Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.02.1954, Qupperneq 28
60 Heima er bezt Nr. 2 V. Ingólfur spurði stundum um mömmu sína. Hann vildi vita, hve gömul hún væri og hvort hún væri lík henni Geirþrúði. Ættu þeir ekki bráðum að senda henni boð? Jens svaraði fáu einu til. — Þér líður vel hérna hjá mér, var hann vanur að segja við þessum spurningum drengsins. — En við getum þó ekki verið hérna alltaf? — Á meðan það er sumar, líður okkur ágætlega, áleit Jens. En við sjáum hvað setur, þegar fer að líða að veturnóttum. * — Hvað eigum við þá að taka til bragðs? — Æ, vertu nú ekki að hugsa um það! Drengurinn lá oft vakandi á nóttinni og var að hugsá. Hvernig var þessu öllu farið í raun og veru? Af hverju hafði mamma hans skilið hann við sig á meðan hann var lítill? Hann hafði spurt Mali um það, en hún svaraði jafnan út í bláinn, eins og henni fannst bezt henta. Eitt sinn hafði hann spurt hana, hvort Jens væri faðir sinn. Mali svaraði því játandi, en var þó eitthvað svo ein- kennileg, að hann trúði henni ekki. Eitt sinn spurði hann Pál, en Páll talaði nú alltaf svo undarlega. — Þú hefur skapað þig sjálfur, sagði Páll. — Þú komst eina sumarnóttina fljótandi á borði niður eftir Kjurudalselfinni. Þetta var svo skemmtilegt, að hann vildi helzt trúa á það, en það var víst ekki rétt. í birtingu einn morguninn vöknuðu þeir við óvenjulegt hljóð uppi á barminum á Svartadjúpi. Jens stökk á fætur og þreif byssuna og Ingólfur nuddaði stírurnar úr augunum og læddist út á eftir honum. En það var ekkert óvenjulegt að sjá. Þeir flýttu sér í fötin og klifruðu upp hamravegginn. Þeir sögðu ekki eitt orð, en Ingólfur sá strax, að þetta gat verið eitthvað hættulegt. Þegar þeir voru komnir upp á barminn, skriðu þeir á fjórum fótum gegnum runnana. Og nú heyrðist hljóðið betur. Og nú sáu þeir orsökina. Nautgripahópur var á suðurleið. Svartar, brúnar og skjöldóttar kýr hver á eftir annarri, eins og langt, skræpótt band. Geiturnar og kálfarnir hlupu öðru hverju út úr hópnum. Á eftir lötruðu tveir smaladrengir. Þegar þeir voru komnir yfir mýr- ina, beygði bjöllukýrin yfir að Haugsselinu. Hún þekkti sig hérna, og hinar komu á eftir í hala- rófu. — Ekki annað, tautaði Ingólfur. En Jens áleit þetta nógu slæmt. Hann kom auga á hest og vagn niðri á Krókásnum. — Nú færðu kannske að sjá hana mömmu þína, sagði hann lágt. Ingólfur varð óstyrkur. Öðru hverju heyrði hann vagnaskröltið. Honum fannst vagninn vera heila eilífð á leiðinni og hann gat ekki beðið eftir hon- um. Ennþá var lítið að sjá, því að skógurinn skyggði á, en þegar hann sá vagninn í svip, virtist honum sem kvenmaður sæti ofan á hlassinu. Tveir menn voru á eftir. — Kannske ætti ég að hlaupa heim og ná í bog- ann minn? spurði Ingólfur. — Ætlarðu að skjóta? — Ne-ei, en þú ert með byssuna. Það er karl- mannlegra að ég sé líka með skotvopn. — E f þetta er hún, getum við ekki talað við hana fyrr en bóndinn og vinnumennirnir eru farn- ir heim aftur, sagði Jens. Loks kom hesturinn í ljós fyrir norðan mýrina, og nú heyrðu þeir, að mennirnir voru að tala sam- an. En á hlassinu var enginn. Enginn.. Það voru bara tveir karlmenn. Engin selstúlka. — Það var gott! sagði Ingólfur. Og nú viður- kenndi hann, að hann var hræddur við að hitta ókunnuga manneskju, sem væri þó móðir hans. Nú beygðu þeir inn á veginn upp að selinu. Ann- ar mannanna sneri sér við og kallaði. Skerandi kvenmannsrödd svaraði, og brátt kom dökkklædd kona í Ijós. Hún var feit, líka hölt. Ingólfi fannst eins og eitthvað brenndi hann og hann sundlaði. Loks gat hann ekki legið kyrr leng- ur; hann læddist afsíðis og fór að gráta. Nei, hann vildi ekki gráta. Að minnsta kosti ekki á meðan Jens sá til. Hann varð að taka mömmu sína eins og hún var. Maður gat hvort sem var ekki valið sér foreldra sjálfur. Hann heyrði að Jens kom og fann hönd hans á öxlinni á sér. — Þetta var ekki mamma þín! Þá leit hann upp með andlitið baðað í tárum. Jens var hjá honum. Góði, trygglyndi Jens, eini vinurinn hans! Hann varð allt i einu ofsaglaður, tók um hálsinn á Jens og þrýsti honum að sér. — Strákhvolpurinn! sagði Jens, en það var ylur í þessu eina orði. Þannig var hann. Annaðhvort þráði hann stúlku, sem var einhversstaðar mitt á milli Mali og Geir- þrúðar, manneskju, sem fullkomnaði það, sem Jens vantaði, eða líka hann gekk í dauðans angist fyrir því, að móðir hans væri máske öðruvísi en hann hafði hugsað sér hana. Og hann sárkveið fyrir að skilja við Jens. Honum voru ekki ljósar tilfinning- ar sínar, en vænst af öllum þótti honum um Jens. Jens var í senn of mikið og of lítið fyrir hann. Þeir höfðu báðir hlakkað til þess að fólk flytti í selið. Þá myndu þeir geta fengið nóga mjólk. Því hafði Jens lofað. Það var bara að mjólka kýrnar Og ef selstúlkan í ár væri viðkunnanleg, þá----. Jens hafði oft verið að brjóta heilann um, hver yrði selstúlka og talaði oft um það. Því að þótt það yrði ekki mamma Ingólfs, gat það eigi að síð- ur verið bezta stúlka. Jæja, það var nú spurning. En nú breyttist allt. Jens taldi, að þeir gætu ekki haldið lengur til í Svartadjúpi, í fyrsta lagi var hann ekki öruggur þar lengur, eftir að Geirmund- ur þekkti aðsetursstað þeirra, og auk þess virt- ist honum sem Haugsbóndinn og vinnumaður hans hefðu horft svo rannsakandi í áttina þangað um leið og þeir óku framhjá. Og það hafði legið byssa ofan á farangrinum. Þennan dag tóku þeir saman dót sitt og fluttu upp í dalinn, þangað sem Híárfossinn steypist fram af snarbröttum hamraveggnum. Fyrir langa löngu hefur elfan grafið holur og ganga í fjallið og síð- an breytt um farveg dálítið norðar. Jens áleit, að Framhald.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.