Heima er bezt - 01.05.1954, Page 3

Heima er bezt - 01.05.1954, Page 3
Nr. 5 Heima er bezt 131 Kristmundur Bjarnason: Söngvari og stórbóndi Þegar Þorbjörn Björnsson var staddur hjá mér fyrir skömmu, bar margt á góma, því að mað- urinn er af þeirri gæzku giör að hafa áhuga á hinum óskyldustu viðfangsefnum og má raunar segja, að hann láti ekkert mann- legt vera sér óviðkomandi. Spurði ég hann að sjálfsögðu margs, og hér fylgja svör hans við nokkr- um spurningum mínum. Spurn- ingarnar hef ég að vísu fellt niður, en ég ætla, að það komi ekki að sök, en mér einum er um að kenna, ef viðtalsþátturinn reynist laus í reipum. Þess gerist raunar ekki þörf að kynna Þorbjörn Björnsson lesendum, því að eftir hann hafa um alllangt skeið birzt greinar í blöðum og tímaritum og orðið mjög vinsælar. Þó get ég ekki látið undir höfuð leggjast að fara um hann nokkrum orðum, og er ástæðan sú, að Þorbjörn hefur ekki að jafnaði rætt um sjálfan sig í greinum sínum. Flestum þeim lesendum, sem nokkuð eru til aldurs komnir, mun ljóst, að Þorbjörn var í röð fremstu bænda þessa lands og er svo einlægur áhugamaður um búmál, að sérstakt mun vera, en búi brá hann 1946, ef ég man rétt, og fékk í hendur sonum sín- um. Hitt mun ekki eins kunn- ugt, að hann var fyrr á árum talinn af kunnáttumönnum eitt- hvert bezta efni í óperusöngv- ara, sem við áttum. Þorbjörn segir sjálfur, að sér hafi áður fyrr aldrei dottið í hug að gerast bóndi, — það var honum víst eins konar neyðar- ráðstöfun, er listamannsdraum- ar hans brugðust, en þeim mun eftirtektarverðara er það, hvað úr honum varð í bændastétt. Og sýnir það, hvað í manninum býr. Einn vetur var hann við söng- nám í Reykjavík og annan á Akureyri. Báðir söngkennarar hans hvöttu hann eindregið til framhaldsnáms erlendis, og Þor- björn var ákveðinn í að freista gæfunnar. En nú var það með Þorbjörn sem marga aðra unga menn — og þá ekki sízt lista- menn — að honum var fjár vant til þess að gera óskadrauma sína að veruleika. Hann leitaði á fund föður síns, vissi þó, að hann gat ekki staðið af þeirri fjárhæð sjálfur, er þurfti til r------------——------------- Þorbjörn Björnsson, bóndi að Geitaskarði er landskunnur maður og ber margt til þess. Hann er bú- höldur mikill og hefur gert garð sinn frægan að óvenjulegri snyrtimennsku og myndarbrag, svo að þangað bein- ast augu hvers manns, er hjá fer. Hann er ritfær vel og kunnur af greinum sínum. — Hann var og söngvari góður. Frá öllu þessu og skoðunum hins gjörhugula manns á lífinu greinir í viðtali þessu, sem Kristmundur Bjarnason hefur átt við Þorbjörn fyrir Heima er bezt. 1......-_____ námsins. Faðir hans brást vel við beiðni Þorbjarnar, þótt hann hefði ekki mikla trú á þessu til- tæki hans, og fékk loforð um þrjú hundruð króna lán hjá pen- ingakarli einum á Skagaströnd. Svo leið að því, að Þorbjörn hyggði til utanferðar. Var þá sent vestur um haust að sækja lánið, en karl vildi þá ekkert láta af hendi rakna, og er mælt, að það muni meðal annars ekki hafa valdið alllitlu, að hann hafi hlerað, til hvers verja skyldi fénu og í slíka bölvaða vitleysu vildi aurasálin ekki láta fé sitt! Þetta er ekkert einsdæmi. íslenzkir listamenn hafa orðið hordauðir við hliðina á efnamönnum upp til sveita og út við sjó, eins og kunnugt er. Þess vegna má e.t.v. segja, að Þorbjörn hafi vel sloppið. En reiðarslag var þetta fyrir hann. Leitaði hann til margra um lán, en allt bar að sama brunni. Hann segir svo sjálfur: „Þeir, sem vildu, gátu ekki og þeir, sem gátu, vildu ekki.“ Þetta er gamla sagan, sem er allt of oft ný. O Þegar Þorbirni þótti útséð um, að hann gæti látið þá æsku- drauma sína rætast, að stunda söngnám, fór hann í Búnaðar- skólann á Hólum, enda þótt hann hefði enga hneigð til búfræði- náms, enda var hugur hans all- ur í uppnámi, gat ekki snúið baki við sönggyðjunni og var sí- syngjandi. Eitt sinn, er hann hafði sungið á samkomu á Hól- um, gekk til hans gamall bóndi og segir við hann: „Þú gerir þér líklega ekki þess grein, ungi maður, hvílikan fjár- sjóð þú berð í hálsi þér.“ Þá brauzt út gremjan í Þor- birni, svo var honum þetta við- kvæmt. Hann gengur fast að tám gamla mannsins og hreytir út úr sér: „Þeim sjóði er þegar glatað!“ Það er komin harka í skap þessa unga manns. Orð hans bera þess vottinn, að það hefur þá þegar búið í honum, að hann skyldi ekki láta helv.... heiminn beygja sig, — heldur hið gagn- stæða. Svo líður tíminn, Þorbjörn brýzt sísyngjandi áfram til efna, — og í söngför til Blönduóss var hann, er hann söng til sín konu- efnið. (Ég þori samt ekki að ábyrgjast, að hann hafi bókstaf- lega sungið sig inn í hjónaband- ið, en mér er nær að ætla það). En kona hans er Sigríður, dótt- ir Árna Þorkelssonar, er lengi bjó stórbúi á Geitaskarði. Enn varð sönggáfan til þess, að gróða- bændur — og þá að líkum list- gáfum og listaást sneyddir — spáðu bóndaefninu hrakspám. — Stórbóndi einn ríkilátur sagði, er hann frétti um trúlof- un þeirra Sigríðar: „Á þessi piltungur nokkuð nema þennan söng?“ Annar húnvetnskur stórbóndi

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.