Heima er bezt - 01.05.1954, Page 13

Heima er bezt - 01.05.1954, Page 13
Nr. 5 Heima er bezt 141 Guðmundur G. Hagalín: Gömul harmsaga Fjallaskagi og Birnustaðir voru lengi yztu bæirnir á norð- urströnd Dýrafjarðar. Fjalla- skagi er góð bújörð, landrými mikið, gnægð beitar á Skaga- hlíðum jafnt vetur sem sumar og fjörubeit allan ársins hring. Þá var og útræði af Skagamöl- um, og lágu þar við margar skipshafnir úr báðum sveitum Dýrafjarðar, enda stutt á þau mið, sem frá því snemma á vor- in og þar til síðla hausts eru ein hin fiskisælustu úti fyrir Vest- fjörðum. Birnustaðir eru miklu minni og rýrari jörð en Fjalla- skagi, slægjur litlar og reytings- samar, sjávargata löng og erfið og lending ekki góð. En beit er nóg á Birnustöðum, og mun sjaldan verða þar haglaust. Báð- ar þessar jarðir hafa farið í eyði á þessari öld umbrota og um- skipta, og nú er ekki lengur út- ræði af Skagamölum, þó að fisk- ur gangi enn á miðin undir Barða. Einhvern tíma snemma á öld- um bjó á Fjallaskaga bóndi, sem átti báðar þessar jarðir. Hjá honum var húskarl einn, sem hann hafði miklar mætur á, enda hafði hann þjónað honum lengi af mikilli trúmennsku. Húskarli þessum leyfði bóndi að reisa bæ inni á hlíðinni í landi Birnustaða. Var bærinn nefndur Lambamúli, og hefur bæjarheit- ið að líkindum verið fornt ör- nefni. Undir hina nýju bújörð var lagt land frá báðum jörð- unum, Fjallaskaga og Birnu- stöðum. Síðan var lengi búið á Lambamúla, en loks eyddist jörðin af skriðuföllum. Bændur þeir, sem þar bjuggu, höfðu ekki á fóðrum nema tvo nautgripi, en ýmsir þeirra áttu allgott fjárbú. Sumir áttu bátkænu og höfðu hana í vík, sem heitir Seljavík. Þeir stunduðu hrognkelsaveiðar á útmánuðum og skutust öðru- hverju til fiskjar að sumrinu á heimamið, en vor og haust reru þeir á útvegi Skagabóndans. Seint á fimmtándu öld bjó bóndi sá á Fjallaskaga, sem Ormur hét. Hann var maður efnaður og átti mikil viðskipti við þýzka farmenn Sonur hans hét Teitur Hann var glæsimenni og gleðimaður, verkmaður góð- ur, en nokkuð hvikull við dagleg störf. Hann reyndist snemma laginn og fiskisæll formaður, og sjó stundaði hann af kappi, einkum þegar afli var góður. Hann fór með þýzkum til Ham- borgar og dvaldi þar vetrar- langt. Þegar hann kom heim aftur, gerðist hann sundurgerð- armaður um klæðaburð. Hann gekk að eiga dóttur gilds búand- manns. Hún hét Ólöf. Hún var kona fríð sýnum. Hann keypti henni erlend klæði, og þóttu þau hjón bera mjög af sveitungum sínum, þegar þau komu á mannamót, Þá er Teitur var kvæntur orð- inn, tók hann við búi föður síns, og skömmu síðar lézt Ormur gamli. Teitur jók bústofninn og hafði fjögur skip fyrir landi. Hann nýtti vel reka og sótti jafnvel trjávið á haf út. Hann húsaði vel bæ sinn, gerði sjálf- ur að bátum sínum og smíðaði nýja. Hann þótti allvinnuharð- ur, og stórorður gat hann orðið við hjú sín og háseta, en var hversdagslega glaðvær og við- mótsþýður, og raungóður var hann og haldinorður. Harð- skeyttur þótti hann og óvæginn, ef á hann var leitað, en greiða- maður og fáskiptinn um hægi þeirra, sem ekki gerðu á hans hlut. Gestrisinn var hann og góður þeim göngumönnum, sem ekki voru letingjar eða ómenni. Ólöf húsfreyja var kona fámál og prúð, góð og nýtin búkona og kunni vel til hannyrða. Vinsæl var hún af hjúum sínum og hélt þeim þó fast að vinnu. Ekki urðu menn annars varir en vel færi á með þeim hjónum, en í hjóna- bandi voru þau í tíu ár, án þess að þeim yrði barna auðið. Tæpum áratug eftir að Teitur tók við búi föður síns, fluttist að Lambamúla roskinn bóndi, sem Bjarni hét. Hann hafði áður búið í þríbýli á Hálsi á Ingjaldssandi. Hann átti tvær dætur og einn son. Sonurinn hét Ingjaldur. Hann var meðalmað- ur á vöxt, en sterkur vel og lip- urmenni hið mesta. Hann -var vel verki farinn og smiður góður. Sjósókn hafði hann vanizt frá því að hann var tólf vetra. Fyrsta vorið, sem hann var á Lamba- múla, var hann háseti Teits Ormssonar. Þótti Teiti svo mikið til hans koma, að hann réð hann formann á einum af bátum sín- um á næstu haustvertíð. Þegar mikið aflaðist að haust- lagi, eftir að dag var mjög tekið að stytta, var það venja, að grið- konur Skagabóndans kæmu of- an á Malir og ynnu að því að koma aflanum til þurrks í hj alla og á grjótgarða. Stundum hafði það komið fyrir, þegar veður var sérlega gott og blítt, að hús- freyja kæmi til sjávar og væri um hríð í verki með griðkonum sínum. Síðustu viku sumars haust það, sem Ingjaldur á Lambamúla stýrði fyrst báti af Skagamöl- um, var veður sérlega stiilt og þýtt og afli með afbrigðum góð- ur. Þá kom Ólöf húsfreyja dag hvern í fjöru og vann þar frá því að aðgerð hófst og þangað til henni var lokið. Vakti þetta nokkru furðu, svo að mörgum varð það fyrir, að hvarfla aug- um til húsfreyju, og brátt þótt- ust ýmsir verða þess vísari, að henni gætist betur að Ingjaldi, formanni, en öðrum mönnum, sem þarna voru. Hún virtist hyll- ast til að vera sem næst honum, eftir því sem við varð komið, og griðkonur fullyrtu, að henni yrði svo tíðlitið til hans, að það gæti ekki verið nein tilviljun. Ekki urðu menn þess varir, að In- gjaldur liti oftar til hennar en annarra, en því þóttust menn hafa tekið eftir, að hann yrði hraðhentari við vinnu sína, þá er augu hennar hvíldu á honum,

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.