Heima er bezt - 01.05.1954, Blaðsíða 19
Nr. 5
Heima er bezt
147
Lærðu að læra
/
eftir Ólaf Gunnarsson frá Vík í Lóni
Þegar sumri tekur að halla og
kvöldskuggar haustsins gerast
langir og dimmir, líður brátt að
þeim tíma, þegar skólarnir hefja
starf sitt og fjöldi barna og
unglinga hverfur frá önnum
dagsins meðal vinnandi fólks og
snýr sér að námi. Námið er miss-
munandi eins og lög gera ráð
fyrir, sumir sinna skyldunámi
sínu í barna- og unglingaskól-
um, aðrir leggja stund á sérnám
í þeim tilgangi að búa sig undir
ákveðið ævistarf. En hvar sem
námið er stundað pg hver sem
tilgangurinn er, verður nemand-
inn alltaf að leggja mikið náms-
efni á minnið, ef hann vill ekki
verða algerður eftirbátur félaga
sinna og jafnvel fara jafn fávís
úr skóla og hann kom þangað.
Þar eð nám er mikilvægur þátt-
ur í ævi hvers einassta manns,
sem hlotið hefur eðlilega náms-
hæfileika og minnið er sá hluti
almennrar greindar, sem námið
er í einna nánustum tengslum
við, er ekki nema eðlilegt, að við
gerum okkur öðru hverju ljóst,
hvað við vitum um eðli minnis-
ins og hvaða aðferðum muni
vera skynsamlegt að beita við
efnisnám almennt.
Minnið er, eins og áður var
sagt, einn þáttur almennrar
greindar og ekki sá lítilvægasti;
það gerum við okkur ef til vill
ekki ljóst fyrr en við kynnumst
fólki, sem misst hefur minnið að
nokkru eða öllu leyti. Aristoteles
líkti minninu við vaxtöflu, sem
auðvelt er að skrifa á meðan hún
er ný. Stafirnir, sem ritaðir eru
á slíka töflu, harðna smám sam-
an og halda sér greinilega ára-
tugum og jafnvel öldum saman.
Á gamla og harða vaxtöflu er
hins vegar erfitt að skrifa þann-
ig, að stafirnir verði greinilegir.
Aristoteles og flestir fræðimenn
fyrri alda töldu, að minni manna
væri líkt farið og vaxtöflunni,
menn ættu hægt með að nema
og muna meðan þeir væru ung-
ir, en smám saman förlaðist
þeim efnisnám, þannig, að gam-
all maður gæti lítið lært. Rann-
sóknir síðari tíma hafa að vísu
sannað, að gamalt fólk er ekki
eins illa á vegi statt hvað nám
snertir og margir vilja vera láta.
Hafi gamall maður, sem ekki er
farinn að tapa sér andlega, vak-
andi áhuga á einhverju náms-
efni, veitist honum furðu létt að
læra það. Gildir í því efni eins
og öðru, að áhuginn rekur menn
áfram til dáða.
Hinu ber þó ekki að neita, að
börn og unglingar eiga yfirleitt
hægara með að læra en fullorðn-
ir, a.m.k. lætur þeim allur þulu-
lærdómur betur en þeim, sem
slitið hafa barnsskóm. Hins veg-
ar er minni fullorðinna yfirleitt
rökréttara en barna og þeir eiga
hægara með að gera greinar-
mun á auka- og aðalatriðum.
Minni er eins og allt annað í
þessum heimi ákaflega einstakl-
ingsbundið. Við munum ekki að-
eins misjafnlega vel, en við
munum líka mismunandi efni.
Minni hins bjartsýna og hins
bölsýna er mismunandi, karl og
kona muna ekki sömu atriðin
eins og þaðan af síður barn og
fullorðinn. Við breytum efninu
meira og minna óafvitandi,
þannig, að það á við skapgerð
okkar. Bölsýnn maður átti t. d.
að muna setninguna: „Eftir regn
kemur sólskin.“ Eftir stutta
stund hafði hann snúið henni
við í huganum og sagði: „Eftir
sólskin kemur alltaf rigning og
allskonar erfiðleikar." Hlusti
fimm menn, sem vinna mismun-
andi störf, á sömu fréttirnar,
verður endursögn þeirra allra
mismunandi. Sjómaðurinn man
bezt allt, sem sagt er um afla-
brögð, bóndinn festir sér í minni
tölur, sem snerta heyskap, inn-
flytjandinn man ef til vill upp
á sína tíu fingur frásögn um
verðsveiflur á erlendum mark-
aði, bílstjórinn man allt, sem
sagt er um vegabætur og lækk-
un á benzínverði, en húsmóðirin
tekur mest eftir fréttum, sem
snerta dagvörur eða framboð á
vinnukonumarkaði.
Hversu ábyggilegt minni
manna er fer einkum eftir því,
hversu greindir þeir eru, en
einnig veltur á mjög miklu, að
þeir temji sér að einbeita at-
hyglinni að því, sem fyrir augu
og eyru ber, og geri sér ljóst,
hvað þeir kunna og hvað þeir
kunna ekki. Stopuileiki minnis-
ins hefur komið greinilega fram
í vitnaleiðslum og er öllum nú
ljóst, að framburði vitna al-
mennt er varlega treystandi. Er
ekki nóg, að vitnin sjálf séu viss
um, að framburður þeirra sé
réttur, heldur verður að ganga
úr skugga um það, að minni
vitnanna sé svo öruggt, að for-
svaranlegt sé að treysta því, sem
þau segja, en vitanlega verða
menn að vera minnugir þess, að
jafnvel allra greindustu menn
geta gert sig seka í því að láta
atriði, sem miklu máli skipta,
fara fram hjá .sér, en veita þess
í stað eftirtekt smámunum, sem
tala frekar til tilfinninga þeirra.
Þótt þekking á minnistakmörk-
unum og ónákvæmni manna sé
einkum nauðsynleg dómurum
og öðrum, sem verða að byggja
ákvarðanir sínar að meira eða
minna leyti á minni annarra, er
hverjum og einum, sem prófa
vill sjálfan sig, hollt að veita
þessum takmörkunum allra
manna nána' athygli.
Fjöldi manna kvartar um
minnisleysi, sem í raun og veru
hafa gott minni. Stafar þetta
af því, að sumir menn hafa van-
rækt að taka nógu vel eftir því,
sem þe;r ætla að muna og gera
sér aldrei það ómak að ganga úr
skugga um, hvort þeir kunni
námsefni eða ekki. Þá fer og
sumum mönnum þannig, að auk-
ið umstang veldur því, að ein-
stök atriði gleymast í önnum
dagsins og kemur slík gleymska
sér stundum illa. Þannig fór fyr-
ir þekktum blaðamanni, sem tók