Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 16
144 Heima er bezt Nr. 5 þeim konstum, sem þeim fylgja í hinum mikla stað, Hamborg. Munt þú verða fljótur að nema, og gefast mun þér kostur þess að staðfestast í borginni, ef þú kýst það, en ella mun þér innan handar að koma aftur út til ís- lands, ef þér yrði það meir að skapi.“ Ingjaldur þagði langa hríð, en sagði síðan: „Vel er þetta boðið og höfðing- lega, og væri það ekki stórmann- lega gert að neita slíkum kosti. Mun ég því fara í haust með þýzkum, þó að ég hafi raunar ætlað mér að ljúka sem fyrst smíði sexæringsins.“ „Kaupa mun ég af þér efni- viðinn fullu verði, ef þú kýst það,“ mælti Teitur bóndi, „og síðan freista að selja hann, því að nú er mér ekki vant báta að sinni, en eins fús er ég til að varðveita hann handa þér, unz þú annað tveggja kemur og tek- ur við honum eða óskar þess, að ég fargi honum og ráðstafi and- virðinu, svo sem þú kynnir fyr- ir mig að leggja.“ „Það vil ég, að þú geymir hans,“ mælti Ingjaldur og v,ar nærfellt hrærður í máli. „Hefur þú nú og áður sýnt mér frábæra velvild, og fer það mót vonum mínum og vilja, ef þig þarf nokkru sinni að iðra þess.“ „Vel mælir þú og drengilega, Ingjaldur,“ sagði Teitur. Skildu þeir að þessu, og fór Ingjaldur heim að Lambamúla. Reri hann um hríð til hrogn- kelsa með föður sínum og gekk að fé þess á milli, en á önd- verðri eggtíð tók hann að stunda róðra af Skagamölum sem for- maður á hinum nýja báti Teits bónda. Aflaði hann meira en Teitur og komst til jafns við afla- kóng þeirra Dýrfirðinga, Þórð í Alviðru. Eftir lokin kom Ingjaldur að máli við Teit og kvaðst ekki nenna að fara svo af landi burt, að hann hefði ekki lokið smíði sexæringsins. Teitur þagði stundarkorn og var allþungbú- inn, en síðan sagði hann ljúfur í máli: „Þú skalt gera sem þér sýn- ist, og mun ég jafnt geyma báts- ins sem viðanna. Þér skulu og heimil öll mín tól og tæki.“ „Vel ferst þér enn sem fyrr,“ mælti Igjaldur. „Flytja mun ég viðuna inn í Seljavík og vinna þar að smíðunum. Þá get ég hlaupið til og hjálpað föður min- um við heyskapinn, þegar mest liggur við.“ „Þetta er vel til fundið og son- arlega,“ sagði Teitur og var mjög reifur. „Skal ég ljá þér bát og menn til að flytja hvað- eina inn eftir.“ Ingjaldur þakkaði honum vel, og skildu þeir með kærleikum, þá er Ingjaldur hélt á brott með viðuna og smíðatólin. Tveim dögum eftir Lafranz- messu lauk Ingjaldur við bátinn, og mæltu það allir, að fleyta sú væri mikið skip og hýrlegt. Nú var Ingjaldur búinn til utanfar- ar, og beið hann þess heima á Lambamúla, að Hamborgarinn, sem komið hafði um Jónsmessu- leytið til fundar og viðskipta við Teit bónda, kæmi við á leið sinni frá Norðurlandi suður með fjörðunum. Lagði Ingjaldur síð- an frá landi á skipi Jóns Ham- borgara þrem nóttum fyrir höf- uðdag. Bar ferð hans svo bráð- an að, að honum gafst ekki tóm til að kveðja kvenþjóðina á Fjallaskaga. Skipið kom inn á Skagapollinn skömmu fyrir mið- nætti, og var þá þegar sent eft- ir Ingjaldi. Sigldi skipið svo af stað með birtingu. Skömmu eftir að Ingjaldur var farinn af landi brott, fæddi Ólöf húesfreyja sveinbarn. Það var mikið og fagurt, og hlógu við því augu Teits bónda Ormssonar. Mæltu það og allir, að sveinninn væri að öllu það vænlegasta kornabarn, sem þeir hefðu aug- um litið. Þorfinna gamla, sem lengst sinnar ævi hafði verið hjú á Fjallaskaga og orðin var gleym- in á allt hið nýrra og utan við veröldina annað kastið, mælti við Teit, þegar hún var að skoða sveininn: „Þarna hefur þér með skapar- ans hjálp tekizt að smíða þinn bezta og fegursta grip, Teitur Ormsson!" „Víst mun þú satt mæla, gamla mín,“ svaraði Teitur, „og skal ég gefa þér hrút veturgaml- an og láta súrsa fyrir þig kjöt- ið.“ „Ha?“ hváði sú gamla. „Vetur- gamlan hrút? Ó, drottinn og heilagur Pétur postuli blessi þig og barnkornið, þó að lítt tjói nú orðið að gefa vesaling mínum hrútakjöt. O, ho, — lítið var, en lokið er, maður guðs og lifandi!“ Teitur hló að kerlingu og laut ofan að Ólöfu húsfreyju og hugð- ist kyssa. En hann brá við skjótt og greip um eyrað. Lagaði úr því blóðið, litaði á honum fingur- gómana og draup ofan á hvítan línserk sængurkonunnar. „Mjög gerist þú nú kerski- glöð, húsfreyja,“ sagði hann og hló við. Hann leit á blóðið á barmi Ólafar og mælti síðan og var nú hvass á svip og í augum: „Vel var, að ekki draup blóðið á höfuð sveininum. Hann skal enginn verða óeirðamaður, og ekki skal hann heitinn Ormur, heldur Búi. Kýs ég honum til handa festu og farsæla vitsmuni hagsýns búandmanns, en ekki slægð og fjárkyngi slangans.“ Ólöf húsfreyja skaut til hans tárvotum sjónum og sneri sér síðan til veggjar í rekkjunni. Ólöfu og sveininum heilsaðist báðum vel. Ólöf sinnti honum af miklu ástríki, en samt tók hún við matmóðurstörfum af Guð- borgu og hafði um leið stjórn alla á tóvinnu j,afnt karla sem kvenna. Hún hafði ávallt verið fámál, en þó hlý og notaleg í viðmóti hverjum og einum, en nú gerði hún sér mikinn manna- mun. Þorfinnu gömlu og mun- aðarlausum smalapilti var hún hlýleg og sýndi þeim mikla og nákvæma umönnun, en við aðra vandalausa var hún allkaldyrt, ef eitthvað bar út af um vinnu- semi eða verkshátt, og við Guð- borgu var hún ævinlega stygg og oft meinleg. Bónda sínum sýndi hún fulla tillitssemi og kurteisi, en tók atlotum hans fálega. Hann lét sem hann yrði þess ekki var og reyndist nú betri og glaðværari húsbóndi en nokkru sinni fyrr. Hann sinnti mikið syni sínum, augnfór hann bros- andi, þegar hann hvíldi sofandi í bóli sínu, og hampaði honum, þá er hann vakti. Sveinninn hló og skríkti, og Teitur bóndi söng vísu þessa, sem hann hafði sam- an sett: Framh. næata blaði.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.