Heima er bezt - 01.05.1954, Qupperneq 14
142
Heima er bezt
Nr. 5
og að stundum setti hann þá
rauðan.
Fyrstu dagana varð það ekki
séð, að Teitur bóndi veitti því
neina athygli, hve konu hans
virtist kært að vera í nánd við
Ingjald og hve mjög augu henn-
ar leituðu þangað, sem hann var.
En dag einn tóku menn eftir því,
að hann horfði brúnaþungur og
hvasseygur á húsfreyju og hinn
unga formann, enda höfðu þeim
báðum fallizt hendur við verk
sín, og stóðu þau svo sem frá sér
numin og horfðu hvort á annað.
Allt í einu kvað við frá Teiti hár
og að því er virtist gáskakennd-
ur hlátur, en síðan vatt Teitur
sér við og gekk þangað, sem tvær
af griðkonum þeirra hjóna voru
að hrýgja fiski, sem orðinn var
hústækur.
Þá er menn voru almennt
gengnir til náða þetta kvöld,
hittust þeir fyrir dyrum úti In-
gjaldur og Þóroddur, sem var
elztur af formönnum Teits og
hafði þekk t hann, frá því að
hann var barn að aldri. Þórodd-
ur mælti:
..Vara þú þig nú, garpurinn
ungi frá Lambamúla. Verr hugn-
aðist mér hlátur Teits bónda
heldur en þó að maður sá hefði
hreytt í þig stóryrðum og rekið
þig heim sem rakka.“
Ingjaldur svaraði engu til, en
gekk til búðar sinnar.
Upp úr þessu spilltist veður,
og var þá lokið fjöruferðum
kvennanna á þessu hausti.
Þegar skip höfðu verið sett ,í
naust, kallaði Teitur bóndi In-
gjald á eintal og mælti:
„Mér hefur líkað vel við þig í
hvívetna, Ingjaldur. Þú reyndist
í vor röskastur allra minna há-
seta, og þér hefur sem formanni
farnazt ágæta vel. Þú ert góður
stjórnari, jafnt í landbrimi sem
á útsævi, og síðari hluta þessar-
ar vertíðar hefur þú aflað bezt
allra þeirra, sem hér sækja sjó,
að undanskildum sjálfum mér og
aflaklónni Þórði í Alviðru. Þú
ert og hirðusamur um segl og
farvið, og við öll verk ert þú
hvort tveggja 1 senn, hraðvirk-
ur og velvirkur. Þá sá ég það
líka, þegar Bergur braut bát sinn
í lendingu og þú vannst með mér
að viðgerðinni, að þú ert smiður
góður. Fýsir mig nú að njóta
frekar verka þinna“
Ingjaldur svaraði:
„Ekki hef ég hugsað mér ann-
að hlutskipti en formennsku hjá
þér, meðan ég eignast ekki sjálf-
ur skip, en gj arnan hefði ég vilj -
að ráða stærra fari en Mána bín-
um, svo að ekki þyrfti ég að láta
menn mína hanka upp löngu áð-
ur en aðrir hugsa til landferðar."
Teit setti hljóðan, og þagði
hann drykklanga stund. Síðan
brosti hann og sagði mjög reif-
ur í máli:
„Gott er, að ungir menn séu
stórhuga, en líða mundu einhver
ár, unz þú hefur bolmagn til að
eignast fleytu, sem þér líki til
róðra af Skagamölum. Hins veg-
ar mun ég þegar á vori komanda
sjá þér fyrir stærra skipi og
nýrra en Mána litla .. Mundu
systur þínar verða 1 föðurgarði
í vetur?“
Ingjaldur leit til Teits spurn-
araugum, en svaraði þó án þess
að hiks eða undrunar kenndi í
röddinni:
„Svo mun víst.“
„Hvort mundi þess þá ekki
kostur, að þú ynnir með mér að
bátasmíði?" mælti Teitur. „Ég
þarf að gera að bátum mínum
og smíða nýjan, mikið skip og vel
viðað.“
Ingjaldur þagði um hríð og var
hugsi, en síðan mælti hann:
„Ljá mun ég máls á þessu, en
ekki er ég þess viss, að þú gangir
að þeim kostum, sem ég set“
Teitur brosti á ný:
„Lát mig heyra.“
„Þú skalt fá mér vist í her-
bergi því, sem er í lofti smíða-
hússins, enda hafi ég leyfi til að
nota tæki þín, þegar ég er ekki
að starfi í þína þágu.“
„Velkomið er þér þetta hvort
tveggja,“ svaraði Teitur.
„Þá eru hinir aðrir kostir,“
mælti Ingjaldur ennfremur.
„Still nú í hóf,“ sagði Teitur.
„Þó að þú sért lagtækur, ert þú
lítt vanur skipasmiður, og tak-
mörk eru því sett, hverju gjaldi
ég vil greiða vinnu þína.“
„Frjálst er þér að neita,“
svaraði Ingjaldur. „En smíðað
hef ég margar smáar fleytur og
gefið sveinum á Ingjaldssandi,
og gert hef ég upp bát föður
míns. Þá hef ég gert að báti með
Jóni, bónda á Villingadal, en
hann mun ekki síður kunna til
slíkra hluta en þú.“
Teitur var nú alltvíræður á
svip, en mælti þó eigi fálega:
„Heyra má ég hina aðra kosti
þína.“
Ingjaldur sagði einarðlega:
„Fá vil ég viðurgjörning sér-
lega góðan, því að ég ætla mér
ærinn starfa. Vinnu mína í vet-
ur skalt þú greiða með völdu
efni í kjöl, stefni og bönd, sem
hæfa mundu í sexæring, og loks
skalt þú lána mér efni í byrð-
ing, siglur, stýri og stjórnvöl á
slíkan farkost. Skal þetta greið-
ast af hlutum mínum á næsta
vori og hausti.“
Teitur hlýddi hugsi á orð In-
gjalds, en sagði því næst hressi-
legur í máli og bjarteygur:
„Valinn maður ert þú til þess,
sem ég ætla þér. Geng ég fúslega
að kostum þínum, og kaupum
nú þessu.“
Þeir tókust síðan í hendur og
staðfestu þannig samning sinn.
Ingjaldur fór nú heim, en
brátt kom hann aftur út að
Fjallaskaga og tók þegar til
starfa með Teiti bónda. Hann
vann af kappi ihiklu og reyndist
með afbrigðum handlaginn, og
svo hafði hann glöggt smiðsauga
að Teiti þótti það vart einleikið
um svo ungan mann og lítt æfð-
an. Þá varð hann og hissa á
starfsþreki Ingjalds, því að
hann vann sjálfum sér á síð-
kvöldum og oft fram á rauða
nótt, — og hamaðist þá ekki síð-
ur en að deginum. Matur var
honum borinn í smíðahúsið, og
var hann bæði mikill og góður.
Fór húsfreyja oft til hans með
matinn, og pískruðu hjúin um
það sín á milli, að furðu oft færði
hún honum aukabita eftir nátt-
mál. Sögðu þau henni dveljast
svo lengi, að hún hlyti að vera
hneigð fyrir smíðar, þó að ekki
væri það verk talið við hæfi
kvenna. Ekki varð þess vart, að
Teiti bónda þættu tortryggileg-
ar ferðir konu sinnar í smíða-
húsið, heldur heyrði fólk, að
hann sagði við hana:
„Þess vænti ég af þér, hús-
freyja, að þú látir ekki hjá Þ'ða
að bera vini vorum, Ingjaldi,
náttverð mikinn og kjarngóðan,
því að hann hefur ærinn starfa
fyrir okkur og sig “
Fyrir jólin skar Ólöf húsfreyja
klæði úr vönduðu og mjög vand-
lega lituðu vaðmáli, saumaði þau