Heima er bezt - 01.02.1954, Síða 27
Nr. 2
Heima er bezt
59
— Já, en þegar sveitarslaðrið hefur rétt fyrir sér?
sagði hann.
— Það er einmitt hið gagnstæða, svaraði hún
ákveðin. Og nú verðurðu að hætta þessu. Ég átti
auðvitað að segja þér frá þessum náungum í Selja-
dalnum, og ég hafði líka hugsað mér að gera það.
En ég þekkti afbrýðisemi þína allt of vel og mér
var ljóst, að ég myndi ekki fá augnabliks frið fyrir
grunsemdum þínum, þegar þú fengir að vita, að
karlmaður væri í dalnum.
Þau háttuðu. Þá var eins og þyrmdi yfir hann.
Hann grét. Grét óstöðvandi. Og hún lá við hlið
hans án þess að geta hjálpað honum. Hún starði
út í bláinn og hlustaði á grát hans. Vissi ekki nein
ráð.
— Hvers vegna gerðir þú þetta? sagði hann með
ekkaþrunginni rödd. Hvernig gat þér dottið annað
eins í hug?
Hún svaraði ekki. Það var ekki til neins. Hann
trúði henni ekki. En einhverntíma hlaut þetta að
breytast.
Öðru hverju gat hún ekki stillt sig um að hlusta.
Hún yrði ekki forviða, þótt maður stæði úti fyrir
og hlustaði gegnum rifu í veggnum. Jens hafði litið
svo undarlega á hana, þegar hann og drengurinn
fóru leiðar sinnar. Nærri því eins og hann vissi,
hvað hún átti í vændum.
Geirmundur kastar allt í einu af sér teppinu og
þýtur út að glugganum. Andlitið er náfölt.
— Hvað er að? spyr hún úr rúminu.
Hann snýr sér snöggt að henni. — Spurðu ekki
svo sakleysislega. Eftir hverju ertu kannske að
hlusta? Heldurðu ekki, að ég sjái það á þér? Segðu
mér hvað hefur gerst! Fyrr verðurðu ekki róleg.
Hann hefur fært sig nær henni á meðan hann
talar, og síðustu orðin eru eins og stormviðri í
eyrum hennar.
En nú er komið að því að hún verður að gefast
upp. Hún fer að gráta. Ýtir honum frá sér. —
Hann tekur hranalega í öxlina á henni. — Villtu
nú segja allt.
— Það er — það er ekkert, Geirmundur..
— Já eða nei?
— Ég hef sagt þér allt. Þú verður að trúa mér,
Geirmundur! Hún reynir að taka um hálsinn á hon-
um, en hann varnar henni þess. Hann þrýstir henni
ofan á koddann, hann æpir að henni. — Segðu mér
allt um ykkur — allt!
— Geirmundur-------!
— Segðu allt, eða þú sérð mig aldrei framar!
Hún var svo hrædd, að henni sortnaði fyrir aug-
um og rödd hennar var hálfkæfð. Ein einasta hugs-
un gagntók hana — að gera hann rólegan. Ef hann
aðeins hugsaði sig um, myndi hann trúa henni.
— Ég fer, og þú sérð mig aldrei framar, ef þú
segir mér ekki allt á þessari stundu. Heyrirðu það?
— Já, en ég get ekkert sagt, fyrr en þú ert orð-
inn rólegri. Leggðu þig, þá skal ég segja allt eins og
það er.
Það var nóg. Hann lagðist niður við hliðina á
henni. Lá á bakinu eins og hann byggist við dauða
sínum. Starði upp í loftið. — Nú? hvíslaði hann.
Hún þrýsti sér að honum og lagði handlegginn yf-
ir brjóst hans. — Þú verður að lofa mér því, að
taka þessu öllu með ró, og þú verður að trúa orð-
um mínum. Ég segi allt eins og það er, og þú verð-
ur að trúa mér, lofarðu því?
— Já, hvíslaði hann.
Hún þrýsti sér enn fastar að honum og kyssti
hann á hálsinn. Andlit hennar var ennþá vott eft-
ir grátinn. — Nú verðurðu að trúa mér, Geirmund-
ur, og vertu nú rólegur. Geirmundur! Þú verður að
lofa mér því, að vera ekki með sömu lætin og áðan.
— Svona! Komdu nú með það!
— Já, já! Hún þrýsti honum að sér og hvíslaði:
— Það — er — ekkert, Geirmundur! Heyrirðu .
Hann hefur aldrei nokkurntíma litið mig þannig,
og hann hefur aldrei sagt við mig eitt einasta orð,
sem þú hefðir ekki mátt heyra. Þetta er sannleik-
urinn, Geirmundur!
Hún horfði lengi á eftir honum þegar hann fór
morguninn eftir. Hann var þrjóskulegur á svip og
sagði fátt. Og hann sneri sér ekki við við hliðið
til þess að veifa henni, eins og hann var vanur.
Hún stóð úti á akrinum með skófluna í hendinni
og sá hann hverfa inn á milli trjánna í skóginum.
En eftir stundarfjórðung stóð hann aftur á sama
stað. Hann hafði hlaupið, svo að svitinn bogaði
af honum. — Búðu þig út og komdu með mér nið-
ur í sveitina, sagði hann.
Hún ætlaði varla að trúa á að þetta væri alvara
hans. — En akurinn? spurði hún.
— Gerðu eins og ég segi! skipaði hann.
--------Þannig var það á hverjum einasta degi.
Hann þorði ekki að sjá af henni eina dagstund.
Þorleifur gamli gat ekki haldið sér saman.
— Hvernig víkur því við með konu þína og þennan
flatbrauðsbakstur? spurði hann dag einn, þegar
þeir hvíldust eftir miðdegisverðinn. Hér koma
margar konur í sveitinni til þess( að spyrja hana
ráða um, hvernig bezt sé að baka flatbrauð úr
barkarméli, já, það er engu líkara en að Geirþrúð-
ur sé orðin skólameistari. Hún segir þeim til sem
eldri eru og ættu að vita meira um slika hluti. — —
— Nú, hvað er það, sem þig langar að vita? spurði
Geirmundur óþolinmóðlega.
— Jú, mig langar að vita hvernig hún hefur lært
listina.
Geirmundur svaraði út í loftið, að hann hefði
enga hugmynd um það.
Og Eysteinn frá Einihlíð svaraði stutt og hvasst,
að hann sæi ekki betur en að sá gamli hefði lyst
á brauðinu, hvar sem hún hefði lært að baka það.
En Þorleifur, gamli þorparinn, lét ekki undan.
— Það er bara svo einkennilegt, að fátækt fólk
í Þrándheimi bakar brauðið á sama hátt. Það gæti
hugsazt að Geirþrúður hefði numið listina af ein-
hverjum þaðan, eða úr umhverfi bæjarins, til
dæmis.
— Og ef svo væri? spurði Eystéinn.
— Nú, nei, nei — —. Og sá gamli hafði ekki
meira að segja.