Heima er bezt - 01.05.1954, Side 17

Heima er bezt - 01.05.1954, Side 17
Nr. 5 Heima er bezt 145 I föðurgaröi fyrrum - Þula eftir Guðrúnu Auðunsdóttur Skáldkonan frú G u 8 r ú n A uð - unsdóttir vakti fyrst á sér at- hygli á kvöldvöku Eyfellings, er séra Sigurður Einarsson undirbjó og tekin var austur í Holti með þeim starfskröftum sem séra Sigurður hafði fundið í sveit sinni. Marga hefur fýst að vita síðan nokkur deili á henni, því að Ijóð þau, er hún las á kvöldvökunni voru með sérlega hugruemum blœ, og urðu minnisstœð. Guðrún er feedd og upp- alin í Vestur-Eyjafjallahreppi, dóttir Auðuns kaupmanns og bónda í Dal- seli, en sjálf er hún nú húsfreyja á sögufrcegum bce, Stóru Mörk undir Eyjafjöllum, og sinnir umsvifamiklu og erilsömu starfi sveitahúsfreyj- unnar, án þess að vanrcekja skáld- skaparíþrótt sína og andleg hugða- mál. „H eima er b e z t “ hefur þá ánœgju að flytja að þessu sinni gull- fallega þulu, sem frú Guðrún hefur kveðið um ceskuheimili sitt, en gceti jafnframt verið talað fyrir munn fjölmargra landsins barna, sem eiga Guðrún Auðunsdóttir þess að minnast úr móður- og föð- urgarði, sem gerði þeim það að cevi- langri fagnaðarjátningu, að „heima er bezt“. í föðurgarði fyrrum var furðu margt til unaðar, gesti oft að garði bar með gamanmál á vörum, stóð þá sízt á svörum. Húsbóndinn oft hnittinn var, hrutu af munni kviðlingar, gengið er títt um gœttir þar sem glatt er innan veggja, sá er háttur seggja. Teflt var oft á tœpa braut, tók við auðn, ef vegur þraut. Margur bezta beina hlaut á bænum milli sanda, greitt var úr gestsins vanda. Engum fannst þá œvin löng við orgelspil og kvœðasöng. Birtan skein um glugga’ og göng glatt var þá á hjalla, vor um veröld alla. Systur fjórar sátu i rann svo var gjöful hamingjan, ein við sauma, önnur spann eða vefinn barði, var á meðan varði. Brœður níu’ á bœnum þeim bornir voru ’ í þennan heim. Þrír eru horfnir Guðs í geim góðum englum likir, réttlætið þar ríkir. Við lækjarsytru og litla tjörn lékum ung og saklaus börn. Skaparinn hélt um hópinn ef hált var þar á steini, hlifði við hryggð og meini. Móðurhöndin mjúk og hlý máði af augum raunaský, sýndi kœrleik öllu í, óðalsprýðin góða, greind með glaðvœrð hljóða. vann í hljóði að góðverkum vann í hljóði’ að góðverkum stillt og sett i sorgunum sönn og mild í dómi, geymd frá öllu grómi. Sinnti jafnt um göngugest, glœsimennið, þjón og prest, öllum góð, en börnum bezt, brekin þeirra skildi, benti í blíðri mildi. — grafa skurð og byggja brú, bera hey á jötu, girða og laga götu. Glæða eld og baka brauð, bera’ á völl og rýja sauð, œskan sú var ekki snauð af innstu hjartans gleði, „lán var meðan léði“. Oft var kátt um aftanstund, ungum fákum hleypt um grund taumar léku létt í mund, leiftraði þá á steinum undan hófahreinum. Hleypt var siðan heim i hlað, hvorki sinnt um brot né vað, — mamma vakti, mamma bað, við munum henni ei gleyma, $em hlúði að okkur heima. — Allt er breytt, sem áður var, er svo tímans þráður snar, grúfa ml hjá garði þar gráir þokuskuggar, heimurinn fáa huggar. En máske gerir skýjaskil svo skefli ei um vegg og þil, og sólin aftur sendi yl sinn um land og œginn, svo birti um gamla bœinn. Systkin tíu sá’ um bú: vörn sauma flik og mjólka kú,

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.