinni ýtt á flot. Hann sat þarna með olnbogana á hnjánum og horfði í gaupnir sér. Henni fannst hún geta séð á bakinu á honum hvað hann leið. — Maturinn er tilbúinn, sagði hún hæglátlega, þegar hún kom til hans. Hann hreyfði sig ekki. Hún stóð kyrr við stefnið á bátnum. Úti á vatn- inu flugu endur og teygðu hálsana. Vatnsflöturinn gáraðist af ofurlitlum andvara frá vængjaslætti þeirra. Það var dauðakyrrð. Ekkert hljóð. — Eigum við að leggja net? spurði hún. Hann sat stöðugt hreyfingarlaus. Þá gekk hún hægt til hans og tók í handlegginn á honum. — Geirmundur, þú þarft ekki að láta svona! Hún bjóst við að hann liti á sig, en er hann sat áfram hreyfingarlaus, bætti hún við: — Komdu nú heim með mér, Geirmundur. Ég skal segja þér allt! Ég hef engu að leyna þig. Komdu nú, Geir- mundur! Hann andvarpaði þungt. — Hvað er að frétta af vinnumönnum þínum? spurði hann loðmæltur. — Þú — þú hræddir þá svo að þeir flýðu til skógar, sagði hún, og svo gat hún ekki stillt sig um að brosa. Þetta er svo undarlegt. Þá leit hann loksins upp. — Og þú ert að hlægja að þessu? í sveitinni er fólk með hæðnislegar hnút- ur til mín vegna þín og þessa — þessa-----, en þú hlærð að því. —Komdu heim og við skulum borða fyrst, Geirmundur, síðan segi ég þér allt af létta. Það var, sem bros hennar hefði vakið hann, nú lét hann undan og fylgdist þegjandi með henni. Hún hafði aldrei séð hann eins og þetta kvöld. Hann var líkastur óþekkum krakka. Fyrst var allt í voða af því að það var búið að stinga upp akurinn. Það var hans jörð og hann vildi sjálfur yrkja hana. Hann ýtti matnum þegjandi frá sér. Og það breytti engu, þótt hún segði honum allt af létta um ó- kunna manninn og drenginn. Hann tautaði hæðnis- lega, þegar hún sagði honum frá því, þegar hún var að örmagnast af hungri og fékk mat og hjúkr- un í Svartadjúpi. Og eins fór það, er hún sagði frá rjúpunum. Hann sat kyrr eins og ímynd full- kominnar vantrúar á orð hennar, og starði inn í eldinn með hendurnar fyrir andlitinu. Hann sagði ekki orð. — Annað hef ég ekki að segja, sagði hún. Ekkert meira. Og þú verður að trúa mér! Hún sat nálægt honum, ætlaði að strjúka kinn hans, en hann vék sér undan. — Trúa þér? Því skyldir þú vera öðruvísi en allt annað kvenfólk? — Veiztu svo nákvæmlega hvernig annað kvenfólk er? Hann hnusaði. Menn tala oftast um, hvernig þeir hafi komizt yfir þessa og þessa stúlku, gabbað þær. Maður heyrði nóg af þessháttar. — Hefurðu — hefurðu þá „gabbað“ einhverja? Eftir að þú kynntist mér? spurði hún. — Ég? Það hefði ég enga minnstu löngun til. — Ætti ég þá að vera svo miklu verri? Hann ók sér. — En það var nú slaður um þig. — Þú ættir að trúa betur konunni þinni en sveitaslaðrinu, sagði hún.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.