Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 11
Nr. 5 Heima er bezt 139 Jökulsprungan lokaðist - lambið vísaði veg út Óvenjuleg saga af lambarekstri á afrétt yfir Sólheimajökul i Hvítmögu Það mun vera nálægt 70 árum síðan saga sú gerðist, er hér verður sögð. Þegar ég var búsettur á Eski- firði í Suður-Múlasýslu, fluttist þangað um líkt leyti og ég, eða 1906, maður að nafni Eyjólfur Guðmundsson. Hann var ein- hleypur og giftist aldrei. Mýr- dælingUr var hann að ætterni og fæddur í Pétursey 28/2 1864. Eyjólfur Guðmundsson var hæglátur maður, athugull, rétt- látur í hugsunarhætti og sann- sögull. Þann sið hafði hann, að hirða allt, sem á vegi hans var, en aðrir gengu fram hjá, svo sem smáspýtur, spotta og pjötlur. Hús eignaðist hann á Eskifirði og var til eftir hann, þegar hann dó æði mikið safn af þessu dóti, sem til ' einskis var hæft nema til upp- kveikju eða í eldinn Þessi nýtni var honum í blóð borin. Þá var lítið um atvinnu í þorp- unum á Austurlandi um hávet- urinn. Snerti þetta Eyjólf sem aðra. Gekk hann þá milli húsa á Eskifirði og bauðst til að kemba ull, þæfa og tvinna band, en ekkert af þessu var þá lagt nið- ur í kauptúnunum á Austurlandi. Konan mín Þórunn sáluga J. Eirfksdóttir, var spunakona mik- il og sýnt um alla tóvinnu. Henni þótti því mikill fengur í því að fá Eyjólf til að kemba fyrir sig. Ég held, að hann hafi ekkert kaup tekið fyrir kembinguna, annað en fæðið. Hann var því alltaf velkominn heima, hvort sem hann kembdi eða ekki. — Ánægju hafði hann af því, meðal annars, að segja frá ýmsu, er fyrir hann bar í æsku í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Eins og gengur og gerist voru þær frá- sagnir misjafnar að gæðum. En ein þeirra vakti athygli og fest- ist í minni. Það var þessi saga Um rekstur fráfærnalamba á af- rétt. Hvítmaga í Mýrdalsjökli. Bæirnir Sólheimar (þá munu þeir hafa verið 6) í Mýrdal eiga afrétt, eða sumarhaga í svo- nefndri „Hvítmögu“. Það eru fremur lág fjöll inni í Mýrdals- jökli, beint upp af skriðjökuls- tanganum, sem teygir sig ofan á Sólheimasand og Jökulsá (Fúlilækur) kemur undan. „Hvítmaga“ er umvafin skrið- jökli á alla vegu, og því ekki hægt að komast í þennan afrétt, vor og haust, nema á skriðjökli. Nú er það vitað, að skriðjöklar eru á sífelldri hreyfingu, og að þar er sprunga við sprungu, og því hættulegt og illt yfirferðar. En það var venja á Sólheimum að reka þangað fráfærulömbin á hverju vori, því þar voru hagar sæmilega góðir. Til þess að reka lömbin yfir í „Hvítmögu", var valinn góður dagur og farið á stað mjög snemma að morgni. Jafnframt var hafður með ýmiss konar útbúnaður, ef maður eða lamb skyldi falla ofan í jökul- sprungu, til þess að ná þeim upp aftur. Sígið í sprunguna. Nú vildi svo til, að lamb féll ofan í sprungu, og var þá Eyjólf- ur Guðmundsson fenginn til þess að síga ofan í sprunguna og ná lambinu. Hann var þá vinnu- maður á Sólheimum og tæplega tvítugur. Var ætlunin sú, að hann tæki lambið og léti fyrst draga það upp og síðan sig á eftir. Hann var fús til þess að takast þetta á hendur og fannst það ævintýri líkast. Djúp fannst honum sprungan og svarta myrkur, er í botn hennar kom. En það þótti honum einkenni- legt, að undir fótum hans, er nið- ur kom, var jarðvegur en ekki jökull. Sprungan náði þarna alla leið ofan á jarðveginn. Hann fór nú að skyggnast um eftir lambinu og varð var við það, þó dimmt væri og náði því eftir mikinn eltingaleik. Það sótti á að hlaupa niður eftir sprungubotninum, undan brekku, í suðvestur átt, að hon- um skildist. Seinna kvaðst hann hafa gert þá ályktun, að sprung- an lægi frá norðaustri til suð- vesturs. Þegar hann hafði náð lambinu, flýtti hann sér með það að sigreipunum. En nú varð hann fyrir miklum vonbrigðum. Jök- ulsprungan var fallin saman að ofan og engin leið að komast upp úr henni. Hann var innilok- aður með lambið, sem hann var að bjarga, inni í jökli og undir jökli. Svo virtist, sem allar bjarg- ir væru bannaðar og ekkert fram undan annað en grimm örlög, eða hræðilegur hungurdauði. Þó sagðist hann til allrar hamingju ekki hafa gert sér þá fulla grein fyrir lífshættunni. Til þess var óvit æsku hans og kjarkur. Hin sterka lífsþrá hans leitaði strax að úrræðum. Hann var að vísu alveg hissa og utan við sig fyrst í stað og sá engin úrræði. Settist hann því niður með lambið í fanginu og lét vel að því og tal- aði við það um vandræðin, sem hann og það hefðu lent í. Smám saman kom í huga hans, hve mjög lambið sótti eftir því, að hlaupa vestur eftir sprungunni. Datt honum þá í hug, að sleppa lambinu og elta það. Hann varð að reyna að kanna þessa ein- kennilegu jökulsprungu, sem var lukt saman að ofan, en rúmgóð niðri við jörðina. Lagt af stað. Þegar hann sleppti lambinu, tók það til fótanna og skokkaði vestur þessa lokuðu jökul- sprungu, undan brekku. Hann hélt á eftir lambinu í því augna- miði að kanna vel sprunguna. Lengi var ekki að sjá neina breytingu á sprungunni, eða rúmtaki hennar. Þó fannst hon- um hún heldur þrengjast og virtist honum það ekki spá góðu. En áfram hélt lambið og var þó farið að hægja á sér. Bjóst Eyjólfur við, að það væri farið að þreytast, því vegurinn var langur. Að því kom líka, því allt í einu hætti það ferðinni og lagð- ist niður til að hvíla sig. Hann settist líka niður, því hér var um ekkert annað að ræða, en br'ða rólegur þar til þreytan hefði lið- ið úr lambinu. Ekkert vissi hann

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.