Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 2
130
Nr. 5
Heima er bezt
<&? Ibwö
HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum • Kcmur út mánaðar-
lega . Áskriftajjjald kr. 67.00 . Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri .
Ábyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson .
Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f.
Efnisyfirlit
Bls. 131 Söngvari og stórbóndi, eftir Kristmund Bjarnason.
— 135 Gangnastjóri greinir frá. Rætt við Jón Guðmundsson.
— 139 Jökulsprungan lokaðist, eftir Bjarna Sigurðsson.
— 141 Gömul harmsaga, eftir Guðmund G. Hagalín.
— 145 í föðurgarði fyrrum, þula eftir Guðrúnu Auðunsdóttur.
— 146 Kirkjublettur og kirkjulaut, eftir Eyþór Erlendsson.
— 147 Lærðu að læra, eftir Olaf Gunnarsson.
— 150 Fyrstí íslenzki kvenlæknirinn, eftir Kristmund Bjarnason.
— 154 Fjallabúar, framhaldssaga, eftir Kristian Kristiansen.
— 160 Myndasagan: Óli segir rjálfur frá. Smælki og margt fleira.
„Vorboðinn ljúfi”
(Forsíðumyndin).
Eitthvert mesta yndi barna og unglinga á fögr-
um vordegi er að finna hreiður með eggjum eða
ungum, ekki til að ræna það heldur til að gleðjast
og fagna. En þegar leitað er að hreiðri skógarþrast-
arins íslenzka, dugir ekki að einblína á jörðina
eins og í leit að hreiðrum annarra fugla, heldur
verður að skyggnast um lim skógarins, og sé vel
að góð, getur verið, að maður komi auga á hreiður-
körfu í haglegri kverk, helzt þar sem tvær eða
þrjár greinar mynda gott sæti við stofninn, eða
stofninn klofnar, eins og myndin á forsíðunni sýnir.
Þessa dagana eru íslenzku skógarþrestirnir ein-
mitt við hreiðurgerð. Og eggin í flestum þrastar-
hreiðrum eru 5—7 — ekki komin nema þrjú í
hreiðrið á myndinni — alldökk, grænmóleit.
Skógarþrösturinn er farfugl en þaulsætinn hér
og vill helzt ekkert fara, ef vetur leyfir, og hefur
hér oft vetursetu. Þrösturinn sýnir sig líka öllum
farfuglum fyrr á vorum, seinni hluta marz og
snemma í apríl. — Á vorin, seinni hluta sumars og
á haustin er þrösturinn tíður gestur heima við bæi.
Hann er „vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr“, sem Jónas
sendi kveðju sína með til stúlkunnar sinnar heima
á íslandi.
í byrjun maí leitar þrösturinn inn í birkiskógana.
Velja hver hjón sér ákveðna landareign, oftast all-
stóra, og ver bóndinn land sitt af hörku fyrir öðr-
um þröstum, rekur „bóndann af næsta bæ“ á flótta,
reyni hann að nálgast, enda mun hann hræddur
um konuna. Síðan setzt hann á háa trjágrein og
syngur hástemmd sigurljóð. Hreiðrið er vandað og
haglega gert. Ungarnir koma úr egginu í byrjun
júní og eru fullvaxta í ágúst.
Þegar kemur fram í september, koma þrestirnir
oft heim að bæjum og verða jafnvel töluvert ágeng-
ir, þegar sverfur að. Bændum þykir koma þrastanna
heim að bæ síðla sumars illur fyrirboði, því að þá
muni rigninga eða hrets að vænta. Viti þrestirnir
á sig illviðri sitja þeir hnipnir í limi trjánna í húsa-
görðum eða leita skjóls í veggjarskotum. Þröstur-
inn er veðurglöggur í bezta lagi.
Á seinni árum hafa þrestirnir borið við að verpa
i trjágörðum við bæi og einnig inni í kaupstöðum,
svo sem í Reykjavík, jafnvel hægt að fá þá til að
verpa í hreiðurkassa. Þrastahjón eru góðir gestir
í garði. Þeim fylgir líf og yndi, kátína og „kvikur
þrastasöngur“.
(Ljúsm.: Þorst. Jósepsson).
Myndin hér að neðan sýnir æðarkollu á hreiðri
sínu. Æðarfuglinn er mesti nytjafugl íslands. Hann
er félagslyndur og verpir í samfelldum byggðum,
oft undir verndarvænd mannanna. Á myndinni hef-
ur varpbóndinn búið sem bezt í haginn fyrir koll-
urnar, jafnvel reist skjólvegg við hreiðrin. koll-
urnar kunna vel að meta þetta og hreyfa sig lítt,
þótt verndari þeirra og velgerðarmaður komi í heim-
sókn. — Myndin er úr varplandi á Skipeyri í Skut-
ulsfirði.
J