Heima er bezt - 01.05.1954, Side 9
Nr. 5
Heima er bezt
137
„Eins mig fýsir alltaf þó
aftur að fara í göngur.“
„Þú varst erlendis um tíma. í
hvaða löndum varstu þá?“
„Ég var á Norðurlöndum frá
1919—21. Þrjú missiri í Fyns-
hoved andspænis Sámsey og einn
vetur á Jaðri í Noregi. Mér
fannst bæði lærdómsríkt og
skemmtiíegt að kynnast þessum
þjóðum, en ferðir til útlanda eru
nú orðnar svo hversdagslegar að
engin ástæða er til þess að dvelja
sérstaklega við minningar frá
þessum árum.
Þú varst árum saman gangna-
stjóri í Eskifellsfj öllum. Viltu
ekki lýsa göngunum eins og þær
voru þá?“
„Reyna má það, þótt slík frá-
sögn verði ekki eins lífræn fyrir
þá sem ekki þekkja fjöllin af
eigin reynd. Þess er þá fyrst að
geta, að aðalgöngurnar voru
fjórar. Á vorin var smalað til
rúnings, en á haustin voru þrjár
aðalgöngur. Sú fyrsta var síð-
ustu dagana í september eða
fyrst í október, önnur ganga var
14 dögum seinna og sú þriðja
hófst 9. nóvember en þar að auki
voru eftirleitir, sem ég mun
minnast á síðar.
Alls fóru átta menn í hverja
göngu. Tveir fóru inn í svonefnt
Eskifell, sem fjöllin eru öll kennd
við, en sex héldu inn í Kollumúla
og Víðidal og smöluðu fjöllin þar
í kring, komumst við þá inn á
hraun en þangað hallar til
Fljótsdalshéraðs, en Víðidals-
megin gengum við til takmarka
Álftaf j arðarf j alla. Venjulega var
lagt af stað frá Stafafelli klukk-
an 6—7 að morgni og farið ríð-
andi inn í Eskifell en það er
tveggja tíma reið. Þar urðu tveir
menn eftir en við hinir sem
lengra fórum sprettum af hest-
unum og heftum þá og héldum
að því búnu áfram gangandi inn
í Kollumúla, en það er þriggja
tíma gangur. Til þess að komast
inn í Kollumúla varð að fara
yfir Jökulsá, en yfir hana var
kláfferja, sem í daglegu tali var
nefndur dráttur. Rann ferjan á
tveimur vírköðlum en undir var
þverhnípt hamragljúfur og bull-
andi straumur árinnar, svo ekki
hefði sá þurft að kemba hærurn-
ar, sem dottið hefði niður.
Stundum kom fyrir að kláfferjan
væri Kollamúlamegin þegar að
ánni var komið og varð þá ein-
hver að fara yfir á vírunum og
að því búnu áfram gangandi inn
rúmazt fjórir menn.
Stundum var smalað eitthvað
sama daginn og farið var inn
eftir, annars var fyrsta verkið
þegar í Kollumúla var komið að
þrífa til í gangnamannakofan-
um, slá gras til þess að liggja á
ef þurrt var í veðri en rífa upp
hrís ef blautt var um. Kofinn var
ekki stór í hlutfalli við víddir
fjallanna og jafnvel ekki við
þarfir gangnamannanna. Pallur
einn var þar inni og gátu í mesta
lagi sex menn legið á honum.
Útstunga var hlaðin í stafninn
og voru þar áður fyrr hlóðir en
síðar ofn og loks prímus, sem
ferðamenn gáfu kofanum. —
Hreinlæti var ekki fyrir að fara
í kofa þessum og urðum við oft
að hugga okkur við hið forn-
kveðna „hreinn er fjallasaur-
inn.“
Fyrsta kvöldið slátruðum við
venjulega kind og suðum súpu
af kjötinu, meðferðis höfðum við
kaffi, sykur, brauð og viðbit,
varð því ekki margréttað hjá
okkur en frekar kjarnréttað.
Næsta morgun var farið
snemma fætur og lagt af stað
frá kofanum klukkan fimm, vor-
um við þá komnir inn fyrir sem
kallað var þegar sauðljóst var
orðið. Við skiptum okkur þannig
að þrír fóru inn í Víðadalinn
sjálfan en sá fjórði í hjallana
syðra megin í dalnum. í Víðidal
er mjög grösugt, enda var þar
byggð áður fyrr og allt fram á
1896 Síðasti bóndinn í Víðidal
var Jón Sigfússon á Bragðavöll-
um, sagði hann að víðirinn hefði
verið svo hávaxinn í Víðidals-
túni eða grundinni þegar hann
kom þangað, að ærnar hefðu
týnzt í hann. Kuldalegur hefur
nábúi Viðdælinga verið því Hofs-
jökull er á dalsegginni eystra
megin en handan við eggina taka
við afréttir Álftafjarðar.
Tveir menn fóru inn á Vestur-
dal og alla leið inn á Marköldu
en þaðan hallar til Fljótsdals-
héraðs. Landslag er þarna mikil-
úðlegt og hrikalegt en gróðrar-
blettir inn á milli. Fé er vænt og
frjálslegt á þessum slóðum.
Venjulega fóru 16 klukkustundir
í það að smala inn á Marköldu
og Vesturdal eða inn á Hraun,
sem stundum var kallað. Fénu
úr Vesturdal og Víðidal var
smalað fram í Kollumúla, var
það stundum byrgt en stundum
látið eiga sig framan í Múlanum
yfir svartasta lágnættið.
Þriðja daginn urðu tveir að
gæta fjárins í Kollumúlanum en
fjórir smöluðu Norðurtungur,
Suðurtungur og Víðibrekkusker.
Var þá fyrst farið á drættinum
yfir Jökulsá en síðan gengið alla
leið inn undir Axafellsjökul. Oft
urðum við að vaða gil, sem ekki
voru sem bezt yfirferðar, botn-
inn stórgrýttur og vatnið
straumhart. Úr því frysta tók á
haustin voru slíkar ferðir líka
allkuldalegar.
Fjórða daginn smöluðum við
Kollumúlann að framan og rák-
um féð yfir ána og út Kamba,
síðan yfir ána aftur og yfir í
svonefnd Gulllaugarfjall. Þeir
sem eftir höfðu orðið í Eskifelli
áttu þá að réttu lagi að vera
búnir að smala framfjöllin og
reka safnið þaðan út í Skóga,
fóru þá bæði þeir og við heim að
Stafafelli og Brekku um kvöldið.
Fimmta daginn voru smöluð
heimaf j öllin og sj ötta daginn var
réttað. Smávegis óveður gat tafið
okkur um einn til tvo daga og
eins ef fé lenti í ófærum og við
urðum að bisa við að ná því úr
svelti. En þótt göngurnar væru
engin skemmtiferð fannst mér
alltaf eitthvað lokkandi við fjöll-
in. Fegurðin er víða stórfengleg.
Tindarnir, Hnappadalstindur og
Sauðhamarstindur eru báðir
fallegir, og í baksýn gnæfir sjálf-
ur fjallakonungurinn Snæfell.
Niður í gilin ganga glitrandi
skriðjöklar úr Vatnajökli, en
Kollumúli og Víðidalur eru frjó-
söm pláss, svo andstæðurnar eru
miklar inni í þessu fjallaveldi.
Þrekraunir.
„Þetta var ein af þremur
venjulegum fjallgöngum hausts-
ins, en hvernig gátu þær orðið
þegar verst viðraði?“
„Haustið 1915 man ég eftir ó-
venjulega mikilli rigningu þegar
við vorum í fyrstu göngu. Farið
var af stað í bezta veðri en þeg-
ar inneftir var komið gekk í aus-
andi rigningu og mátti segja að
varla dræpi af steini þrjár vik-
ur. Við urðum að vaka yfir fénu